Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 2

Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem brynjadogg@mbl.is Aðsókn í leikskólakennaranám við Háskóla Íslands hefur aukist umtals- vert, eða um 63,8% á milli áranna 2014 og 2015. Í fyrra voru umsóknir í grunnnámið 47 en í ár voru þær 77. Leikskólakennaranámið er við Menntavísindasvið, en þar hefur að- sókn í kennaradeild almennt aukist mikið. Innan kennaradeildar er boðið upp á leikskóla-, grunnskóla- og fram- haldsskólakennaranám. Aðsókn nem- enda í grunnnám kennaradeildar hef- ur aukist um rúm 12% frá síðasta hausti en aukning í framhaldsnámið er rúmlega 32%. Nemendahópurinn í leikskólakenn- aranáminu er fjölbreytilegur. Aukist hefur að fólk með BA- eða BS-gráðu í ýmsum greinum bæti við sig meist- aranámi á Menntavísindasviði og fái kennsluréttindi, en alls bárust tæp- lega 70 umsóknir í leik- og grunn- skólakennaranám frá fólki með aðra grunngráðu. Aðsókn karlmanna í námið hefur aukist um 100%. Karl- kyns umsækjendur eru þó enn mjög fáir, þeir fara úr þremur árið 2014 í sex á þessu ári. Betri kjarasamningar Jóhanna Einarsdóttir, sviðsforseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, telur marga samverkandi þætti skýra aukna ásókn í leikskóla- og grunn- skólakennaranám. „Við höfum endur- skoðað kennaranámið, sem nú gefur nemendum kost á fjölbreyttum val- möguleikum og sérhæfingu. Háskól- inn veitir styrki úr Afreks- og hvatn- ingarsjóði fyrir góða nemendur sem hefja kennaranám. Jafnframt hefur námið verið sérstaklega vel kynnt í ár og ég held að það hafi skilað sér tölu- vert. Í þeim kynningum hefur verið vakin athygli á uppbyggingu náms- ins, kennarastarfinu og laununum, sem hækkuðu umtalsvert eftir síð- ustu kjarasamninga,“ segir Jóhanna. Byrjunarlaun grunnskólakennara nema nú 410.635 krónum en byrjunarlaun umsjónarkennara eru 435.779 krónur. Nýtt skipulag fjarnáms „Á Menntavísindasviði er boðið upp á öflugt fjarnám, en stór hluti nemenda tekur námið í fjarnámi. Skipulag er gott og því er sókn nem- enda sem búsettir eru á landsbyggð- inni og erlendis töluverð. Jafnframt gefur fjarnám kost á að stunda námið með vinnu og nemendur geta ráðið námshraðanum,“ segir Jóhanna. Fleiri vilja í kennara- nám í Háskóla Íslands  Um 64% aukning á aðsókn í leikskólakennaranám milli ára Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lagt er til að innflutningstollar á mjólkurvörum verði lækkaðir þann- ig að ýmsar erlendar mjólkurvörur verði boðnar til sölu hér á markaði. Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um mjólkurvöruframleiðslu er einnig lagt til að kvótakerfi og beingreiðslur verði lagðar niður og tekið upp breytt styrkjakerfi. Fram kemur í skýrslunni að stuðningur við mjólkurframleiðslu hafi minnkað. Beinn og óbeinn stuðningur er settur upp í þá mynd að árin 2011 til 2013 kostaði mjólk á bændaverði neytendur og íslenska ríkið 15,5 milljarða króna á ári að jafnaði. Innflutt mjólk hafi kostað tæplega 7,5 milljarða, með flutnings- kostnaði. Stuðningur ríkis og neyt- enda við framleiðsluna hafi því verið um 8 milljarðar kr. á ári. Í skýrslunni kemur fram sú skoð- un að lækkun tolla á mjólkurvörur myndi leiða til þess að neytendur hefðu úr fleiri vörum að velja og ís- lenskir framleiðendur fengju aukið aðhald. Í kjölfar tollalækkana verði óhætt að afnema opinbert heildsölu- verð á mjólkurvörum. Kvótinn afnuminn Talið er rétt að afnema undan- þágur samsteypu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. Þegar sam- keppni verði orðin næg verði opinber verðlagning einnig aflögð þar. Lagt er til að greiðslumark verði fellt úr gildi ásamt beingreiðslum. Í staðinn komi annaðhvort styrkir sem miðaðir verði við fjölda naut- gripa og heyfeng eða hreinir búsetu- styrkir. