Húnavaka - 01.05.1976, Side 199
HÚNAVAKA
197
varð hann í 10. sæti af hinum
minni togurum, sem alls munu
vera 40 hér á landi. Auðbjörg
stundaði línu- og netaveiðar allt
árið. Mestan hluta ársins hér á
heimamiðum en hún fór á vetr-
arvertíð á netasvæðið við Suður-
land.
Hrognkelsaveiðar gengu vel,
aflaðist ágætlega, einkum var
sótt á miðin út af Króksbjargi.
Fjórir trillubátar stunduðu veið-
arnar úr Höfðakaupstað: Kópur,
eign Skafta Jónassonar, Sigurð-
ur, eign Sigurðar Björnssonar,
Jaðri, Óskin, eign Stefáns Stef-
ánssonar, Bræðraborg og Blíð-
fari, eign Birgis Árnasonar,
Straumnesi. Ur Kálfshamarsvík
réru tveir trillubátar á þessar
veiðar. Sérstakur matsmaður
metur hrognin og hefur það gert
K r i s t i n n Jóhannsson, fyrrv.
hafnarvörður.
Þá var keyptur á árinu 45
tonna vélbátur frá Hrísey, er bar
nafnið Þorsteinn Vald., en verð-
ur látinn heita Hjörtur í Vík.
Eru eigendur hans bræðurnir
Sigurjón og Árni Guðbjörns-
synir frá Vík. Þá kom nýr bátur
í maí, keyptur af Sveini Garðars-
syni útgerðarmanni og fleirum,
sem stofnuðu hlutafélagið Öldu-
fell. Mikið skip, 65 tonn frá Þor-
lákshöfn, einn af hinum gömlu
bátum er báru nöfn Skálholts-
biskupanna. Hét þessi bátur
A grásleþpuveidum. Sltapti Jónasson
og Þorvalclur Skaptason í bátnum.
Þorlákur helgi, en var nú skírð-
ur Öldufell.
Rækjuveiðar gengu vel að afla
til, en sala var treg, verðfall á
heimsmarkaði. Fyrri hluta ársins
stunduðu þær bátarnir Guðjón
Árnason, Guðmundur Þór,
Helga Björg og Hringur. Sömu
bátar stunduðu rækju á haust-
vertíð, með þeirn breytingum að
Guðmundur Þór var seldur til
Djúpavíkur og heitir nú Dag-
rún og Þorsteinn Vald. var
keyptur hingað í fyrrasumar
eins og fyrr getur. Þá fengu
rækjubátarnir á Húnaflóa leyfi
í marzmánuði til að stunda veið-
arnar við Grímsey.
Hið nýja rækjuvinnsluhús