Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 60
60 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015                                     !  "   !" #$ !$% %"  " #!% %$# &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 "  "  ## $$% # !$ %"  #!# !%% %" %$  "#  #$$ $$$$ ## !$" %""  #" !$$ %$  ! " Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Kröfuhafar slita- búa Kaupþings og Glitnis hyggjast beita sér fyrir því að Arion banki og Íslandsbanki verði seldir fyrir árslok 2016, að því gefnu að markaðs- aðstæður séu ákjósanlegar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í erindi til fjár- málaráðherra frá lögfræðilegum ráð- gjafa tiltekinna kröfuhafa Kaupþings og Glitnis. Þar koma fram tillögur kröfu- hafanna um hvernig slitabúin geti mætt stöðugleikaskilyrðum stjórnvalda fyrir afnámi fjármagnshafta. Stjórnvöld fara fram á að einn af sex þáttum stöðug- leikaframlags slitabúa gömlu bankanna skuli vera skipting á hagnaði vegna samninga um nýju bankana og eru nán- ari tillögur í erindi kröfuhafanna um hvernig skipta skuli ágóða af sölu þeirra eftir því hvað fyrir þá muni fást. Stefna að sölu bank- anna fyrir árslok 2016 Bankar Stefna að sölu fyrir lok 2016. ● Icelandair er í níunda sæti yfir þau evrópsku flugfélög sem hafa vaxið hvað hraðast frá árinu 2010. Þetta kemur fram á vefsíðunni Check-In þar sem segir að árið 2010 hafi farþega- fjöldi Icelandair verið 1,7 milljónir í samanburði við 2,9 milljónir farþega á síðasta ári sem sé 71% vöxtur milli tímabila. Þá segir að vöxturinn virðist óstöðvandi því á fyrstu fimm mán- uðum ársins hafi farþegafjöldi Ice- landair aukist um 18%. Flugfélagið Norwegian er í 8. sæti með 85% vöxt milli tímabila en á síðasta ári var far- þegafjöldi þeirra orðinn 24 milljónir. Flugfélögin sem njóta mesta vaxtar eru rússnesku flugfélögin Ural Air- lines sem hefur vaxið um 183% og Aeroflot Group sem óx um 146%. Icelandair meðal flug- félaga sem vaxa hraðast STUTTAR FRÉTTIR ... ar líti vel út og að þær orki í öfuga átt við þróun mála á skuldabréfamarkaði síðustu mánuðina. „Ef við horfum sérstaklega á skuldabréfamarkaðinn þá togast á tveir kraftar þar í augna- blikinu. Frá síðasta hausti hafa fjár- festar haft töluverðar áhyggjur af mögulegri verðbólgu vegna kjara- samninga og í framhaldinu hækkandi vöxtum vegna þess. Væntingar jafnt greiningaraðila og fjárfesta hafa verið nokkuð skiptar um hversu hratt vext- ir muni hækka en flestir hafa gert ráð fyrir aukinni verðbólgu og hefur það komið fram í hækkandi verðbólgu- væntingum. Markaðsaðilar eru hins vegar sammála um að framboð ríkisskuldabréfa er að þurrkast upp og það mun gerast á sama tíma og lánshæfi Íslands á alþjóðavettvangi mun hækka verulega. Vegna þessa má búast við innflæði fjármagns frá erlendum fjárfestum í fjárfestingar hér á landi, einkum og sér í lagi á skuldabréfamarkaði.“ Valdimar telur að niðurstaðan gæti orðið sú að lítið verði í boði af rík- isbréfum á komandi árum. „Niður- staðan gæti orðið sú að ríkisskulda- bréf verði af skornum skammti eins og var á árunum 2005 og 2006 þegar erlendir fjárfestar voru að koma inn á markaðinn. Íslenskur skuldabréfa- markaður verður vænlegur fjárfest- ingarkostur fyrir erlenda fjárfesta enda er vaxtamunurinn milli Íslands og annarra markaða mjög mikill nú um stundir og raunar hlutfallslega meiri en þegar erlendir fjárfestar hófu kaup á svokölluðum jöklabréf- um árið 2005. Nú eru vextir víða í Evrópu í kringum 0-2% á meðan vextir eru að skríða yfir 7% á Íslandi. Jafnframt eru líkur á vaxtahækkun- um í Evrópu takmarkaðar næstu misserin, jafnvel árin, á meðan