Húnavaka - 01.05.1976, Page 195
HÚNAVAKA
193
Flokksforingjanámskeið var
haldið haustið 1975 á Löngu-
mýri í Skagafirði og S(')ttu það 18
Blönduósskátar.
í nóvember kom sú hugmynd
upp, að fá kjallara Verslunar-
félagshússins undir starfsemi fé-
lagsins. Var það auðsótt, og hef-
ur síðan verið unnið að J)ví að
laga þar og prýða. Þar er her-
bergi hæfilegt fyrir flokksfundi
og salur nægilega stór fyrir
félagsfundi.
Tekið hefur verið upp ljós-
álfa- og ylfingastarf, sem ætlað er
fyrir aldursflokka 8 til 11 ára.
Félagar eru nú alls um 70.
Karl.
FRÁ SPARISJÓÐI SKAGASTRANDAR.
í árslok 1975 var innstæðufé
sparisjóðsins rúmlega 104 rnillj-
ónir króna og hafði aukist á ár-
inu um 29 milljónir, eða 38,8%.
Útlánin voru í árslok 71,8
milljónir króna og höfðu aukist
á árinu um 23,3 milljónir, eða
48%.
Innstæður sparisjóðsins hjá
Seðlabanka Islands og öðrum
bönkum voru í árslok 26 millj-
ónir króna.
Innborgaðir vextir og ýmsar
tekjur voru á árinu 12,1 milljón-
ir en útborgaðir vextir 10,1
milljónir. Óinnleystir vextir
voru í árslok rúmlega 7,7 millj-
ónir króna.
Rekstrarkostnaður á árinu var
3,2 milljónir króna.
Afskriftir af fasteignum og
fasteignakostnaði var samtals um
690 þúsundir króna. Rekstrar-
hagnaður var rúmlega 2,2 millj-
ónir og var lagður í varasjóð,
sem þá nam 5,7 milljónum
króna.
Reikningsfært verð fasteigna
sparisjóðsins er 3 milljónir en
lirunamatsverð sömu eigna er
rúmlega 12 milljónir króna.
Fleildarveltan á árinu 1975
var 1.368 milljónir króna og
hafði aukist frá árinu á undan
um rúmlega 500 milljónir, eða
58%.
Færslufjöldi var nær óbreyttur
frá fyrra ári.
Árið 1975 var 15. starfsár
Sparisjóðs Skagastrandar.
Bj. Br.
METVEIÐI í FLESTUM ÁM.
Það veiddist vel í flestum lax-
veiðiám sýslunnar á síðasta
sumri. Bezt var veiðin þó í
Blöndu. Þar voru 2363 laxar
dregnir á land. Samanlagður
Jjungi Jieirra var 21.060 pund og
var meðalþunginn því 8,91
pund.
Það veiddist álíka mikið af
13