Húnavaka - 01.05.1976, Page 197
HÚNAVAKA
195
6 kennslutíma á viku í Tónlist-
arskólanum fyrir félaga sína.
Félagatalan hefur verið mis-
jöfn, nokkrir hætta en aðrir eru
að byrja. Síðastliðið vor voru
félagar 17, en nú eru þeir orðnir
19 og tveir eru að læra. Svo
skemmtilega vill til, að blásarar
skiptast að jöfnu milli kynja og
er það sennilega all óvenjulegt.
Lúðrasveitin hefur leikið
opinberlega nokkrum sinnum á
síðasta starfsári. Fyrst 12. janúar
á árshátíð kvenfélagsins Vöku á
Blönduósi, síðan tvisvar á Húna-
vöku, í Húnaveri á afmælishátíð
Kailakórs Bólstaðarhlíðarhrepps,
17. júní lék lúðrasveitin fyrir
skrúðgöngu og einnig við hátíð-
arhöld dagsins hér á Blönduósi.
21.—22. júní var 8. Landsmót
lúðrasveita haldið á Hrisavík og
mætti Lúðrasveit Blönduóss þar,
og var yngsta lúðrasveitin sem
þangað kom. Lék hver sveit 4
lög og síðan léku allar sveitirnar
saman 3 lög. Var þetta mjög lær-
dómsrík og skemmtileg ferð fyr-
ir félagana.
Sl. haust var svo byrjað að æfa
að nýju og er stefnt að því að
hafa sem besta dagskrá á afmæl-
isári Blönduóss.
Stjórnandi lúðrasveitarinnar
er Örn Óskarsson, tónlistarkenn-
ari, en formaður er Grétar Guð-
mundsson.
Guðm unda.
MANNFJÖLDI f HÚNAVATNSSÝSLU
I. DESEMBER 1975.
Ibúar
Staðarhreppur ........... 148
F.-Torfustaðahreppur . 119
Y.-Torfustaðahreppur . 245
Hvammstangahreppur . . 408
Kirkjuhvammshreppur . . . 143
Þverárhreppur ........... 163
Þorkelshólshreppur ...... 206
Áshreppur ............... 142
Sveinsstaðahreppur ...... 125
Torfalækjarhreppur....... 162
Blönduóshreppur 813
Svínavatnshreppur ....... 145
Bólstaðarhlíðarhreppur . 167
Engihlíðarhreppur ....... 121
Vindhælishreppur ......... 83
Höfðahreppur ............ 607
Skagahreppur ............. 96
Konur í V.-Hún. voru 674 og
karlar 758, alls 1432.
Konur í A.-Hún. voru 1154 en
karlar 1307, alls 2461.
FRÁ BRIDGEFÉLAGI BLÖNDUÓSS.
Sveitakeppni B. B. hófst 10.
janúar 1975 með þátttöku sjö
sveita. Röð efstu sveita varð
þessi:
1. Sveit Sigurðar H. Þorsteins-
sonar, Vignir Einarsson, Bergur
Felixson, Sveinn Ellertsson, Jón
Karlsson, Hjálmar Freysteins-
son, 109 stig.