Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 14

Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16 SVIÐSLJÓS Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Áhorf á stóru sjónvarpsstöðvarnar fer minnkandi samkvæmt tölum Gallup. Sjónvarpsstjórar RÚV, Stöðvar 2 og Skjásins segja hins- vegar að svokallað hliðrað áhorf sé að aukast jafnt og þétt. Það þýðir að færri horfa á skipulagða dagskrá en horfi á þá dagskrá sem þeir vilja þegar þeir vilja. Tölurnar frá Gallup mæla hliðrað áhorf frá sama degi en ekki á öðrum dögum. Morgunblaðið skoðaði fimm ár aftur í tímann, valdi fyrstu vikuna í mars til að skoða áhorfið en þessi vika var valin vegna þess að þá eru engin stórmót í hand- bolta eða engin önnur íþróttastór- mót og ekkert Eurovision. Engin sumardagskrá er byrjuð og eins og flestir vita þá eru ekki jól eða páskar fyrstu vikuna í mars. Vikan hentar því vel til mælinga. Áhorf lítið á sjónvarpsfréttir Áhorf á fréttir RÚV og Stöð 2 hef- ur dregist mikið saman undanfarin fimm ár eins og sjá má á töflunni hér til hliðar. Áhorf á vinsælasta leikna erlenda þáttinn dregst einnig sam- an. Árið 2011 var 27,5% áhorf á fréttir RÚV en var 19,5% árið 2015. Fréttastofa Stöðvar 2 fellur einnig í áhorfi, var með 26,7% áhorf árið 2011 en er nú með 21,2%. Vinsælasti erlendi þátturinn á RÚV árið 2011 var með 27,2% áhorf en árið 2015 var áhorfið komið í 21,1%. Á Stöð 2 var 14,6% áhorf á vinsælasta erlenda leikna þáttinn en 9,8% árið 2015. Á Skjá 1 var vinsæl- asti erlendi þátturinn með 13,4% áhorf en í dag er vinsælasti þáttur- inn með 8,1% áhorf. Þetta þýðir þó ekki endilega að sjónvarpsáhorf landsmanna sé að minnka heldur að breytast. Niðurhal er orðið algengt og þá eru komnar efnisveitur, eins og Netflix og Hulu og fleiri en þær eru ekki mældar í könnunum Gallup. Ekki frekar en niðurhalið. Hver er sinn eigin sjónvarpsstjóri  Áhorf á línulega dagskrá hefur minnkað mikið síðan 2011  Hliðrað áhorf orðið að venju á heimilum landsins sem kemur ekki fram í tölunum  Áhorf á fréttir RÚV og Stöð 2 hríðfellur 2. - 8. mars 2015 Áhorf í mín. Hlutdeild % Áhorf í mín. Hlutdeild % RÚV 387 48,2 289 36,1 Stöð 2 231 28,8 225 28,1 SKJÁREINN 83 10,4 88 10,9 RÚV íþróttir 20 2,4 13 1,6 Bíóstöðin 19 2,3 19 2,4 N4 14 1,8 8 1,0 RÚV + 11 1,4 9 1,1 Stöð 3 12 1,5 15 1,9 ÍNN 8 1,0 4 0,5 SKJÁREINN + 6 0,7 5 0,6 Stöð 2 + 4 0,5 2 0,3 Gullstöðin 4 0,5 3 0,4 Bravó 2 0,3 4 0,4 12-49 ára12-80 ára Heimild: http://www.gallup.is/sjonvarpeldra 7. - 13. mars 2011 Heimild: http://www.gallup.is/sjonvarpeldra Áhorf í mín. Hlutdeild % Áhorf í mín. Hlutdeild % Sjónvarpið 574 51,4 451 43,3 Stöð 2 289 25,9 307 29,5 SKJÁREINN 89 7,9 105 10,1 Stöð 2 + 46 4,1 56 5,4 Stöð 2 Sport 42 3,8 39 3,7 Stöð 2 Bíó 29 2,6 32 3,1 SKJÁREINN + 17 1,6 19 1,9 Sjónvarpið + 15 1,3 15 1,4 Stöð 2 Extra 9 0,8 9 0,9 Stöð 2 Sport 2 5 0,4 5 0,5 Stöð 2 Sport + 2 0,2 3 0,3 Stöð 2 Extra + 1 0,1 1 0,1 12-49 ára12-80 ára Vinsælustu erlendu leiknu þættirnir Heimild Gallup RÚV Stöð 2 SKJÁREINN 1. vika í mars 2011 27,2 14,6 13,4 1. vika í mars 2012 27,6 10,9 10,5 1. vika í mars 2013 24,9 13,1 5,4 1. vika í mars 2014 25,4 8,4 5,3 1. vika í mars 2015 21,1 9,8 8,1 25.-31. maí 2015 18,9 7,5 7,1 Áhorfstölur fyrstu vikuna í mars Heimild: Gallup 2011 27,5 23,4 26,7 19,7 2012 27,5 25,1 23,3 16,3 2013 28,8 25,3 24,1 15,8 2014 21,5 16,3 21,0 14,2 2015 19,5 24,1 21,2 12,6 Fréttir RÚV Kastljós Fréttir Stöðvar 2 Ísland í dag Drekasvæðið Vinsælasti þátturinn á Íslandi í dag er grínþátturinn Dreka- svæðið en rúmlega 30% áhorf mældist á þáttinn síðustu vikuna í maí. Drekasvæðið er vinsælasta sjón- varpsefni í línulegri dagskrá en alls á RÚV 18 þætti af 20 af vin- sælustu sjónvarpsþáttum landsins. Aðeins Fréttir Stöðvar 2 og Sport- pakkinn á sunnudögum komast inn á listann af þáttum Stöðvar 2. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir Dreka- svæðið vera feikilega vinsælt, bæði í línulegri og hliðraðri dag- skrá. „Drekasvæðið hefur að jafnaði verið það dagskrárefni sem flestir velja að sjá í Sarpinum og á Frels- inu ásamt barnaefninu.“ Rúv Drekasvæðið Fös. 30% Rúv Ferðastiklur Sun. 26,9% Rúv Fréttir Vikan Vikan 23,3% Rúv Íþróttir Vikan 23,1% Rúv Veðurfréttir Vikan 21,2% Rúv Tíufréttir Vikan 19,1% Rúv Kastljós Vikan 18,9% Rúv Glæpahneigð Fim. 18,9% Rúv Séra Brown Fös. 18,8% Stöð 2 Fréttir Stöðvar 2 Vikan 18,5% Rúv Öldin hennar Sun. 18,4% Rúv Besta mataræði heims Þri 17,3% Stöð 2 Sportpakkinn Sun. 16,7% Rúv Neyðarvaktin Mið 16,5% Rúv Enginn má við mörgum Lau. 15,7% Rúv Ljósmóðirin Sun. 15,1% Rúv Flóttinn yfir Miðjarðarhafið Mán. 15,1% Rúv Furðuveröld Lau. 14,8% Rúv Konunglegar kræsingar Fim. 14,5% Rúv Gárur á vatninu Þri. 13,7% Topp 20 fyrir vikuna 25.-31. maí 2015 Yfirburðastaða RÚV
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.