Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015
Vel á sjötta hundrað sumarstarfs-
menn, 18 ára og eldri, hafa hafið
störf hjá Kópavogsbæ. Sinna þeir
fjölbreyttum störfum, s.s. við garð-
yrkju, hirðingu og fegrun bæjarins
og umhirðu íþróttavalla. Einnig sem
leiðbeinendur við Vinnuskólann og á
fjölmörgum sumarnámskeiðum og í
afleysingum á ýmsum stofnunum
bæjarins. Auk þess er í gangi skóg-
ræktar- og uppgræðsluverkefni og
eru þó sumarstörfin alls ekki öll upp
talin, segir í fréttatilkynningu.
Allir sem sóttu um hjá bænum
fengu boð um starf og er verið að
ljúka við að bjóða þeim starf sem
undanfarið hafa bæst í hóp umsækj-
enda.
Nýverið hófu um 150 unglingar,
17 ára að aldri, störf í Vinnuskóla
Kópavogs en 14-16 byrja á morgun
eftir að grunnskólum lýkur. Þau
vinna aðallega við hirðingu bæjarins
en elstu tveir árgangarnir eru einn-
ig til aðstoðar hjá félögum og stofn-
unum í Kópavogi.
Ljósmynd/Kópavogsbær
Unglingavinna Kópavogsbær fékk um 2.000 umsóknir um sumarstörf ung-
menna að þessu sinni og fengu allir vinnu, m.a. þessir vösku starfsmenn.
Vinnuskóli Kópa-
vogs kominn á fullt
Hundruð ungmenna að störfum
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Undirbúningur er í fullum gangi
og gengur vel,“ segir Áskell Heiðar
Ásgeirsson, einn aðstandenda tón-
listarhátíðarinnar Drangey Music
Festival á Reykjaströnd í Skaga-
firði, laugardaginn 27. júní nk.
Að hátíðinni standa staðarhald-
arar á Reykjum, feðgarnir Viggó
Jónsson og Helgi Rafn Viggósson,
Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og
Áskell Heiðar Ásgeirsson, sem
staðið hefur fyrir tónlistarhátíðinni
Bræðslunni á Borgarfirði eystra.
Meðal tónlistarmanna sem koma
fram eru Emilíana Torrini, Jónas
Sigurðsson, Contalgen Funeral,
Magni Ásgeirsson og hópur valin-
kunnra tónlistarmanna úr héraði.
Þar sem vegurinn endar
Tónleikarnir fara fram á útisviði
á Reykjum og hafa undirtitilinn
„Þar sem vegurinn endar“. Þar er
vísað til þess að tónleikastaðurinn
er nyrst á Reykjaströnd og ekki
hægt að aka lengra á bíl.
Heiðar segir umhverfið stórkost-
legt, með Drangey úti á haffletinum
og Grettislaug niður við fjöru, þar
sem hægt verður að baða sig.
Miðasala fer fram á midi.is en
innifalið í miðaverðinu er einnig
gisting á staðnum, þar sem hægt
verður að slá upp tjöldum. Komið
verður upp fleiri salernum og stóru
veitingatjaldi en fyrir á Reykjum er
einnig kaffihús; Grettis-Café.
„Hér verður nóg við að vera og
þegar komið er inn á svæðið getur
fólk gert hvað sem það vill, hlustað
á tónlist, rölt inn í Glerhallavík,
skellt sér í Grettislaug og bara not-
ið þess sem umhverfið hefur upp á
að bjóða,“ segir Heiðar, sem ætlar
þó ekki að taka ábyrgð á þeim sem
vilja synda Grettissund út í Drang-
ey. Slíkir sundgarpar verði að mæta
á eigin ábyrgð!
Farið verður í vegabætur á
Reykjaströndinni í samráði við
Vegagerðina og uppsetning tón-
leikasviðs hefst í þessari viku. Næg
bílastæði verða í boði en að sögn
Heiðars er verið að skoða hvort
boðið verði upp á rútuferðir. Það
skýrist er nær dregur en allt verði
gert til að hafa umferð sem greið-
asta.
Sjálfbærir um rafmagn
„Heimamenn hafa tekið þessu
framtaki vel og fyrirtæki stutt vel
við bakið á okkur. Núna erum við í
samningaviðræðum við veðurguðina
og þær ganga vel,“ segir Heiðar,
léttur í bragði.
Hann bendir á að líklega verði
þetta fyrsta tónlistarhátíðin hér á
landi sem er sjálfbær um rafmagn.
Heimarafstöð er á Reykjum og seg-
ir Heiðar að næg orka verði til
staðar fyrir tónlistarmenn og gesti.
„Að tónleikum loknum er ætlunin
að kveikja varðeld í fjörunni og
hafa huggulega stemningu. Við
byrjum svona hátíð á einum tón-
leikum og sjáum svo til hvort það
byggist eitthvað meira upp í kring-
um þá, líkt og gerst hefur á Bræðsl-
unni,“ segir Áskell Heiðar.
Þessa helgi stendur héraðshátíðin
Lummudagar sem hæst og fjöl-
mennt knattspyrnumót fer fram á
Sauðárkróki, Landsbankamótið.
„Við verðum sýnileg á Lummudög-
um og komum til með að gefa smá
sýnishorn af tónlistinni þarna fyrr
um daginn, í góðu samstarfi við
Landsbankamótið,“ segir Heiðar en
meðal heimamanna verður
tónlistarhópurinn Villtir svanir og
tófa, en kvöldið áður verða þeir
ágætu listamenn með árlega tón-
leika í Bifröst í tengslum við
Lummudaga.
Áskell Heiðar segir öfluga örygg-
isgæslu verða á svæðinu, í samráði
við lögreglu og björgunarsveitir.
Tónleikar með Drangey í baksýn
Styttist í tónlistarhátíðina Drangey Music Festival í Skagafirði Bræðslan á Borgarfirði eystra er
fyrirmyndin Emilíana Torrini og Jónas Sig meðal listamanna Á sama tíma og Lummudagar
Skipuleggjendur Til í slaginn á Reykjum, f.v., Helgi Rafn Viggósson, Guð-
brandur Ægir Ásbjörnsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson og Viggó Jónsson.
Reykir og Drangey Tónleikasvæðið að Reykjum á Reykjaströnd, þar sem Drangey Music Festival fer fram 27. júní
næstkomandi. Í baksýn er Drangey og Kerling í allri sinni dýrð en þangað synti Grettir frá Reykjum á sínum tíma.
Morgunblaðið/Golli
Söngkona Emilíana Torrini mætir
á tónlistarhátíðina í Skagafirði.
Morgunblaðið/Ernir
Söngvari Jónas Sigurðsson spilar
og syngur á Reykjaströndinni.
SANDKASSAR FRÁ58.900kr
RÓLURFRÁ
106.800kr
BORÐOG
BEKKIR
KÍKTUÁVEFVERSLUN
KRUMMA.IS
FRÁ
69.000kr
Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is
LEIKTÆKI
LEIKFÖNG
REIÐHJÓLAGRINDUR