Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 4

Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Lítið hefur miðað í viðræðum SA og Samtaka starfs- manna fjármála- fyrirtækja (SSF) fyrir hönd um 4.400 starfs- manna, en fundað var 5. júní. Er ekki boðað til næsta fundar fyrr en í næstu viku. SA lagði fyrir samtökin sama tilboð og fyrir liggur í samningunum við verslunarmenn, Flóafélögin og SGS en SSF líst illa á útfærslu launahækkana í þeim samningum með launaþróunartryggingunni (svonefndum baksýnisspegli). „Þessi umsamdi baksýnisspegill stendur í okkur. Við höfum byggt okkar kerfi svolítið á launaviðtölum en með þessum baksýnisspegli er verið að taka slíka einstaklings- bundna samninga úr sambandi að mestu leyti eða að hluta,“ segir Frið- bert Traustason, formaður SSF. Í umfjöllun um málið á vefsíðu samtakanna segir hann útfærslu launahækkana í þessum samningum sérkennilega, þar sem persónu- bundnar hækkanir á síðasta ári og fyrir hluta samningstímans séu í raun teknar upp í umsamdar launa- hækkanir á árunum 2015-2016. „Samninganefnd SSF er ekki tilbúin að skrifa undir kjarasamning til þriggja ára þar sem starfsmönnum með sambærileg laun eru tryggðar misháar launahækkanir einungis vegna skilgreiningar á heildar- launum, sem hvert og eitt fyrirtæki innan kjarasviðs SSF hefur einhliða ákveðið útfærslu á.“ omfr@mbl.is Líst ekki á baksýnis- spegilinn  Hægt miðar í við- ræðum SA og SSF Friðbert Traustason Viðræður ríkisins við aðildarfélög BSRB fara hægt af stað. Þrjú stærstu félögin sem standa saman í viðræðunum SFR, Landssamband lögreglumanna og Sjúkraliðafélag Íslands, vísuðu deilunni til sátta- semjara í byrjun þessa mánaðar. Viðsemjendur hafa fundað síðan í mars og töldu fulltrúar samninga- nefndar stéttarfélaganna fullreynt að ná samningi án milligöngu rík- issáttasemjara. Félögin hafa verið boðuð til fyrsta sáttafundarins næst- komandi föstudag, samkvæmt upp- lýsingum Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. Sáttatilraunir halda áfram Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Semji BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ekki við ríkið í dag má búast við því að ríkisstjórnin boði lagasetningu í þá veru að verk- föllum verði frestað, samningsaðil- um veittur ákveðinn frestur til að ná niðurstöðu og náist hún ekki verði kjaradeilum þeirra vísað í gerðar- dóm. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er samninganefndum BHM og hjúkrunarfræðinga orðið það ljóst að ríkið mun ekki semja um hækkanir launataxta umfram það sem taxtar hækkuðu í samningum á almenna vinnumarkaðinum. Sömu- leiðis munu samninganefndirnar gera sér grein fyrir því að lagasetn- ing vofir yfir þeirra umbjóðendum. Af þessum sökum munu hafa orðið allnokkrar áherslubreytingar í við- ræðum á milli deilenda. Þannig munu samninganefndirn- ar nú leggja áherslu á sérkröfur sín- ar. BHM krefur ríkið um aukin fjár- framlög til ákveðinna opinberra stofnana sem hafi búið við talsverð- an samdrátt á undanförnum árum. Þannig telji samninganefndin að við- komandi stofnanir hafi aukið svig- rúm til þess að auka á ný yfirvinnu, vaktaálag, næturvinnu o.s.frv. Aukin fjárframlög til ákveðinna stofnana gætu, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, farið saman við áform ríkisstjórnarinnar í þá veru. Ekki er gert ráð fyrir því að svona atriði rati inn í kjarasamning BHM, heldur frekar gert ráð fyrir að ef fallist verður á auknar fjárveit- ingar, að það komi fram í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og komi svo til framkvæmda við gerð fjárlagafrumvarps fyrir 2016. Vilja þétta launatöflur Hvað varðar áherslubreytingar hjá hjúkrunarfræðingum felast þær einkum í því, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins, að nú leggja þeir áherslu á ýta undir hækkun grunnlauna og þétta launatöflur sín- ar þannig að laun þeirra sem eru með stystan starfsaldur hækki meira en þeirra sem eru í hæstu launatöxtum og með lengstan starfs- aldur. Ríkisstjórnin mun vera samstiga í þeirri afstöðu að verkföllunum verði að ljúka þótt lagasetning um frestun sé vissulega ekki talin góður kostur. Lagasetning vofir yfir  Nýjar áherslur hjá BHM og hjúkrunarfræðingum  Munu ekki fá hækkun umfram almenna markaðinnn Sagðir hafa daginn í dag til að klára samninga Morgunblaðið/Golli Að störfum Samninganefndum BHM og hjúkrunarfræðinga er orðið ljóst að ríkið mun ekki semja um hækkanir umfram það almenna markaðinn. