Húnavaka - 01.05.1976, Side 208
206
H ÚNAVAKA
konur unnið ötullega að því að
efla sjóðinn. Meðal annars hafa
þær gefið lækningatæki til bú-
staðarins. Á fyrrgreindum fundi
var afhent sem gjafir frá sjúkra-
sjóði kvenfélagsins, slysalampi,
hjartalínurit, súrefnistæki, sem
er líka ferðatæki og mjög hand-
liægt í sjúkravitjanir, auk þess
svonefndur hitapottur, hydro-
collator, tæki sem er notað til
lækninga á gigt, einkum vöðva-
og liðagigt. Hefur tæki þetta
reynst vel og á örugglega eftir að
koma að góðu haldi. Súrefnis-
tækið var gefið til minningar um
látna kvenfélagskonu, Magda-
lenu Helgadóttur frá Læk. Hef-
ur kvenfélagið alla tíð stuðlað að
sem bestri læknisþjónustu meðal
þegnanna og hefur héraðslækn-
irinn ávallt verið þar hinn góði
ráðgjafi um þessi mák Formaður
kvenfélagsins er Anna Aspar.
Skólamál.
í barna- 02, unglingaskólanum á
Skagaströnd eru 123 börn og
unglingar. Sú breyting varð á
kennaraliðinu að Karl Lúðvíks-
son kennari gerðist kennari við
Húnavallaskóla og þau hjón
Bjarni Harðarson og Kolbrún
Þórðardóttir fluttust til Reykja-
víkur og gerðust kennarar þar.
Nýir kennarar sem koniu að
skólanum voru Sveinn Ingólfs-
son framkvæmdastjóri, sem kom
nú að skólanum að nýju, en
hann hafði um langt árabil
kennt við skólann, Magnús Jóns-
son stúdent frá Asparvík og
Guðmundur Sigurðsson íþrótta-
kennari frá Leirá í Borgarfirði
og cand. phil. Vilhjálmur Ey-
þórsson. Elinborg Jónsdóttir,
sem hafði kennsluorlof, hóf nú
kennslu að nýju. Hafinn var
undirbúningur að kennslu fyrir
fullorðna í ensku, bókfærslu og
vélritun. Á árinu voru keypt ný
húsgögn í eina stofu. Undirbún-
ingur að kennslu fyrir nemend-
ur í matreiðslu var hafinn, en
hún skal fara fram í Fellsborg.
Árshátíð barna- ogr unglin°a-
skólans var haldin í marz og
þótti takast með á g æ t u m.
Skemmtun þessi var til ágóða
fyrir ferðasjóð nentenda, en þeir
fóru í orlofsferð í Hlíðarfjall við
Akureyri, til skíðaiðkana og
hressingar.
Leilistarfsemi.
Þann 4. apríl frumsýndu kven-
félagið Eining og ungmenna-
félagið Fram leikritið „Ertu nú
ánægð kerling“ í Fellsborg. Leik-
stjóri var Erlingur E. Halldórs-
son frá Arngerðareyri. Leikritið
er þýtt og staðfært af Þrándi
Thoroddsen. Leikritið var einn-
ig sýnt á Blönduósi, í Miðgarði
og á Hvammstanga. Var leik
þessum ágætlega tekið. Þriðja