Húnavaka - 01.05.1976, Síða 205
HÚNAVAKA
skeið bóndi á Vindhæli. Hefur
liann oft látið fé af hendi rakna
til mannúðarmála. Bygginga-
nefnd skipa: Jón ísberg, Björg-
vin Brynjólfsson, Elísabet Arna-
dóttir, Kristinn Jóhannsson og
Sveinn Sveinsson.
Hjónin Árni Kristófersson og
Guðrún Teitsdóttir ljósmóðir
áttu demantsbrúðkaup 25. júlí
1975, 60 ára brúðkaupsafmæli.
í tilefni afmælisins gáfu þau 100
þúsund krónur í elliheimilissjóð
í Höfðakaupstað. Skal þessum
fjármunum varið til að innrétta
herbergi fyrir öldruð hjón, og
beri það nafnið Árnes, en svo
nefnist hús þeirra hjóna í kaup-
staðnum.
Lokið var við byggingu hins
nýja verslunarhúss Kaupfélags
Húnvetninga, er hefur verið í
smíðum undanfarin ár. Hefur
Trésmíðaverkstæði Guðmundar
Lárussonar h.f. séð um smíði
þessa húss. Fram til þessa hefur
verslunin verið í timburhúsi, er
reist var af nýsköpunarnefnd
yfir áhöld og verkfæri. En síðan
var byggt við það, er þar var haf-
in verslun og var lnis þetta fyrir
löngu orðið of lítið og ekki eftir
kröfum tímans. Hið nýja versl-
unarhús, sem er á Hólanesi, er
úr steini á einni hæð. Það er
teiknað á Teiknistofu S.Í.S. og
var aðalteiknari hússins Hákon
Hertervig. Húsið er 270 m2
205
undir einu risi án stoða og voru
sperrurnar fengnar frá Svíþjóð.
Ásamt Guðmundi Lárussyni hef-
ur verið smiður við húsið Olafur
Guðnnindsson skipasmiður og
málari Friðjón Guðmundsson.
Aðalsalur hússins er kjörbúð. Á
miðju gólfi eru liillur fyrir varn-
ing og einnig meðfram veggjun-
um. Þá er þar og kæliborð. Þá
eru tvö afgreiðsluborð eða kassa-
borð með nýtískulegu sniði til
hægðarauka fyrir afgreiðslufólk
og viðskiptavini. Verslunin er
fyrir vefnaðarvöru og matvöru.
Baldur Jónsson skipulagsstjóri
S.Í.S. skipulagði vöruhagræð-
ingu fyrir kaupendur og seljend-
ur með uppsetningu varnings í
hinni nýju búð. í húsinu er
mjólkurkælir, vörukælir, frysti-
klefi auk vörugeymslu, þar sem
settar hafa verið stálhillur á gólf.
Verslunarstjóri er Jón Jónsson
frá Asparvík, auk hans vinna 3
við afgreiðslustörfin. Gott bíla-
stæði verður fyrir framan versl-
unarhúsið. Hefur þar verið skipt
um jarðveg og mun það síðan
verða hulið slitlagi. Verslunin
tók til starfa 12. des., en laugar-
daginn 13. des. kom saman hóp-
ur kaupfélagsmanna og sam-
vinnumanna í Höfðakaupstað
og Blönduósi, til að skoða hin
nýju húsakynni og árna útibú-
inu heilla. Héldu menn síðan
upp í Fellsborg, þar sem fólk