Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 28

Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Vel á sjötta hundrað sumarstarfs- menn, 18 ára og eldri, hafa hafið störf hjá Kópavogsbæ. Sinna þeir fjölbreyttum störfum, s.s. við garð- yrkju, hirðingu og fegrun bæjarins og umhirðu íþróttavalla. Einnig sem leiðbeinendur við Vinnuskólann og á fjölmörgum sumarnámskeiðum og í afleysingum á ýmsum stofnunum bæjarins. Auk þess er í gangi skóg- ræktar- og uppgræðsluverkefni og eru þó sumarstörfin alls ekki öll upp talin, segir í fréttatilkynningu. Allir sem sóttu um hjá bænum fengu boð um starf og er verið að ljúka við að bjóða þeim starf sem undanfarið hafa bæst í hóp umsækj- enda. Nýverið hófu um 150 unglingar, 17 ára að aldri, störf í Vinnuskóla Kópavogs en 14-16 byrja á morgun eftir að grunnskólum lýkur. Þau vinna aðallega við hirðingu bæjarins en elstu tveir árgangarnir eru einn- ig til aðstoðar hjá félögum og stofn- unum í Kópavogi. Ljósmynd/Kópavogsbær Unglingavinna Kópavogsbær fékk um 2.000 umsóknir um sumarstörf ung- menna að þessu sinni og fengu allir vinnu, m.a. þessir vösku starfsmenn. Vinnuskóli Kópa- vogs kominn á fullt  Hundruð ungmenna að störfum SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Undirbúningur er í fullum gangi og gengur vel,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, einn aðstandenda tón- listarhátíðarinnar Drangey Music Festival á Reykjaströnd í Skaga- firði, laugardaginn 27. júní nk. Að hátíðinni standa staðarhald- arar á Reykjum, feðgarnir Viggó Jónsson og Helgi Rafn Viggósson, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson, sem staðið hefur fyrir tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystra. Meðal tónlistarmanna sem koma fram eru Emilíana Torrini, Jónas Sigurðsson, Contalgen Funeral, Magni Ásgeirsson og hópur valin- kunnra tónlistarmanna úr héraði. Þar sem vegurinn endar Tónleikarnir fara fram á útisviði á Reykjum og hafa undirtitilinn „Þar sem vegurinn endar“. Þar er vísað til þess að tónleikastaðurinn er nyrst á Reykjaströnd og ekki hægt að aka lengra á bíl. Heiðar segir umhverfið stórkost- legt, með Drangey úti á haffletinum og Grettislaug niður við fjöru, þar sem hægt verður að baða sig. Miðasala fer fram á midi.is en innifalið í miðaverðinu er einnig gisting á staðnum, þar sem hægt verður að slá upp tjöldum. Komið verður upp fleiri salernum og stóru veitingatjaldi en fyrir á Reykjum er einnig kaffihús; Grettis-Café. „Hér verður nóg við að vera og þegar komið er inn á svæðið getur fólk gert hvað sem það vill, hlustað á tónlist, rölt inn í Glerhallavík, skellt sér í Grettislaug og bara not- ið þess sem umhverfið hefur upp á að bjóða,“ segir Heiðar, sem ætlar þó ekki að taka ábyrgð á þeim sem vilja synda Grettissund út í Drang- ey. Slíkir sundgarpar verði að mæta á eigin ábyrgð! Farið verður í vegabætur á Reykjaströndinni í samráði við Vegagerðina og uppsetning tón- leikasviðs hefst í þessari viku. Næg bílastæði verða í boði en að sögn Heiðars er verið að skoða hvort boðið verði upp á rútuferðir. Það skýrist er nær dregur en allt verði gert til að hafa umferð sem greið- asta. Sjálfbærir um rafmagn „Heimamenn hafa tekið þessu framtaki vel og fyrirtæki stutt vel við bakið á okkur. Núna erum við í samningaviðræðum við veðurguðina og þær ganga vel,“ segir Heiðar, léttur í bragði. Hann bendir á að líklega verði þetta fyrsta tónlistarhátíðin hér á landi sem er sjálfbær um rafmagn. Heimarafstöð er á Reykjum og seg- ir Heiðar að næg orka verði til staðar fyrir tónlistarmenn og gesti. „Að tónleikum loknum er ætlunin að kveikja varðeld í fjörunni og hafa huggulega stemningu. Við byrjum svona hátíð á einum tón- leikum og sjáum svo til hvort það byggist eitthvað meira upp í kring- um þá, líkt og gerst hefur á Bræðsl- unni,“ segir Áskell Heiðar. Þessa helgi stendur héraðshátíðin Lummudagar sem hæst og fjöl- mennt knattspyrnumót fer fram á Sauðárkróki, Landsbankamótið. „Við verðum sýnileg á Lummudög- um og komum til með að gefa smá sýnishorn af tónlistinni þarna fyrr um daginn, í góðu samstarfi við Landsbankamótið,“ segir Heiðar en meðal heimamanna verður tónlistarhópurinn Villtir svanir og tófa, en kvöldið áður verða þeir ágætu listamenn með árlega tón- leika í Bifröst í tengslum við Lummudaga. Áskell Heiðar segir öfluga örygg- isgæslu verða á svæðinu, í samráði við lögreglu og björgunarsveitir. Tónleikar með Drangey í baksýn  Styttist í tónlistarhátíðina Drangey Music Festival í Skagafirði  Bræðslan á Borgarfirði eystra er fyrirmyndin  Emilíana Torrini og Jónas Sig meðal listamanna  Á sama tíma og Lummudagar Skipuleggjendur Til í slaginn á Reykjum, f.v., Helgi Rafn Viggósson, Guð- brandur Ægir Ásbjörnsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson og Viggó Jónsson. Reykir og Drangey Tónleikasvæðið að Reykjum á Reykjaströnd, þar sem Drangey Music Festival fer fram 27. júní næstkomandi. Í baksýn er Drangey og Kerling í allri sinni dýrð en þangað synti Grettir frá Reykjum á sínum tíma. Morgunblaðið/Golli Söngkona Emilíana Torrini mætir á tónlistarhátíðina í Skagafirði. Morgunblaðið/Ernir Söngvari Jónas Sigurðsson spilar og syngur á Reykjaströndinni. SANDKASSAR FRÁ58.900kr RÓLURFRÁ 106.800kr BORÐOG BEKKIR KÍKTUÁVEFVERSLUN KRUMMA.IS FRÁ 69.000kr Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is LEIKTÆKI LEIKFÖNG REIÐHJÓLAGRINDUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.