Húnavaka - 01.05.1976, Page 187
HÚNAVAKA
185
köld eftir Jressa vosbúð, en ekk-
ert af þeim fórst.
Telur Sigurður á Hnjúki sig
aldrei hafa komist í jafn mikil
harðræði við skepnur.
Gr. G.
FRÁ AFMÆLISNEFND
BLÖNDUÓSHREPPS.
Blönduós varð hundrað ára sem
verslunarstaður 1. jan. sl. Skipuð
var afmælisnefnd árið 1973 og
hefir hún unnið að undirbún-
ingi þessa afmælisárs.
Margt hefir borið á góma og
ýmsu hrundið í framkvæmd, sem
gert er vegna þessa afmælis.
Ber fyrst að nefna, að hrepps-
nefnd ákvað sem langtímaverk-
efni að hefja uppgræðslu mel-
anna umhverfis Blönduós. Hefir
þegar nokkuð áunnist þótt langt
sé í land, þar til allt landið verð-
ur klætt gróðri.
Þá verður Tómasi J. Thom-
sen reistur minnisvarði í Kven-
félagsgarðinum, sem fyrsta
blönduósingnum. Merki hefir
verið ákveðið fyrir kauptúnið.
Lúðrasveit stofnuð og ýmislegt
annað gert tengt jressum tíma-
mótum.
Ákveðið hefir verið að hátíða-
höldin fari fram laugardaginn 3.
og sunnudaginn 4. júlí. Þau
hefjast með afhjúpun minnis-
varðans kl. 14 og verða þar ræð-
ur, söngur og lúðrablástur. Þá
verður haldið til Félagsheimilis-
ins og býður hreppsnefnd öllum
upp á veitingar.
Sögusýning verður opnuð kl.
18 en jafnframt verður eitthvað
fyrir yngstu kynslóðina. Um
kvöldið verður leiksýning kl. 21.
Á sunnudaginn 4. júlí verður
messa kl. 13 og svo skrúðganga
á hátíðasvæðið, Jrar verður rakin
saga kauptúnsins, ávörp flutt,
lúðrablástur, söngur og fleiri
skemmtiatriði. Á sama tíma
verður barnaskemmtun sem
H.S.S.B. sér um. Bæði kvöldin
verða fjölskyldudansleikir í eða
við Félagsheimilið.
Fleira verður tengt Jressu af-
mælisári þótt ekki verði það tal-
ið upp hér.
Að lokum eru blönduósingar
hvattir til þess að hreinsa lóðir
sínar, gera við girðingar og hús
og mála, setja upp fánastengur
og annað það, sem til fegrunar
og prýði má verða.
]■ í-
FÉLAGSSTARF BÓLHLÍÐINGA.
I hverri viku yfir vetrarmánuð-
ina er spilað bridge í Húnaveri.
Koma þar til leiks sjö til átta
sveitir, og er ýmist spiluð tví-
mennings- eða sveitakeppni.
Einnig er keppni milli Bólstað-