Húnavaka - 01.05.1976, Blaðsíða 185
HÚNAVAKA
183
inni. Enn um sinn verður um
tímabundna erfiðleika að ræða
að haustinu. Framkvæmdir við
vatnslagnir kostuðu 2,775 millj.
Unnið var að endurbótum við
sorpbrennsluna og sorphreins-
un. Heildarkostnaður er nú kr.
1.267.000,00. Nú eru sorppok-
arnir að ryðja sér til rúms. Von-
andi láta allir þá upp á þessu ári
og ætti hreinsunin þá að ganga
betur. Þetta stefnir í rétta átt,
þótt ekki sé það enn nógu gott.
Hafin var bygging leiguíbúða.
Byggð verða 3 kjarnahús og
geta fengist þar allt að 14 íbúðir.
Um sex 100 m2 og átta 50 m2.
Fólk getur keypt sig inn í þessi
hús, ef svo má orða það, þ. e.
lánað 20% af kostnaðarverði og
tryggt sér þannig leigurétt og
sennilega einnig kauparétt, sem
þó getur verið vafamál að
óbreyttum lögum. Heildarkostn-
aður nú er kr. 7.377.000,00, þar
af lán Húsnæðismálastjórnar 6
milljónir kr.
Nú má heita að slökkvistöðin
sé fullgerð, en eftir er að ganga
frá lóð. Heildarkostnaður er nú
10.300.000,00 krónur. Þá hefir
verið unnið að bókhlöðubygg-
ingunni og neðri hæð alveg frá-
gengin, en þar eru auk sýslu-
skrifstofunnar, bókfærsluskrif-
stofa Eggerts Guðmundssonar og
þar verður fræðsluskrifstofa
Norðvesturlands. Eins og kunn-
ugt er, eiga Blönduóshreppur og
sýslusjóður húsið sameiginlega.
Nemur eignarhluti sveitarsjóðs
42%. Eftir er að setja loft í efri
hæðina og ganga frá henni end-
anlega, en þar á bókasafnið að
vera. Hæðin hefir verið múrhúð-
uð og miðstöð lögð.
Þá er rétt að minnast á Vot-
múla. Nú er húsið fokhelt og til-
búið til sölu til þeirra sem vilja
nýta það. Votmúli stendur nú í
um 38 millj. króna. Fermetrinn
kostar um 9.135,00 krónur.
Um 2000 kg af áburði voru
borin á melana hér í kring. Þeir
sem áhuga hafa á, ættu að gefa
sér tíma að vorinu og fara upp á
Hnjúka og líta yfir. Þá sjá þeir
árangurinn.
Ekki tókst að koma brú yfir í
Hrútey þar sem alltaf var svo
mikið í Blöndu. Fyrir um 17—18
árum var hafist handa um brúar-
byggingu og stöplar steyptir fyr-
ir hengibrú. Þá vildi svo óheppi-
lega til, að mikið flóð í Blöndu
braut stöpulinn í Hrútey. Nú er
aftur farið að tala um hengibrú,
en eitthvað sterkari og hærri
verður hún að vera en sú er
áformuð var. Blanda ruddi sig á
gamlársdag, og náði íshroðinn
það hátt að hann hefði náð upp
í fyrirhugaða brú.
Af málum sem lítið hafa þok-
ast, en allir hafa mikinn áhuga
á má nefna hitaveitumálið. Þar