Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! HRINGDU NÚNA 820 8080 Sylvía Löggiltur fasteignasali sylvia@fr.is Brynjólfur brynjolfur@fr.is Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Borgarnes | Þær Hildur Aðalbjörg Ingadóttir og Halldóra Jónasdóttir starfandi sjúkraþjálfarar í Borgar- nesi standa að verkefninu ,,Vænt- umþykja í verki“, sem er heilsuefl- andi tilraunaverkefni. Hugmyndin kviknaði vorið 2013 og hafa þær unnið hörðum höndum að upp- byggingu þess síðan. „Væntumþykja í verki snýr að eldra fólki og aðstandendum þeirra og felur í sér hvatningu til fjölskyldu og vina til að gera æf- ingar með fólkinu sínu þegar það kemur í heimsókn. Hugmyndin varð til við reglubunda heimsókn á dvalarheimilið við þjálfun eldri ein- staklinga sem ég var búin að fylgja í nokkurn tíma. Þá kom ég oft þeg- ar aðstandendur voru í heimsókn og fannst alveg kjörið að virkja þá í að gera æfingarnar með fólkinu sínu. Í kringum flesta er fjölskyld- unet sem hægt er miðla í gegnum, en eldra og veikara fólki fjölgar um leið og kröfur og væntingar að- standenda vaxa,“ segir Hildur. Hún segir að rannsóknir hafi sýnt að þátttaka og stuðningur fjölskyldu og vina skipti mjög miklu máli þegar kemur að aukinni hreyfingu eldra fólks og að verk- efnið sé hugsað sem kærkomin við- bót við það sem heimili bjóða upp á nú þegar. „Við vildum sjá hvaða mögu- leikar væru til staðar í ljósi niður- skurðar í samfélaginu og oft tak- markaðra möguleika, til þess að flestir hefðu sem mesta möguleika á heilsueflingu og aukinni vellíðan. Fólki þykir vænt um að geta gert gagn og láta gott af sér leiða, góð heimsókn verður betri og ástvinir njóta góðs af,“ segir Hildur. Staðfest hefur verið með rann- sóknum að öll hreyfing gerir gagn, bæði líkamlega og andlega, hversu lítil sem hún er. Hver og einn fær æfingablað „Við höfum verið að koma verk- efninu á fót á dvalarheimilum þar sem við byrjum á að kynna það fyr- ir starfsfólki og venjan er að einn starfsmaður á hverju heimili sé tengiliður okkar um vakningu og þátttöku aðstandenda. Í upphafi skiptum við einstaklingum á dval- arheimilum í þrjá aðalflokka út frá líkamlegri getu; þ.e rúmliggjandi, sitjandi og standandi. Við höfum gert einfaldar en mjög gagnlegar æfingar fyrir hvern flokk sem auð- velt er að framkvæma. Þessar æf- ingar höfum við tekið og sett sam- an á blað ásamt einföldum útskýr- ingum, en hugmyndin er sú að hver einstaklingur fá æfingablað við sitt hæfi sem verður inn á her- berginu, aðstandendum aðgengi- leg.“ Þetta er sem fyrr segir til- raunaverkefni sem þær Hildur og Halldóra eru í óða önn að byggja upp og vonast þær til að þátttaka aðstandenda verði sem best. „Forsendurnar eru góðar,“ segir Hildur, „því allir vilja sínum nán- ustu það besta.“ Hún bætir við að aðstandendur séu oft hræddir við að gera æfing- ar með eldri ástvinum sínum í ótta við að vera að „eyðileggja eitt- hvað“ eða gera illt verra. Með þessum einföldu æfingum sem flestir eiga að geta framkvæmt hafa aðstandendur fengið verkfæri og öryggi til að taka þátt í heilsu- eflingu og vellíðan ástvina sinna. Verkefnið er stöðugt að vaxa og snertir okkur öll. Nú þegar taka fjögur hjúkrunar- og dvalarheimili þátt og fleiri eru væntanleg. „Viðbrögðin eru dásamleg og að- standendur eru fyrst og fremst þakklátir fyrir að fá einfaldar leið- beiningar til að auka vellíðan ást- vina sinna,“ segir Hildur og bætir við að góð þátttaka sé ennfremur vélarafl verkefnisins og markmiðið sé að fá sem flest dvalarheimili til að taka þátt, kveikja á áhuga, sam- ábyrgð og virkni aðstandenda til að finna að allir geti gert gagn. Þær Hildur og Halldóra eru núna að vinna að „vellíðunarpró- grammi“ fyrir fólk í líknarmeðferð sem verður tilbúið 1. september næstkomandi. Geri æfingar með fólkinu sínu  Kjörið að virkja aðstandendur þegar þeir koma í heimsókn á dvalarheimilin Morgunblaðið/Guðrún Vala Brautryðjendur Hildur Aðalbjörg Ingadóttir og Halldóra Jónasdóttir sjúkraþjálfarar standa að verkefninu. Vegna byggingaframkvæmda í miðborg Reykjavíkur hefur komið í ljós bryggjukantur sem tilheyrir gömlu Reykjavíkurhöfn. Kanturinn sést bæði frá framkvæmdareit við Borgarbókasafnið í Tryggvagötu en einnig á reit austan við Toll- húsið. „Þetta er hluti af gömlu hafnarmannvirkjunum sem reist voru á árunum 1913-1917 og náðu alveg frá Ingólfsgarði að Örfirisey, eða út á núverandi Granda. Þetta var geysilega mikil og mikilvæg framkvæmd á sínum tíma og það var gjörbylting fyrir Reykjavík að fá þessa hafnaraðstöðu, því þá þurftu skipin ekki lengur að liggja úti á hafnarlegunni, úti fyrir Reykjavík,“ segir Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgar- sögusafns Reykjavíkur. Guðbrandur segir endanlega ákvörðun ekki hafa verið tekna um varðveislu. „Ég hugsa að hann fái að víkja að einhverjum hluta, kant- urinn verður væntanlega fjar- lægður og grjótið nýtt í eitthvað annað. Það er fornleifaeftirlit með framkvæmdunum, þetta verður myndað, skráð og fylgst með því. Mér finnst spennandi, sem sagn- fræðingi starfandi innan minja- vörslunnar, að sagan sé varðveitt og gerð sýnileg, eins og kostur er,“ segir hann. Guðbrandur telur lík- legt að eitthvað verði tekið úr bryggjugarðinum en segir ákvörð- un ekki hafa verið tekna um hvort lítill hluti verði varðveittur. brynjadogg@mbl.is Ljósmyndir/Guðbrandur Benediktsson Bryggjukantur Við Tollhúsið í miðbæ Reykjavíkur er um þriggja metra hár kantur. Hann er um 100 ára gamall og er vaktaður af fornleifafræðingi. Gamall bryggju- kantur lætur sjá sig  Kantur sem tilheyrir gömlu Reykjavíkurhöfn Skrúfa Nýlega fannst stór togara- skrúfa við uppgröftinn á svæðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.