Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 44
44 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Jarðvinna á lóð kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefst einhvern næstu daga. Framkvæmdir við virkjun á Þeistareykjum eru þegar hafnar og vinna við aðra innviði er að fara af stað með vaxandi þunga. Fyrirhuguð framkvæmd er þegar farin að soga að sér þjónustu. Eftir að yfirlýsingar komu frá sveitarfélaginu Norðurþingi, ríkinu, Landsvirkjun og Landsneti um að PCC hefði aflétt öllum fyrirvörum við gerða samninga og samningarnir hefðu því tekið gildi varð loksins ljóst að PCC hefði ákveðið endan- lega að ráðast í verkefnið og ekki yrði aftur snúið. Að vísu er enn beðið eftir staðfestingu þýsks banka á endanlegri fjármögnun verkefnisins og staðfestingu verktakans sem byggir verksmiðjuna og leggur til vélar og tækni. Jarðvinnuverktakinn tilbúinn Fyrsti áfangi verksmiðjunnar á að taka til starfa á árinu 2017 og því þarf að halda vel á spöðunum til að öll nauðsynleg mannvirki og þjón- usta verði til staðar þegar þar að kemur. PCC hefur samið við verk- taka um jarðvinnu á verksmiðjulóð- inni. Hann er þegar kominn með beltagröfu á staðinn og bíður eftir grænu ljósi frá þýska fyrirtækinu. Búast má við að sumarið verði nýtt vel og telur Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri hjá Norðurþingi, að framkvæmdir verði komnar á fullt á næstu vikum. Unnið er að ýmsum undirbúnings- framkvæmdum, svo sem við tengi- veg frá þjóðvegi inn á iðnaðar- svæðið. RARIK hefur verið að búa í haginn með því að færa lagnir og undirbúa nýja tengistöð. Orkuveita Húsavíkur er að undirbúa tengingu neysluvatns inn á Bakkasvæðið og fráveitu þaðan. Raforkan mun koma frá jarðgufu- virkjun á Þeistareykjum sem vinna er hafin við. Þar er vaxandi fjöldi starfsmanna verktakans við bygg- ingu stöðvarhúss og lagningu gufu- veitu. Landsnet er að hefja undir- búning að byggingu raflínu til að tengja Þeistareykjavirkjun við Bakka og landskerfið. Tengja þarf iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavíkurhöfn með nýj- um vegi. Ákveðið hefur verið að hafa hann að hluta í jarðgöngum undir Húsavíkurhöfða. Vegagerðin er langt komin með undirbúning. Hönnun mannvirkisins er á lokastigi og farið hefur fram forval meðal verktaka. Gísli Eiríksson, for- stöðumaður jarðgangadeildar Vega- gerðarinnar, vonast til að unnt verði að bjóða verkið út í næsta mánuði og ganga frá samningum fyrir lok árs- ins. Ljóst er að halda þarf vel á spöð- unum til þess að jarðgöng og vegur verði tilbúin haustið 2017. Hafnarsjóður Norðurþings þarf að bæta höfnina með lengingu hafnargarðs, dýpkun og fyllingum. Áformað er að hefja dýpkun í sumar og aðrar framkvæmdir næsta vetur. Sogar til sín þjónustu Lengi hefur stefnt í þessa fram- kvæmd þótt bið hafi orðið eftir endanlegri ákvörðun af ýmsum ástæðum. Snæbjörn segir að kísil- verksmiðjan og þau umsvif sem skapast muni í kringum hana hafi þegar haft áhrif á atvinnulíf á Húsa- vík og muni draga fleira að þegar lengra líður. Verið er að byggja steypustöð við Húsavík sem þjóna mun verktaka Þeistareykjavirkjunar og hugsan- lega einnig verktaka við byggingu verksmiðjunnar. Nú eru þrjár endurskoðunarskrifstofur á Húsavík í stað einnar. Verkfræðistofa hefur opnað starfsstöð og fleiri hafa sömu áform. Þá hafa verslunarfyrirtæki og ýmis önnur þjónustufyrirtæki sýnt áhuga á að koma upp aðstöðu. Allt að fara í gang á Bakka  Vel þarf að standa að verki til að mannvirki og þjónusta við kísilver PCC á Bakka verði tilbúin 2017  Framkvæmdir á verksmiðjulóðinni hefjast næstu daga og verða komnar í fullan gang á næstu vikum Bakki Kísilverksmiðjan gæti litið þannig út samkvæmt tölvuteikningu. Hún verður fyrsta fyrirtækið á nýju iðnaðar- svæði á Bakka. Forsvarsmenn sveitarfélagsins vonast til að fleiri lítil eða meðalstór fyrirtæki fylgi í kjölfarið. Nemendur Dalskóla í Úlfarsárdal héldu upp á fimmtu skólaslit skólans í gærmorgun í veðri sem kalla mætti eftir atvikum gott. Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri var viðstaddur gleðina og leiddu nemendur skólans hann um fyrirhugað stæði hinnar nýju skólabyggingar sem á að rísa á næstu árum. Í tilefni dagsins var svo boðið upp á köku í laginu eins og hin nýja skólabygging. Taka á fyrstu skóflustunguna nú í ágúst og verður fyrsti áfanginn, sem hýsir leikskóla, tekinn í notkun haustið 2016 skv. áætlun. Grunnskól- inn fylgir svo fyrst að hluta til 2017 en í heild haustið 2018. Skólinn er þegar í nýlegri byggingu en fjöldi nemenda sprengdi hana utan af sér fljótlega eftir opnun og hefur hluti kennslunnar farið fram í svokölluð- um færanlegum kennslustofum. Fyrsta ár skólans voru þar 32 nemendur í grunnskóla og 54 í leik- skóla. Í haust verður svo gert ráð fyrir 145 börnum í grunnskóla og 74 á leikskóla. Samtals gengur það því nærri þreföldun á nemendafjölda á tímabilinu. Með áframhaldandi upp- byggingu í þessu nýjasta hverfi Reykjavíkurborgar sér ekki fram á annað en frekari fjölgun á komandi árum og gerir spá borgarinnar ráð fyrir 300 nemendum á grunnskóla- aldri árið 2019. Nýja byggingin verður hluti af stórri samfélagsmiðstöð sem borgin ætlar að reisa í dalnum. Þar verður auk skóla og leikskóla að finna al- menningsbókasafn, félagsmiðstöð, inni- og útisundlaug og íþróttahús Fram. Verkefnið hljóðar upp á 9.8 milljarða króna í heild og er það stærsta á núverandi fimm ára áætl- un borgarinnar. Stefnt er á opnun íþróttahúss Fram árið 2019 en félagið leikur nú þegar heimaleiki sína í knattspyrnu á gervigrasvellinum í Úlfarsárdal. Árið 2020 opnar svo bókasafn, inni- laug og menningarmiðstöð. Fram- kvæmdum á svo loks að ljúka 2022 með opnun útilaugar. Í kjölfar bankahrunsins hægði mikið á framkvæmdum í dalnum en borgin veitti lóðareigendum aukinn frest til þess að hefja framkvæmdir. Betri gangur er sagður kominn í þau mál og sér borgin fram á hraða upp- byggingu á svæðinu og leggja á nýj- an veg, svokallaðan Fellsveg yfir Úlfarsá. Borgarstjóri kynnti þessar áætlanir fyrir íbúum á fundi í síðast- liðnum mánuði. bso@mbl.is Ljósmynd/Reykjavíkurborg Úlfarsárdalur Frá vinstri: Leikskóli (fremri), grunnskóli, bókasafn og menningarmiðstöð, sundlaug og íþróttahús Fram. Dalskóli í Úlfarsár- dal í nýtt húsnæði  Hluti af stórri samfélagsmiðstöð FJÓRAR HAGNÝTAR NÁMSBRAUTIR Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára nám sem er byggt upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Nemendur geta valið sér námsleiðir í sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi. Verkefni og vinnustaðir eru valdir með hliðsjón af áhuga hvers og eins. Nám í skóla - nám á vinnustað Víkurbraut 56 240 Grindavík, info@fiskt.is FISKTÆKNI Tveggja ára hagnýtt framhaldsskólanám til starfa í sjávarútvegi og fiskeldi. Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Á Fisktæknibraut er hægt að velja þrjár línur: Sjómennska/veiðar - Fiskvinnsla- Fiskeldi Hvert námsár skiptist í eina önn í skóla og eina á vinnustað undir leiðsögn tilsjónamanns (72 ein). MAREL VINNSLUTÆKNI Eins árs nám við vélar og hugbúnað frá Marel. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns (36 ein). GÆÐASTJÓRN Eins árs nám í gæðstjórnun. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám undir leiðsögn tilsjónamanns (36 ein). NETAGERÐ Þriggja ára iðnnám með mikla starfsmöguleika til starfa við veiðarfæragerð (48 ein). Spennandi blanda bóklegs og verklegs náms sem gefur mikla starfsmöguleika eða til frekari menntunnar. Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966 eða á www.fiskt.is Námskeið Við bjóðum fyrirtækjum og einstaklingum upp á ýmis námskeið svo sem HACCP, vélstjórn, smáskipanám og fl. sjá heimasíðu. Innritun hafin fyrir haustönn 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.