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að styrkirnir eigngerist í verði jarða eða á annan hátt. Innflutningstollar á mjólk- urafurðum verði lækkaðir Morgunblaðið/Eggert Afurðir Úrval mjólkurafurða eykst með lækkandi innflutningstollum.  Lagðar til breyt- ingar á kerfinu Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, óttast að mikil lækkun innflutningstolla á mjólkurafurðum muni kippa fót- unum undan núverandi fyrirkomu- lagi. „Stór hluti af þeim vörum sem við erum að selja er orðinn svo nærri tollaþakinu að lítil lækkun gæti lagt stóran hluta framleiðsl- unnar á hliðina. Það þarf að ígrunda slíkar aðgerðir betur en þarna er gert.“ „Skýrslan dregur fram sömu mynd af greininni og við höfum ver- ið að benda á um árangur af gild- andi búvörusamningi. Það hefur náðst fram gríðarleg hagræðing, lækkun á verði til neytenda og tek- ist hefur að verja verðið til bænda. Þetta hefur verið gert innan þessa fyrirkomulags,“ segir Sigurður. Hann segist þurfa meiri tíma til að setjast yfir tillögur og vanga- veltur skýrsluhöf- unda. „Við erum hugsi yfir tillögum um tollana, hvern- ig dregnar eru ályktanir af þeim og af hverju það ætti að vera til bóta að lækka þá.“ Sigurður seg- ir skýrsluna ágæt- is innlegg í vinnu við gerð nýrra bú- vörusamninga. Þar sé bent á ýmsa agnúa sem þurfi að sníða af. „Við teljum skynsamlegra að vinna á ókostum núverandi fyrirkomulags frekar en að kollvarpa því og lenda svo í agnúum nýs fyrirkomulags.“ Afnám undanþágu mjólkuriðnaðar- ins frá samkeppnislögum telur Sig- urður að myndi leiða til þess að framleiðslan þjappaðist saman á svæðum næst markaðnum. Leggur framleiðsluna á hliðina FORMAÐUR KÚABÆNDA ÓTTAST TOLLALÆKKUN Sigurður Loftsson Heimilismenn Hrafnistu unnu öruggan sigur að venju á bæjarstjórn Hafnarfjarðar í púttkeppni í gær. Keppnin er haldin árlega og hefur farandbikarinn aldrei yfir- gefið hillur Hrafnistu, enda hafa heimilismenn nægan tíma til æfinga á meðan bæjarstjórn situr á fundum dag og nótt. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnar- fjarðar, fékk skammarverðlaun mótsins þar sem hann fór hringinn á flestum höggum. Bæjarstjórn tapaði enn og aftur Morgunblaðið/Styrmir Kári Púttmót heimilismanna á Hrafnistu í Reykjavík Facebook.com/fundurfolksins – #fundurfolksins @fundurfolksins – Fundur folksins appið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þingfundur stóð fram eftir kvöldi á Alþingi í gær en þegar Morgun- blaðið fór í prentun hafði enn ekkert samkomulag náðst um þinglok. „Það á að vera fundur meðal for- ystumanna flokkanna og það mun kannski ráða einhverju,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, for- maður þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, í gærkvöldi. Spurð hvort hún teldi brýnt að ákveða hvenær ljúka ætti yfirstandandi þingi kvað hún nei við. „Fjármálaráðherra mun [í dag] mæla fyrir málum um nauða- samninga og stöðugleikaskattinn. Það er farsælla fyrir okkur að það sé gert í sátt og samlyndi en ekki ein- hverjum átökum,“ sagði hún. Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknar, sagði að- spurð brýnt að taka sér þann tíma sem nauðsynlegur væri til þess að sinna þeirri vinnu sem fyrir þing- heimi blasti. „Við þurfum að taka okkur þann tíma sem við þurfum í vinnuna. Það liggur nú alveg ljóst fyrir,“ sagði Þórunn og bætti við að flokkur hennar legði því engan sér- stakan þrýsting á Einar K. Guð- finnsson, forseta Alþingis, hvað ákvörðun um þinglok varðar. Enn engin ákvörðun tekin um þinglok Morgunblaðið/Golli Þing Lengi var setið á fundi í gær.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.