Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 0. J Ú N Í 2 0 1 5
Stofnað 1913 134. tölublað 103. árgangur
Það rignir
stimpilgjöfum
á N1 í sumar!
Vegabréf N1 fylgir
Morgunblaðinu í dag.
Safnaðu stimplum
því í hvert skipti færðu
skemmtilega stimpilgjöf.
Þegar Vegabréfið er
fullstimplað skilarðu
því inn á næstu N1
stöð og getur átt von á
glæsilegum vinningum.
FJÖLBREYTTAR
BÆJARHÁTÍÐIR
VÍÐA UM LAND HRÆKIR Á SONINN Á NÝ
TAÍLAND Á
TÓVEGG FYRIR
NORÐAN
„ÉG OG MÓÐIR MÍN“ 96 14 ÁRUM SÍÐAR 32GLEÐI Í SUMAR 74-83
Baldur Arnarson
Stefán E. Stefánsson
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, segir bætta stöðu
ríkissjóðs skapa skilyrði fyrir lægri
skatta og einfaldara skattkerfi.
Fram hefur komið að afnám hafta
gæti stórbætt skuldastöðu ríkisins.
„Bætt staða ríkissjóðs mun skapa
svigrúm fyrir áframhaldandi skatta-
lækkanir en þær þarf að tímasetja
mjög vel,“ segir Bjarni og nefnir
lækkun tryggingagjalds, lægri álög-
ur á einstaklinga og afnám tolla.
„Þrátt fyrir að við höfum þegar
lækkað skatta umtalsvert verða
lægri skattar áfram meðal forgangs-
mála okkar og það verður svigrúm á
næstu árum til að gera enn betur.“
Mun örva íslenska hagkerfið
Bandaríski lögmaðurinn Lee
Buchheit kom að viðræðum við
kröfuhafa. Hann segir afnám hafta
munu hafa mikla efnahagslega þýð-
ingu. „Íslendingar ættu að vona að
höftin víki sem fyrst. Það verður
enda umtalsverð lyftistöng fyrir
efnahagsbatann á Íslandi. Hafta-
áætlunin sem var kynnt í vikunni
mun aflétta höftum á skipulegan
hátt og innan takmarkaðs tíma.“
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði
við Háskóla Íslands, telur að boðuð
útboðsleið vegna aflandskrónu-
vandans geti haft í för með sér mik-
ið innstreymi gjaldeyris í landið.
Það geti aftur ýtt undir eignaverð á
Íslandi.
Það er hluti af áætlun um afnám
hafta að lífeyrissjóðir fá að fjárfesta
fyrir 10 milljarða á ári erlendis fram
til ársins 2020, alls 60 milljarða.
Haukur Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins, telur að heimildir
lífeyrissjóðanna muni ekki hafa telj-
andi áhrif á íslenskum markaði.
Boðar skattalækkanir
Fjármálaráðherra segir bætta stöðu ríkisins skapa svigrúm til að afnema tolla
Innstreymi fjár vegna vaxtamunarviðskipta gæti þrýst upp eignaverði á Íslandi
MÁætlun um afnám … »6, 22, 60
Tryggi stöðugleika
» Bjarni Benediktsson segir
að þjóðhagsvarúðartækjum
verði áfram beitt til að tryggja
stöðugleika eftir afnám hafta.
» Í áætluninni um afnám hafta
er kveðið á um heimild til
handa lífeyrissjóðum til að
beina 25% af fjárfestingarþörf
sinni á erlenda markaði á
næstu árum, sem ætti að við-
halda hlutdeild erlendra eigna.
Franska gólettan Étoile sigldi í gær um Faxaflóa með velunnurum og
vinum Frakklands. Skútan, sem er sambærileg þeim sem Frakkar notuðust
við á 18. öld er þeir stunduðu fiskveiðar við strendur Íslands, lét vafalaust
vel að stjórn þrátt fyrir heldur hráslagalegt veður enda voru gólettur á
sínum tíma hannaðar með íslenskt sjólag í huga. Þeir Tryggvi Björn
Davíðsson (t.v.) og Gunnar Einarsson (t.h.) virðast kunna öll réttu hand-
tökin og voru því ófeimnir við að sýna ljósmyndara listir sínar. Étoile mun
næstu daga halda áfram að gleðja augu fólks á siglingu sinni við landið.
Franska gólettan Étoile öslar öldurnar á Faxaflóa
Morgunblaðið/RAX
Velunnurum boðið í siglingu á skútu franska sjóhersins
Erlendir ferða-
menn eyða meiru
hér á landi en áð-
ur, ef marka má
tölur um
greiðslukorta-
veltu fyrir apríl
sl. Þá nam veltan
um 9,3 milljörð-
um króna, sem
var 40% meira en
í sama mánuði í fyrra. Kortavelta á
hvern erlendan ferðamann var
15,3% meiri en í apríl 2014. Skipt
eftir þjóðerni nota Svisslendingar,
Bandaríkjamenn og Rússar kortin
mest hér á landi. »68
Strauja 40% meira
með kortunum
Tekjur Ferðamenn
skila miklu af sér.
Samninganefndir Bandalags há-
skólamanna (BHM) og Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH)
hafa verið boðaðar til fundar við
samninganefnd ríkisins í húsakynn-
um ríkissáttasemjara í dag. Hefst
fundur þeirra fyrrnefndu klukkan
9 en fulltrúar FÍH mæta tveimur
tímum síðar. „Mér skilst að til
standi að fara yfir stöðuna,“ segir
Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH,
en í dag verður vika liðin frá síð-
asta fundi. Hann kveðst vera „hóf-
lega bjartsýnn“ fyrir fundinn. Páll
Halldórsson, formaður samninga-
nefndar BHM, tekur í sama streng.
„Ég er alltaf vongóður.“ »4
Morgunblaðið/Eggert
Viðræður Fundað verður í kjaradeilum.
BHM og FÍH funda
við ríkið fyrir hádegi
Áhorf á sjónvarpsefni hefur tekið
miklum breytingum á undan-
förnum árum og er nú mun meira
horft á svokallaða hliðraða dag-
skrá.
Dæmi eru um að þættir fái betri
mælingu hjá Gallup í hliðruðu
áhorfi en í línulegri dagskrá. Hliðr-
að áhorf hjá Skjánum er um 50% og
notkunin er alltaf að aukast. Skjár-
inn (Skjáreinn, Skjárbíó og Skjár-
krakkar) er með yfir 600 þúsund
pantanir á mánuði í hliðruðu
áhorfi. »14-16
Hliðrað áhorf í stað
línulegrar dagskrár