Húnavaka - 01.05.1976, Page 188
186
HtJNAVAKA
arhlíðarhrepps og Lýtingsstaða-
hrepps og er spilað heima og
lieiman hvern vetur.
Ungmennafélagið í Bólstaðar-
hlíðarhreppi heldur uppi rnarg-
liáttaðri starfsemi og leggja fé-
lagar þess mikla stund á íþrótta-
æfingar. Keppendur voru sendir
á öll mót sem haldin voru í hér-
aðinu utan sundmót. Þá gekkst
ungmennafélagið fyrir málfund-
um og kvöldvökum í Húnaveri
og var sú starfsemi vel sótt.
Kvenfélagið var enn sem fyrr
með mjög öfluga starfsemi í
hreppnum og hélt bæði fundi
og margs konar námskeið fyrir
félagskonur. Einnig sá það um
veitingar fyrir fundi og mann-
fagnaði, í Húnaveri.
S. H.
FRÁ SAMBANDI
AUSTUR-HÚNVETNSKRA KVENNA.
Aðalfundur S.A.H.K. var hald-
inn í Kvennaskólanum á
Blönduósi 1. maí 1975.
Var tekin npp sú nýbreytni að
bjóða burtfluttum konum að
sitja fundinn. í þetta sinn tveim
konum frá Húnvetningafélaginu
í Reykjavík. Aðeins önnur,
Anna Sigurjónsdóttir, gat mætt.
Ætlunin var að hafa umræðnr
um húsfriðunarárið, en fram-
sögumaður gat ekki mætt. í stað
þess flutti Guðrún Lára Ásgeirs-
dóttir á Mælifelli erindi um
ömmu sína, Guðrúnu Lárns-
dóttur alþingismann og rithöf-
und, og las úr verkum hennar.
Einnig flutti Dómhildur Jóns-
dóttir erindi, „Konan í safnaðar-
starfinu".
Að vanda sýndu skýrslur ein-
stakra félaga fjölbreytt starf að
líknar- og menningarmálum.
Að ósk Halldóru Bjarnadótt-
ur fóru allar fundarkonur í
heimsókn til hennar í Baðstofu
Héraðshælisins. Hún bauð öll-
um að skoða íbúð sína, sem hún
nefnir oft Kolkakot, en hún var
þá óbreytt frá því að hún flutti
úr henni. Einnig benti hún á
nokkur áhugamál, sem hún ber
fyrir brjósti og rnælti hvatning-
arorð til gestanna.
Á fundinum var gerð grein
fyrir þátttöku í þjóðhátíð 1974.
Kvenfélögin hafa gefið 3.000
kr. hvert til þess að koma upp
minnisvarða urn Kvennaskólann
á Ytri-Ey. Fenginn hefur verið
húnvetnskur steinn til að reisa á
grunninum. Nokkurt fé hefur
einnig borizt frá sambandinu,
Kvennaskólanum o. fl.
Nokkrar konur fóru í orlof að
Laugalandi, og tvær konur á
grænmetisnámskeið í Garðyrkju-
skóla ríkisins í Hveragerði, sem
haldið var á vegum Sambands
norðlenzkra kvenna.
Eins og áður var veitt viður-