Húnavaka - 01.05.1976, Page 196
194
HÚNAVAKA
hæng og hrygnum að fjölda til,
en hængamir voru nokkru
þyngri. Meðalþungi þeirra var
9,06 pund, en hrygnurnar voru
að meðalþunga 8,75 pund.
Næst flestir laxar komu á land
úr Laxá á Ásum og var fjöldi
þeirra 1881. Samanlagður þungi
var 13.940 pund og meðalþung-
inn því 7,41 pund. Hrygnurnar
voru heldur fleiri, en hængarnir
og voru skráðar hrygnur 910, en
hængar 800. Ókyngreindir fiskar
voru 171.
Úr Vatnsdalsá veiddust 832
laxar og var samanlagður þungi
þeirra 7.300 pund. Meðalþung-
inn var 8,77 pund. Ekki er nema
helmingurinn af löxum úr
Vatnsdalsá kyngreindur á veiði-
skýrslum, en meðalþungi þeirra
hænga, sem kyngreindir voru
var 8,41 pund, en meðalþungi
hrygnanna 9,26 pund.
Þá voru skráðar 2572 bleikjur,
sem veiðst höfðu í Vatnsdalsá og
var meðalþungi Jreiira 1,84
pund. Þar veiddust einnig 64
urriðar.
í Svartá veiddust 232 laxar og
var samanlögð Jjyngd Jreirra
2.570 pund. Þar veiddist mun
meir af hrygnunr en hæng og
voru hrygnurnar 161, en hæng-
arnir 68. Þar veiddust einungis
þrír laxar, sem veiðimenn höfðu
ekki kyngreint í veiðiskýrslum.
MeðalJryngd hænganna var 12,63
pund, en hrygnurnar voru 10,57
pund.
I Ytri-Laxá veiddust á sl.
sumri 70 laxar, en kalt vor og
mikill snjór í fjöllum töfðu fyrir
fiskigöngu fyrri hluta veiðitím-
ans. Þá varð og mikil röskun í
ánni um miðjan ágúst, af öðrum
orsökum, sem olli því að veiði
var að mestu hætt.
L a x a s t i g i var byggður í
hlaupi, sem kennt er við Þjófa-
Lása. Er hann 13 hólf, svonefnd-
ur raufastigi og er hann sá fyrsti
sinnar tegundar hér á landi.
Kostnaður við verkið var um 4,5
milljónir. Yfirsmiður var Sveinn
Bjarnason, Reykjavík. Er stiginn
allur hinn rammbyggilegasti og
vel frá honum gengið í alla staði.
Þá var sleppt í ána 1500
gönguseiðum af Blöndustofni,
O O 7
frá Klakstöð Sauðárkróks, og í
ágústlok var sleppt í ána 10000
sumaröldum seiðum af eigin
stofni, senr alin höfðu verið á
Laxamýri í S.-Þing., en þar hef-
ur leigutaki, Stangveiðifélagið
Flúðir á Akureyri, aðstöðu til
laxaeldis.
FRÁ LÚÐRASVEIT BLÖNDUÓSS.
Lúðrasveitin heldur áfram að
byggja upp starfsemi sína.
Æfingar eru tvisvar í viku og
einnig hefur sveitin til umráða