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Atkvæðagreiðsla um nýjan kjara- samning meðal verslunarmanna hefst í dag og hefst kosning um samningana í félögum Starfs- greinasambandsins á föstudaginn. Á henni að vera lokið í öllum fé- lögunum sem hafa undirritað nýju kjarasamningana 22. júní, en þeir ná til um 70 þúsund manns á al- mennum vinnumarkaði. Iðnaðarmenn fresta aðgerðum og einbeita sér að sérmálum Iðnaðarmannafélögin frestuðu verkfallsaðgerðum til 22. júní og settu sér það markmið að reyna að ljúka samningum í þessari eða næstu viku. Gangi það eftir, og verði samningarnir sem undirrit- aðir hafa verið samþykktir í verkalýðsfélögunum, verður lang- stærsti hluti almenna vinnu- markaðarins kominn með nýja kjarasamninga innan tíðar, sem gilda út árið 2018. Að sögn Þorstein Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins, eru kjaraviðræður komnar í mjög jákvæðan farveg. Grunnur að samkomulagi er til staðar í viðræðunum við iðnaðar- mannafélögin og unnið að sér- málum í þessari viku en töluverð vinna þó enn eftir. Auk viðræðna við iðnaðarmannafélögin eiga Sam- tök atvinnulífsins þó enn ólokið mörgum samningum, þar á meðal er ósamið við Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Félag leið- sögumanna auk þess sem ná þarf samningum við einstök fyrirtæki í orkugeiranum. Vel útfærð áætlun Spurður um áhrif áætlunar stjórnvalda um losun gjaldeyris- hafta á endurnýjun kjarasamninga segist Þorsteinn telja að hún hljóti að hafa jákvæð áhrif inn í allt þetta ferli. „Mér sýnist þetta vera mjög vel útfærð áætlun sem ætti að lágmarka möguleg skaðleg áhrif af losun haftanna á efnahags- lífið. Mér sýnist þetta vera mjög skynsamleg og góð niðurstaða.“ Töluverð vinna er enn eftir  Kjaraviðræður í jákvæðum farvegi  Kosningar hefjast í félögum verslunar- manna, Flóans og SGS  Áætlun um losun hafta hefur jákvæð áhrif að mati SA Morgunblaðið/Árni Sæberg Sáttafundur Forysta Rafiðnaðarsambandsins, VM og Matvís ákváðu í fyrrakvöld að fresta verkfalli til 22. júní. Þann dag eiga úrslit atkvæðagreiðslu verslunarmanna, Flóafélaganna og SGS um kjarasamningana að liggja fyrir. Við landamæraeftirlit í Miðjarðar- hafinu hefur flugvél Landhelgis- gæslunnar, TF-SIF, fundið fjölda skipa og báta sem stunda smygl á fíkniefnum og öðrum ólöglegum varningi til Evrópu. Allt að 1,3 tonn af fíkniefnum hafa fundist í einu. Landamæraeftirlit Landhelgisgæsl- unnar er á vegum Frontex, landa- mærastofnunar Evrópusambands- ins. Um er að ræða á annan tug mála að sögn Auðuns Kristinssonar, verk- efnastjóra aðgerðasviðs hjá Land- helgisgæslunni. Hann segir algeng- ast að hassi sé smyglað. „TF-SIF hefur verið þarna niður frá í 4-6 mánuði frá árinu 2010. Við höfum verið mikið að vinna í Grikklandi, Ítalíu og Spáni. Hvað varðar fíkni- efni hefur það aðallega verið á Spáni þar sem við höfum verið að finna þessa fíkniefnabáta og á milli Alban- íu og Ítalíu,“ segir Auðunn. Hegðun báta eða siglingalag þeirra gefur vísbendingar um hvað þeir séu að gera. Auðunn segir reynsluna kenna áhöfninni á TF- SIFhvernig eigi að þekkja þessa báta. „Á Spáni eru þetta yfirleitt hraðbátar, tíu metra langir með 4-6 utanborðsvélar, og þeir skjótast frá Marokkó eða Alsír til Spánar. Í Grikklandi eru notaðar seglskútur og hraðbátar.“ Ásamt fíkniefnum er líka áfengi og tóbaki smyglað. „Þetta eru lítil flutningaskip og þau eru stundum full af tóbaki. Þetta er ótrúlegur „bisness“. isb@mbl.is Læra að koma auga á fíkni- efnasmyglarana af reynslu  Gæslan hefur fundið fjölda smyglara í Miðjarðarhafinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhætta Flugvél Gæslunnar hefur reynst smyglurum erfið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.