Húnavaka - 01.05.1976, Page 194
192
HÚNAVAKA
í 3.-6. sæti urðu Rúnar Búason
úr Hörgárdal, Jóhann Guð-
mundsson, Holti, Jónas P. Er-
Hngsson frá Kópavogi og Hjör-
leifur Halldórsson úr Öxnadal.
Hlutu þeir 3!/ó vinning.
Mótið fór vel fram. Sérstak-
lega ánægjuleg var hin mikla
þátttaka yngri aldursflokka í
mótinu — boðar það vonandi
gott framhald á skáklífi í hérað-
inu.
USAH sendi sveit til þátttöku
í skákmóti UMFÍ og hafnaði í
öðru sæti í sínum riðli í undan-
keppninni nteð 7 vinninga af 12
mögulegum.
Skákþing Norðurlands fór
fram á Aknreyri í byrjun febrú-
ar. Einn húnvetningur tók þar
þátt, Jóhann Guðmundsson,
Holti. Hann tefldi í A-riðli og
hlaut 21/2 vinning af 7 möguleg-
um og hafnaði í 6. sæti.
Jón Torfason.
FLEIRI NEMENDUR
EN NOKKRU SINNI FVRR.
Eitt hundrað og sjötíu nemend-
ur stunda nám við Barna- og
gagnfræðaskólann á Blönduósi í
vetur og eru þeir fleiri en
nokkru sinni fyrr. Sjö fastráðnir
kennarar starfa við skólann
ásamt skólastjóranum, Arna Þor-
steinssyni. Auk þeirra kenna við
skólann fjórir stundakennarar.
Bergur Felixson, sem verið hefur
skólastjóri við skólann nokkur
ár, lét af starfi á síðasta ári.
Sú breyting hefur orðið á
starfstilhögun í skólanum, að
nemendum í 9. og 10. bekk er
gefinn kostur á að velja milli
bóklegra og verklegra náms-
greina. Kennsla í bóklegum
greinum fer að mestu fram í
gagnfræðaskólanum, en verkleg-
ar greinar eru kenndar í Kvenna-
skólanum. Reynslan mun síðan
skera úr um hvort þetta samstarf
skólanna getur haldið áfrarn.
M. Ó.
FRÁ SKÁTAFÉLAGI BLÖNDUÓSS.
Vorið 1974 var blásið lífi í glæð-
ur skátastarfs á Blönduósi. Það
sumar fór hópur á Landsmót
skáta, sem haldið var að Úlfljóts-
vatni. Um haustið kom erind-
reki Bandalags ísl. skáta, Guð-
bjartur Hannesson. Stjórnaði
hann flokksforingjanámskeiði í
Húnaveri fyrir skáta frá Blöndu-
ósi og Sauðárkróki og dvaldi hér
nokkra daga við leiðbeinanda-
störf.
Á sl. ári bar helst til tíðinda,
að farið var til Sauðárkróks í
boði skátafélagsins þar, Eilífs-
búa.
Fjórir skátar fóru á Nordjamb
'75, sem haldið var í Noregi.