Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 52
52 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Erum flutt að Strandgötu 24, Hafnarfirði Opið virka daga kl. 10-18, laugardag kl. 11-15 Teg. Mary 3 – 1 – 1 Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður – Sími 565 4100 – www.nyform.is Teg. Giulia 3 – 1 – 1 Tokyo rafm. lyftustóllSvefnsófi, teg. Plútó Hornsófi teg. Indy BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Síðari hluta þessa mánaðar fara menn á vegum Vegagerðarinnar hringinn í kringum landið á bát sem tekinn verður á leigu. Verkefnið er að þjónusta 35 vita frá sjó, en þá er unnið að fyrirbyggjandi viðhaldi, vatni bætt á geyma, skipt er um per- ur eftir þörfum, linsur og gler þrifið svo dæmi séu tekin. Þá er ástand ljósdufla eða bauja kannað, en í fyrra voru síðustu járnbaujurnar lagðar af og komu staurabaujur úr plasti í staðinn. 104 landvitar Væntanlega verður farið á Dröfn RE í þessa tveggja vikna vita- ferð eins og gert hefur verið síðasta áratug, en eigendur buðu rúmar níu milljónir í verkefnið í útboði Vega- gerðarinnar. Eitt annað tilboð barst og hljóðaði það upp á tæpar 50 milljónir króna. Fram eftir síðust öld voru sérstök vitaskip í þjónustu við vitana, en einnig afskekktar byggðir þar sem samgöngur voru erfiðar á landi og sjó. Nú eru 104 landvitar á skerjum og eyjum, nesjum og björgum og stöðum við strendur landsins þar sem þeirra var mest þörf fyrir sjó- farendur. Sumum þeirra er hægt að sinna frá landi, en aðeins á þremur stöðum er búið; Dalatanga, Hrauni á Skaga og Sauðanesvita við Siglu- fjörð. Ekki eru ýkja mörg ár síðan vitaverðir voru búsettir á mörgum afskekktum vitum og sumir þeirra vor þjóðsagnapersónur í lifanda lífi. Fyrsti vitinn við strendur Ís- lands var byggður á Valahnúk á Reykjanesi árið 1878. Í byrjun 20. aldar voru vitarnir fimm að tölu en uppbyggingu vitakerfisins lauk með byggingu Hrollaugseyjavita árið 1954. Þá var ljósvitahringnum um landið lokað. Á vegum Vega- gerðarinnar eru tveir vinnuflokkar í viðhaldi á vitabyggingum á sumrin og er reynt að taka um 20 vita á sumri. Á þann hátt tekst að halda í horfinu og klára hringinn á fimm árum. Guðmundur Bernódusson, starfar sem rafvirki á vitadeild sigl- ingasviðs Vegagerðarinnar, en hann hefur í 35 ár unnið við vitaþjónustuna, fyrst hjá Vita- og hafnamálastofnun, þá Siglinga- stofnun og loks Vegagerðinni, sem tók við þessu verkefni síðasta vetur. Hann var reyndar sjálfur vitavörð- ur sem ungur maður á Galtarvita 1979-1982. Hann segir að miklar breytingar hafi orðið á síðustu ára- tugum og nefnir að vitum hafi að- eins fækkað með breytingum á bú- setu og atvinnuháttum. Þannig hafi vitar í Ingólfsfirði og Bjarnarfirði á Ströndum verið lagðir af. Þá séu lyklar að vitum, sem auðvelt er að komast að, nú komnir í þjónustustöðvar Vegagerðarinnar um allt land. Þaðan sé eftirliti sinnt og brýnustu viðgerðum, en samn- ingum við yfir 20 menn í héraði sem áður höfðu þessi störf með höndum var sagt upp í fyrravetur. Guð- mundur segir að þetta hafi verið gert í hagræðingarskyni og sé í samræmi við vinnulag sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Gasvitar aflagðir 2005 „Mesta