Húnavaka - 01.05.1976, Page 193
HÚNAVAKA
191
sambandsins, Logi, fjögurra
vetra, undan Eldingu Guð-
mundar frá Eiríksstöðum og
Neista í Skollagróf, var notaður
í Skagahreppi. Hestur þessi er
ódæmdur, en verið er að temja
hann til sýningar á komandi
vori.
Þá skal getið tveggja hesta
Ævars Þorsteinssonar í Enni,
þeirra Gáska 809 og Léttfeta
816, er báðir voru mikið notaðir,
þótt ekki væri það beint á veg-
um Hrossaræktarsambandsins.
Einnig skal getið liestsins
Héðins frá Vatnagörðum, er
notaður var í Grímstungu í
Vatnsdal. Hesturinn er einn af
þekktustu stóðhestum Hrossa-
ræktarsambands Suðurlands og
mjög góður reiðhestur. Hrossa-
ræktarsambandið hafði ekki af-
skipti af ihonum.
í stóðhestagirðingunni á
Gnnnfríðarstöðum voru geymd-
ir fast að 30 hestar í sumar og
nokkuð fram á vetur. Kemur
girðingin í góðar þarfir.
Blönduósi, 25. febrúar 1976
Grímur Gislason.
NÝIR ÍÍÁTAR, SEM EKKI SÖKKVA.
Árið 1975 var Trefjaplasti erfitt
fjárhagslega, en rættist úr undir
áramót. Erfiðleikarnir stafa af
rektsrarfjárskorti, en fyrirtækið
hefir engin ný rekstrarlán fengið
frá því sumarið 1973, þrátt fyrir
um tvöföldun hráefnisverðs og
mikla hækkun kaups.
Þrátt fyrir þessa erfiðleika gat
fyrirtækið eignast nýja sprautu-
vél, sem bæði sparar mikið efni
og vinnu við hreinsun.
En þessir erfiðleikar höfðu
það í för með sér að fækka varð
mönnum og lengst af unnu að-
eins tveir við fyrirtækið, en var
fjölgað undir áramótin.
Framleiðslan var aðallega ílát
og kör ýmiskonar, sleðar aftan í
vélsleða og bátar. Væntanleo er
á markaðinn ný bátagerð, sem
ekki á að geta sokkið, og nú er
unnið að smíði kappróðrabáta
fyrir Sjómannadagsráð Vest-
mannaeyja.
/• í-
SKÁKFRÉTTIR.
Minningarmót Jónasar Hall-
dórssonar og Ara Hermannsson-
ar var haldið á Blönduósi 4.-6.
apríl. Þátttakendur voru 22, þar
af 6 utanhéraðsmenn. Tefldar
voru 5 umferðir eftir Monrad-
kerfi.
Sigurvegari varð Baldur Þór-
arinsson, Blönduósi með 4 vinn-
inga. Hlaut hann farandbikar að
launum. Annar var Guðmundur
Búason frá Akureyri, einnig með
4 vinninga, en lakari stigatölu.