Húnavaka - 01.05.1976, Page 210
208
HÚNAVAKA
sitja þá við sérstakt borð. Bóka-
eign safnsins er nú 2140 bæknr.
Aðrar fréttir.
Þá kom út á árinu í'yrsta hljóm-
platan frá Skagaströnd, er ber
yfirskriftina „Hallbjörn syngur
eigin lög“. Þetta er Hallbjörn
Hjartarson kaupmaður sem hér
er bæði söngvari og tónskáld
en 12 lög eru á þessari plötu,
sem hann hefur samið við
ljóð eftir Kristján Hjartarson
bróður sinn, sem er kirkjuorgan-
isti á Skagaströnd, og son hans
Rúnar Kristjánsson. Er platan
jrví fjölskyldufyrirtæki. Ætt-
menn þeirra bræðra eru nrjög
1 jóðelskir og söngvinnt fólk. Er
Hallbjörn yngstur 10 systkina
frá Vík í Höfðakaupstað. Hall-
björn stundaði 2 vetur nám í
tónlistarskólanum, söng með
danshljómsveit og stofnaði dans-
hljómsveit er hann kom heim til
Hiifðakaupstaðar. Segir svo með-
al annars í formála á plötu-
hulstrinu: Hér eru á ferðinni
falleg lög með góðum textum og
hefur Jón Sigurðsson útsett þau
af mikilli smekkvísi. Erum við
ekki í minnsta vafa um að lög
Hallbjörns munu verða á hvers
manns vörunr næstu mánuði.
Hljóðritunin fór fram í Tóna-
tækni h.f., útgefandi S. G. hljóm-
plötur.
Þessi félög voru stofnuð á ár-
inu:
Stofnað var hlutafélagið Bif-
reiðastirð Skagastrandar. Til-
gangur félagsins er sá að eiga og
reka bifreiðar, vöruafgreiðslu og
annan skyldan rekstur, einnig að
yfirtaka bifreiðastöð og vöru-
flutninga Hjalta Skaftasonar frá
ágúst 1975. Framkvæmdastjóri
og formaður félagsins er Hjalti
Skaftason, meðstjórnendur Þor-
valdur Skaftason og Gunnar
Jónsson.
Þá var stofnað sameignar-
félagið Vík h.f., er Jreir reka
Sigurjón Guðbjörnsson og Árni
Guðbjörnsson. Tilgangur félags-
ins er útgerð og annar skyldur
rekstur. Eiga Jreir bátana Guð-
jón Árnason og Þorstein Vald.
Það hefur lengi verið áhuga-
mál friðsamra íbúa Höfðakaup-
staðar að fá lögregluþjón til að
jafna og fegra bæjarbraginn. Sú
ósk rættist í maímánuði er ráð-
inn var til starfa lögreglumaður,
Daníel Snorrason stúdent, er
bæði ihefur þjónað í löggæslu-
starfi á Akureyri og í Reykjavík.
Má segja að Jrað sé í anda Jress
skipulags sem skapað hefur verið
á Blönduósi með lögregluvarð-
stofu ásamt næturgeymslu.
Þann 29. apríl kviknaði í úti-
húsum, sem Indriði Hjaltason
átti. Voru það sambyggð fjárhús
og hlaða úr steini. Var hlaðan