einstaka breytingin í vitunum var þó þegar við losnuðum við bölvað gasið,“ segir Guðmund- ur. „Fyrsti sólarorkuvitinn var sett- ur upp á Vatnsleysuströnd 1988 og upp úr 1990 var farið í stórt átak í þessu verkefni. Nú er orku sólar- innar safnað í rafgeyma og notuð á 48 af vitum landsins, 55 staðir eru með tengingu við rafveitu. Í Norð- fjarðarhorni er notast við einnota rafhlöður því þar er vitinn svo ná- lægt brúninni að sólin nær ekki að skína nógu mikið til að hlaða raf- geyminn. Síðasti gasvitinn var í Hvalfirði og var aflagður 2005.“ Vegagerðin annast rekstur landsvitakerfisins og hefur umsjón og eftirlit með uppbyggingu hafn- arvita og innsiglingarmerkja. Landsvitar eru til leiðbeiningar á almennum siglingleiðum og eru í eigu og umsjá ríkisins en hafnar- vitar, sem vísa leið inn til hafnar, eru í eigu og umsjá sveitarfélaga. Hafnarvitakerfið er byggt upp af tæplega 20 ljósvitum, um 90 innsigl- ingarljósum á garðsendum og bryggjum, rúmlega 80 leiðarljósa- línum og tæplega 50 baujum er vísa leið í innsiglingum að höfnum, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Ekki íþyngjandi kerfi Öryggishlutverki vitanna má skipta í þrennt. Þeir leiðbeina um staðsetningu, vara við siglinga- hættum og vísa leið inn á hafnir og skipalægi. En eru ljósvitar nauðsyn- legir á öld gervitungla og fullkom- inna rafrænna leiðsögukerfa? „Vissulega hefur öryggishlut- verk vitanna breyst, en þeim mun meira öryggi þeim mun betra,“ seg- ir Guðmundur. „Heimamenn eru ekki eins háðir vitunum og þeir voru áður, en finnst örugglega gott að vita af þeim. Ókunnir aðkomu- menn, oft erlendir, nota vitana hins vegar mikið þegar komið er að í dimmu. Við höfum fylgt fordæmi Norðurlandanna á mörgum sviðum og meðan þeir eru ekki lagðir af þar held ég að við höldum okkar striki. Svo er annað mál að þetta vita- kerfi er alls ekki íþyngjandi því öll skip borga vitagjald, frá smábátum, til togara, flutningaskipa og far- þegaskipa. Umferðin hefur aukist mikið, til dæmis með fjölgun skemmtiferðaskipa, og rekstur á vitakerfinu er sjálfbær og rúmlega það.“ Árið 2002 kom út bókin Vitar á Íslandi, Leiðarljós á landsins ströndum 1878-2002, og er þar að finna mikinn fróðleik um vita á Ís- landi og í sögulegu samhengi. Höf- undar eru Guðmundur L. Haf- steinsson, Kristján Sveinsson og Guðmundur Bernódusson. Sólarorka nýtt í 48 af 104 vitum  Tveggja vikna hringferð vegna vita- þjónustu  Mesta breytingin að losna við gasið  Búið á þremur vitastöðum Í fjörunni á Horni Vegagerðin annast þjónustu við landsvitana, frá vinstri eru Sigurjón Eiríksson, Guðmundur Bernódusson og Ingvar Engilbertsson. Erfitt Gúmmíbátar breyttu miklu og eftir lendingu í fjörunni var ekki eftir neinu að bíða en að taka þunga pokana á bakið. Í einkennisbúningi Ásgrímur Björnsson, stýrimaður og skip- stjóri, leggur hönd á plóg í steypuvinnu á Svalvogum. Á Ströndum Verkefni skipverja á vitaskipinu Árvakri voru margvísleg, meðal annars að flytja hesta og búfé á milli staða. Vitaþjónusta fyrr og nú Ljósmynd/Guðmundur Bernódusson Selskersviti Vitinn stendur á skeri út af Ófeigsfirði á Ströndum. Ljósmynd/Þjóðbjörn Hannesson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.