Húnavaka - 01.05.1976, Side 191
HÚNAVAKA
189
STEYPUVERK H.F., BLÖNDUÓSI.
Félagsskap Steypuverks h.f. og
Steypuþjónustunnar h.f. á
Hvammstanga var slitið sl. vor,
þar eð bæði fyrirtækin voru
kornin með eigin bíla og blönd-
unaraðstöðu. Samvinna var samt
nokkur milli stöðvanna. Sem-
entsgeymsla var byggð á árinu,
þar er einnig fyrirhuguð aðstaða
til viðgerða á tækjum stöðvar-
innar. Tveir steypubílar voru
seldir á árinu og kaup á einum
bíl í þeirra stað ákveðin, verður
hann væntanlega kominn þegar
þetta birtist.
Steypusala hófst ekki að marki
fyrr en viku af júní, þá höfðu
nokkrir aðilar beðið með tilbúin
steypumót í allt að þrjár vikur,
en enga steypu hægt að afgreiða
vegna sementsleysis, sem stafaði
af verkfalli starfsmanna í Sem-
entsverksmiðju ríkisins.
Steypusala varð á árinu 1975
3387 m3, eða 120 m3 meiri en
1974 og er þá aðeins miðað við
A.-Hún. Mest var selt í sveitirnar
eða 1500 m3 og er þar um að
ræða 285 m3 aukningu. Steypu-
sala jókst einnig til Skagastrand-
ar úr 610 m3 árið 1974 í 672 m3
1975. Á Blönduósi voru seldir
1206 m3 árið 1975, en 1365 m3
árið 1974.
Prentvilla hefur læðst inn í
frétt frá Steypuverki h.f., sem
birtist í síðasta árgangi Húna-
vöku. Fyrstu steypu var ekið út
17. júlí 1974 en ekki 17. júní
eins og stendur þar.
Gunnar.
FRÉTTIR FRÁ HESTAMANNA-
FÉLAGINU NEISTA ÁRIÐ 1975.
Haldin var fjölmenn árshátíð í
Félagsheimilinu á Blönduósi 15.
marz, með þátttöku nágranna-
félaganna Óðins og Snarfara.
Tamningastöð var rekin á
Blönduósi mánuðina apríl og
maí. Tamdir 13 hestar og kostn-
aður kr. 12.000,00 á mánuði á
hest. Tamningamaður var Loft-
ur Jónsson frá Hólmavík.
Fyrri hluta júnímánaðar var
starfræktur reiðskóli á Blöndu-
ósi. Kennarar voru Guðrún
Fjeldsted frá Ferjukoti í Borgar-
firði og Sigríður Hermannsdótt-
ir, Blönduósi. Nemendur voru
rúmlega 50 og greiddi hver
þeirra kr. 2.500,00 fyrir tveggja
vikna kennslu, en Blönduós-
hreppur og Landssamband
hestamannafélaga styrkja þessa
starfsemi, svo og hestaeigendur
sem lána hesta fyrir lítið gjald.
Firmakeppni var háð á
Blönduósi 17. júní. Tóku þátt í
henni öll sveitarfélög í sýslunni
og mörg fyrirtæki. Átak h.f. bar
sigur úr býtum, en fyrir það
keppti Funi, Ævars Þorsteins-
sonar, Enni.