Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Módel: Kristjana Dögg Jónsdóttir Gleraugu: Chrome Hearts Ábyrgðar- og þjónustuaðilar: Optical Studio Smáralind, s. 528 8500 og Optical Studio Keflavík, s. 4213811 FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ • 425 0500 Fagmennska fyrst og fremst Verslaðu á hagstæðara verði í nýrri verslun okkar í flugstöðinni Gögn sem tengja Íslendinga við skattaskjól og sem ríkinu voru boðin til sölu eru komin í hendur embættis skattrannsóknarstjóra. Hefur greiðsla fyrir gögnin enn frem- ur farið fram, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknar- stjóra, en seljandi þeirra fór upp- haflega fram á 150 milljónir króna. Var þó að lokum samið um greiðslu upp á 30 milljónir króna. „Það er búið að ganga frá þessu og gögnin eru komin hingað í hús. [...] Næstu skref eru þau að fara yfir þessi gögn og taka ákvörðun um það með hvaða hætti verði unnið úr þessu,“ segir Bryndís. Um sé að ræða gögn sem tengi Íslendinga við félög í skattaskjólum sem séu um 400 til 500 talsins. Aðspurð segir hún vinnuna vera á byrjunarstigi. „Svo þarf að greina gögnin og móta verklag með hvaða hætti verður unnið úr þessu. Þetta er auðvitað mikið magn af gögnum.“ Spurð hvort hún geri sér grein fyrir því hversu langan tíma sú vinna geti tekið segist hún ekki geta sagt til um það. „Sum málin eiga sér eflaust ein- hverjar skýringar.“ hjorturjg@mbl.is Skatta- skjólsgögn komin í hús  Verðmiðinn 30 milljónir króna Bryndís Kristjánsdóttir Stórmeistararnir Friðrik Ólafs- son, Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson taka ásamt fjölmögum ís- lenskum skákmönnum þátt í opnu alþjóðlegu móti sem, fram fer á eyj- unni Sardiníu. Þetta mót er liður í þeirra í undirbúningi fyrir Evrópu- mót landsliða sem fram fer í Reykja- vík í haust en eins og fram hefur hef- ur komið fram teflir Ísland fram gullaldarliði í keppninni en aðrir í þeirri sveit eru Jón L. Árnason og greinarhöfundur. Eftir þrjár um- ferðir höfðu Friðrik og Jóhann hlot- ið 2½ vinning og voru í 6.- 12. sæti, Margeir Pétursson var með 1½ vinning en hvað varðar aðra íslenska keppendur má geta frábærrar frammistöðu hins unga Heimis Páls Ragnarsson sem er með 2½ vinning eins og Stefán Bergsson. Með 2 vinninga eru Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Óskar Víkingur Dav- íðsson, Áskell Örn Kárason og Gunnar Björnsson. Alls taka 124 skákmenn þátt í mótinu, þar af 16 Íslendingar. Tvær umferðir voru á dagskrá í gær en tefldar verða níu umferðir og lýkur mótinu um helgina. Sigurskák Friðriks yfir Þjóðverj- anum Schaefer í 3. umferð sem fram á mánudaginn vakti talsverða at- hygli fyrir skemmtileg tilþrif Frið- riks sem lagði andstæðing sinn að velli með snarpri atlögu. Friðrik, sem var þekktur fyrir að leggjast djúpt í stöðurnar þannig að jafnvel fyrsti leikur hans og gat kostað drjúgan tíma á klukkunni, teflir mun hraðar í dag og sparar þannig orkuna. Hann lendir yfirleitt ekki í tímahraki en stíllinn er dínamískur sem fyrr: Friðrik Ólafsson – Michael Schaefer (Þýskaland) Drottningarbragð 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 Be7 5. Bg5 h6 7. Bh4 O-O 7. e3 Re4 Afbrigði sem kennt er við Em- anuel Lasker sem var heimsmeistari frá 1896-1921. Hér er algengast að leika 8. Bxe7 en Friðrik sneiðir hjá alfaraleiðum. 8. Bg3 c5 9. Bd3 cxd4 10. Rxd4 Rxg3 11. hxg3 Rc6 12. cxd5 Rxd4 13. exd4 exd5 14. Bc2 He8 15. Kf1! Til greina kom að hrókera stutt en Friðrik vildi hafa hrókinn til taks á h-línunni. Það á eftir að koma sér vel. 15. … Bf8 Til að svara 16. Dd3 en hvítur beinir nú spjótum sínum að d5- peðinu. 16. Df3 Be6 17. Bb3 Db6? Betra var 17. … Dd6 og eftir 18. Rxd5 Had8 o.s.frv. 18. Rxd5 Da5? 18. … Dxd4 er svarað með 19. Rc7 en betra var 18. …. Db5+. 19. Hh5! Þar kom hrókurinn í spilið og hót- ar nú 20. Rf6+ með drottning- arvinningi. 19. … Da6+ 20. Kg1 Hac8 21. He5 Hed8 22. Hae1 Hd7 Hyggst auka þrýstinginn á d- línunni en er of seinn. 23. Hxe6! fxe6 24. Hxe6! Hc1+ Ekki dugar 25. … Dxe6 vegna 26. Rf6+! og vinnur. 25. Kh2 Df1 Hótar máti á h1 en Friðrik var bú- inn að sjá þetta fyrir. 26. He1! Línurof. 26. … Dxe1 27. Re7+ Kh7 28. Df5+! Kh8 29. Dxf8+Kh7 30. Dg8 mát. Glæsileg leikflétta Friðriks Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ljósmynd/Gunnar Björnsson Friðrik Ólafsson við taflið á Sardiníu – með morgunkaffinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.