Húnavaka - 01.05.1976, Page 186
184
HÚNAVAKA
stendur á bor. Þegar þetta er
ritað fyrstu dagana í janúar er
lians vænst þá og þegar. Borinn
kom loks til landsins um mán-
aðamótin sept.—okt. En dregist
hefir að greiða hann og borga
tollana.
Um tíma í haust leit svo út, að
borinn væri að korna. Var þá
lagður vegarspotti að borunar-
stað og malborið stæði fyrir bor-
inn, en ætlunin er að bora í fyrri
holuna sem boruð hefir verið á
vegum Blönduóshrepps. Kostn-
aður var um kr. 500.000,00.
Nú virðast nokkuð góðar horf-
ur á því, að Blönduvirkjun verði
að veruleika áður en langt um
líður. Er það fagnaðarefni öllum
húnvetningum og raunar öllum
norðlendingum, því að engin
framkvæmd mun eins stuðla að
byggðaþróun hér eins og
Blönduvirkjun og í kjölfar
liennar orkufrekur iðnaður í
þéttbýlisstöðum Norðvestur-
lands. Auk jress mun orka
Blöndu ylja upp heimili þeirra,
sem ekki geta orðið hitaveitu
aðnjótandi.
Ekki verður hafist handa um
virkjun fyrr en að nokkrum ár-
um liðnum, en byrja má strax á
Jressu ári með vegalagningar,
ræktun hálendisins o. Jr. h. und-
irbúningsvinnu. Með Jressu að-
lagast héraðsbúar Jrví mikla
vinnuálagi, sem bygging raf-
orkuversins veldur. Jafnframt
verður að korna upp verksmiðj-
um, sem taka við vinnuafli því
sem losnar er virkjuninni lýkur.
Þann 1. jan. sl. voru 100 ár
liðin frá gildistöku laga um lög-
gildingu verslunarstaðar fyrir
Blönduós. Ýmislegt er á prjón-
unum á þessu afmælisári, en Jrað
er efni í sér grein.
J- í-
MIKIL FLÓÐ.
í úrfellinu mikla á öðrum degi
jóla urðu skriðuföll í löndum
Saurbæjar, Forsæludals og
Sunnuhlíðar í Vatnsdal. Ekki
varð verulegt tjón á mannvirkj-
um en í Sunnuhlíð hljóp skriða
yfir túnspildu og munaði
minnstu að hún færi á fjárhús
og hlöðu.
Flóð í Vatnsdal varð mjög
mikið, og telja menn sig varla
liafa séð ána standa jafn hátt.
Hross frá Hnjúki voru niðri á
hólmum og hross frá Öxl á Ey-
lendinu. Ógjörlegt reyndist að
ná lirossunum rneðan flóðin
voru í hámarki, en hvergi var
þurr blettur fyrir þau. Tók
vatnið þeim í kvið. Þegar kóln-
aði fraus vatnið mjög ört, og var
Jrá safnað liði og brotnar rásir í
ísinn fyrir hrossin og þeim bjarg-
að til lands. Hrossin voru mjög