gert er ráð fyrir að vextir hækki innan skamms hér á landi,“ segir hann. Lítil áhrif á markaðinn Haukur telur að heimildir lífeyris- sjóðanna muni ekki hafa teljandi áhrif á íslenskum markaði. „Aðgerð- irnar hafa almennt séð jákvæð áhrif á efnahagslífið. Þetta er ekki í því magni að lífeyrissjóðirnir séu að fara með stóran hluta síns ráðstöfunarfjár og það eitt að sjóðirnir fái heimildir til að fjárfesta fyrir 10 milljarða erlendis á ári mun hafa takmörkuð áhrif á verðmyndun á markaði, hvort sem litið er til húsnæðis-, skuldabréfa- eða hlutabréfamarkaðarins. Það er miklu fremur svo að aðgerðirnar í heild sinni muni hafa áhrif á markaðinn,“ segir hann. Valdimar bendir hins vegar á að minna framboð ríkisskuldabréfa muni hafa töluverð áhrif og fá fjár- festa til að líta í aðrar áttir. „Afleiðing minnkandi útgáfu ríkisskuldabréfa gæti þrýst fjárfestum í aðra fjárfest- ingakosti, m.a. sértryggð skuldabréf bankanna. En sértryggðu bréfin eru sérstök fjármögnun bankanna á íbúðalánum þeirra. Slík útgáfa mun aukast verulega á komandi árum m.a. í ljósi þessa að Íbúðalánasjóður er hættur útgáfu skuldabréfa. Verð- tryggð ríkisskuldabréf verða því af skornum skammti á markaðnum.“ Lífeyrissjóðir fagna undanþágu frá höftum Erlendar eignir sjóðanna » Lífeyrissjóðirnir áttu 685 milljarða í erlendum eignum um síðustu áramót. » Fjárfestingarheimild þeirra til ársins 2020 nemur sam- anlagt um 8,7% af heildareign þeirra erlendis.  Framboð ríkisskuldabréfa mun dragast verulega saman Morgunblaðið/Golli Fjármagnshöft Ríkisstjórnin vill leyfa lífeyrissjóðum að fjárfesta erlendis á ný. BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Það er jákvætt að þarna opnist möguleiki fyrir sjóðina til að fjárfesta erlendis. Þetta hefur verið eitt helsta áhættuatriðið að hafa ekki getað dreift fjárfestingum á fleiri hagkerfi en hið íslenska,“ segir Haukur Haf- steinsson, framkvæmdastjóri Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins, þegar hann er spurður út í þann hluta áætl- unar ríkisstjórnarinnar um afnám hafta sem gerir ráð fyrir því að lífeyr- issjóðir fái heimild til að fjárfesta 10 milljarða á ári erlendis fram til ársins 2020. Heimildin nemur samanlagt 60 milljörðum króna. Í kynningu ríkis- stjórnarinnar á mánudag var þó tekið fram að ef svigrúm gæfist til kynnu heimildir sjóðanna að verða rýmkað- ar í þessum efnum. Guðmundur Þ. Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslun- armanna, tekur í sama streng og Haukur en samanlagðar erlendar eignir sjóðanna tveggja námu um 326 milljörðum króna við síðustu áramót. Heimildin sem ríkisstjórnin hyggst koma til leiðar mun gera sjóðunum kleift að beina 25% af fjárfestingaþörf sinni á erlenda markaði á næstu sex árum en í dag nema erlendar eignir sjóðanna á bilinu 20-30% af heildar- eignum þeirra. Því er ljóst að heim- ildin sem stefnt er að því að veita gerir í raun ekki annað en að viðhalda því hlutfalli. Guðmundur og Haukur hefðu báðir viljað sjá aðgerðirnar ganga nokkuð lengra. „Við hefðum auðvitað viljað sjá örlítið hærri fjár- hæð en það er talað um að þetta sé fyrsta skrefið og að hugsanlega muni þessi fjárhæð hækka. Við vonum að það verði svigrúm til þess,“ segir Haukur. Guðmundur bendir á að til lengri tíma litið þyrftu heimildir sjóðanna að vera rýmri, eigi þeir að geta fylgt stefnu sinni um eignadreifingu. „Til lengri tíma litið höfum við talað um að við myndum vilja sjá vægi erlendra verðbréfa um 40% af eignasafninu. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að aðstæður bjóða ekki upp á þann kost sem stendur en þetta horfir allt í rétta átt,“ segir hann. Minna framboð ríkisbréfa Morgunblaðið leitaði viðbragða sérfræðinga við aðgerðum ríkis- stjórnarinnar, einkum með tilliti til áhrifa þeirra á íslenskan fjármála- markað. Valdimar Ármann, sjóðs- stjóri hjá GAMMA, segir að tillögurn- Hagvöxtur mældist 2,9% á fyrsta fjórðungi ársins samkvæmt Hag- stofu Íslands. Þjóðarútgjöldin, sem eru samtala neyslu og fjárfestinga, jukust um 9,9%. Landsframleiðslan jókst því minna en sem nam vexti þjóðarútgjalda. Hagfræðideild Landsbankans segir hagvöxtinn tölu- vert kröftugan en það sem skýri lægri vöxt landsframleiðslu en þjóð- arútgjalda sé neikvætt framlag utan- ríkisviðskipta. Innflutningur jókst um 17,4% á sama tíma og útflutning- ur jókst einungis um 2,7% og segir Landsbankinn að verulegur hluti af auknum innflutningi skýrist af flug- vélakaupum. Greining Íslandsbanka telur hag- vöxtinn hóflegan miðað við það sem sést hefur hér á landi í mörgum fyrri uppsveiflum. Íslandsbanki spáði 4% hagvexti í ár og er þessi mæling fyrir fyrsta fjórðung ársins því nokkuð undir spá hans fyrir árið í heild. Hagur heimilanna að vænkast Einkaneysla jókst um 3,9% og seg- ir Íslandsbanki að vöxturinn í einka- neyslu beri þess merki að hagur heimilanna sé að vænkast en hins vegar sé vöxtur einkaneyslu hóflegri en sést hafi í fyrri uppsveiflum og ekki drifinn áfram af aukinni skuld- setningu heimilanna með sama hætti og oft áður. Fjárfesting jókst um 23,5% og seg- ir Íslandsbanki að þessi mikli vöxtur sé ánægjuefni þar sem fjárfestingar- stigið í hagkerfinu hafi verið lágt undanfarin ár. Vöxturinn skýrist þó að miklu leyti af flugvélakaupum á tímabilinu, sem hafi verið 20,5 millj- arðar króna. margret@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjárfestingar Vöxtur skýrist helst af flugvélakaupum á tímabilinu. Hagvöxtur 2,9% í upphafi árs  Vöxtur inn- flutnings meiri en útflutnings ● Hækkun varð á gengi nær allra fé- laganna á Aðallista Kauphallarinnar í viðskiptum gærdagsins. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,17% og hefur því hækk- að frá áramótum um 11,85%. Viðskiptin í gær námu 2,5 milljörðum króna. Mest hækkun varð á gengi bréfa Nýherja eða 8,23% þó að viðskiptin hafi verið þau minnstu eða 4,5 milljónir króna. Gengi bréfa í VÍS hækkaði næstmest eða um 3,68% og TM hækkaði um 2,93%. Eng- in breyting varð á gengi bréfa Regins. Hækkun á verði hluta- bréfa í Kauphöllinni Efling-stéttarfélag Verkalýðsfélag Hlíf Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Nýr kjarasamningur á almennum vinnumarkaði - Póstatkvæðagreiðsla er hafin Hafin er sameiginleg póstatkvæðagreiðsla um nýjan kjara- samning Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar, og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis við Samtök atvinnulífsins fyrir störf á almennum vinnumarkaði. Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn í ofangreindum félögum sem vinna eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers þessara félaga í apríl/maí 2015. Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá. Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í apríl/maí 2015. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00 mánudaginn 22. júní en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn. Athugið. Til þess að tryggt sé að atkvæðið berist kjörstjórn fyrir lok tímafrests þá er nauðsynlegt að póstleggja svarumslagið í síðasta lagi fimmtudaginn 18. júní. En þeir sem það vilja geta skilað svarumslaginu á skrifstofu félaganna til kl. 12.00 mánudaginn 22. júní. Reykjavík, 4. júní 2015. Kjörstjórn Flóabandalagsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.