Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 62

Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 62
62 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Í næstu viku verður þess minnst að 200 ár eru liðin frá orrustunni við Waterloo, en ósigur Frakka í henni markaði endalok styrjaldanna í kjöl- far frönsku byltingarinnar, sem stað- ið höfðu með hléum frá árinu 1792. Eftir hina misheppnuðu innrás Napóleons Bónaparte Frakklands- keisara og franska hersins í Rússland árið 1812 höfðu bandamenn í Evrópu gert innrás í Frakkland 1814 og neytt Napóleon til afsagnar. Í staðinn var hann færður í útlegð til eyjunnar Elbu við strendur Ítalíu. En Napóle- on líkaði vistin þar ekki nógu vel og ákvað því að láta slag standa einu sinni enn. Liði safnað gegn ófreskjunni Þegar fréttirnar bárust af því að Napóleon hefði snúið aftur til Frakk- lands frá Elbu lýstu stórveldi Evrópu hann útlægan og hófu að safna liði til þess að koma „ófreskjunni frá Korsíku“ frá völdum. Napóleon átti tveggja kosta völ; að bíða eftir því að herir bandamanna næðu saman og gerðu innrás í Frakk- land líkt og 1814, eða sækja sjálfur fram og freista þess að sigra banda- lagsþjóðirnar hverja í sínu lagi áður en herir þeirra yrðu of stórir. Þannig mætti hugsanlega knýja þjóðir Evrópu að friðarborðinu. Eftir blóðsúthellingar síðustu ára tókst Napóleon með erfiðismunum að koma saman um 120.000 manna her- liði, sem að stofni til byggði á mönn- um sem höfðu þjónað honum frá upp- hafi ferils hans. Napóleon skipaði marskálkinn Michel Ney sem næst- ráðanda sinn í herferðinni, en Ney hafði staðið sig vel í flóttanum frá Rússlandi og hafði viðurnefnið „sá hugrakkasti af þeim hugrökku“. Í Belgíu höfðu Bretar myndað 100.000 manna her undir stjórn her- togans af Wellington, sem hafði gert Frökkum lífið leitt á Spáni, en einnig höfðu Prússar sent álíka stóran her á vettvang undir stjórn marskálksins Gebhardts Blücher, sem hafði leitt einn innrásarherinn árið 1814. Næðu þessir tveir herir saman yrði við ofurefli liðs að etja. Napóleon leist illa á þá hugmynd að verjast innan landamæra Frakklands gegn slíkum liðsmun og ákvað því að verða fyrri til. Hann flutti því herlið sitt í snatri til landamæranna, nánast án þess að bandamenn hefðu nokkurn grun um fyrirætlanir hans, og hélt innreið sína í Belgíu hinn 15. júní 1815. Markmið Napóleons var einfalt: að halda Bret- um og Prússum frá hvor öðrum og gersigra þá sitt í hvoru lagi. Innrásin kom bandamönnum mjög á óvart, en í Brussel höfðu Wellington og menn hans slegið til veislu þetta kvöld. Þegar þeim varð ljóst að Napóleon og franski herinn væri kom- inn til Belgíu varð Wellington á orði: „Almáttugur, skollinn hefur leikið á mig!“ Hann rauk úr samkvæminu og hélt í átt til landamæranna. Síðustu sigrar Napóleons Daginn eftir mættust Bretar og Frakkar í orrustunni við Quatre-Bras, þar sem Ney marskálkur náði að stöðva framrás Wellingtons. Á sama tíma vann Napóleon mikinn sigur á Prússum í orrustunni við Ligny í Belgíu. Rak hann flóttann svo hart að hestur hins 72 ára gamla Blüc- hers var skotinn undan honum. Lá marskálkurinn fastur undir hræinu í nokkra klukkutíma og munaði minnstu að Frakkar tækju hann til fanga. Engu að síður komst hann undan, ásamt meginpartinum af her- liði Prússa. Áætlun Napóleons virtist vera að ganga upp og hugðist hann láta kné fylgja kviði morguninn eftir, hinn 17. júní. Þann dag rigndi hins vegar heiftarlega og vegir breyttust í drullu- svað, þannig að allir herflutningar gengu seint. Einkum tók það langan tíma að flytja fallbyssur Frakka, en hernaðarlist Napóleons byggðist að miklu leyti á markvissri notkun þeirra. Þá neyddist Napóleon til að skipta liði sínu og sendi marskálkinn Emmanuel Grouchy af stað með 33.000 manna herlið. Hann hafði að- eins eitt hlutverk, að halda Prússum frá bardaganum meðan Napóleon gjörsigraði Breta. Herir Frakka og Breta tóku sér stöðu andspænis hvor öðrum við lítinn sveitabæ, Waterloo að nafni, og biðu næsta dags. Örlög Evrópu ráðast Þar sem Napóleon vildi bíða þar til jörðin hefði þornað nægilega hófst orrustan ekki fyrr en kl. hálftólf dag- inn eftir með stórskotahríð franska fallbyssuliðsins á bresku víglínuna, en Bretar höfðu tekið sér varnarstöðu uppi á hæð við bóndabýlið La Haye Sainte. Á sama tíma réðust Frakkar á herragarðinn Chateu d’Hougomont, þar sem fáliðað breskt herlið varðist af kappi allan daginn og náði að draga fleiri og fleiri Frakka frá þungamiðju átakanna. Þrátt fyrir að Frakkar héldu uppi stöðugum árásum á La Haye Sainte með bæði fótgöngu- og riddaraliði gekk illa að ýta Bretum úr varnar- stöðu sinni. Um eittleytið sást til her- liðs í austri sem nálgaðist vígvöllinn óðum. Voru það Prússarnir og Blücher, eða var það Grouchy mar- skálkur, sem hafði fengið send boð um að koma keisara sínum tafarlaust til aðstoðar? Napóleon áttaði sig fljótt á því að þarna væri um 50.000 manna lið Prússa að ræða. Hann herti því á árás sinni. Stórskotaliðið fékk nú að njóta sín, og næsta hálftímann létu um 80 franskar fallbyssur skothríðina dynja á bresku varnarstöðunni. Mikill reyk- ur lá nú yfir vígvellinum og erfitt var að átta sig á því sem var að gerast. Síðasta ásnum spilað Um fjögurleytið sýndist Ney sem að flótti væri að bresta á breska her- liðið og ákvað upp á eigin spýtur að hefja riddaraliðsárás á hæðina við La Haye Sainte. Við tók harður bardagi, þar sem franska riddaraliðið neyddist á endanum til að hörfa undan. Sjálfur missti Ney fjóra hesta þennan dag, og hafa vangaveltur verið uppi um að hann hafi hreinlega óskað sér þess að falla sjálfur í dýrðarljóma í miðri orrustu. Mannfallið var mikið og langt var liðið á kvöld þegar Frökkum tókst loksins að brjótast í gegn við La Haye Sainte. Prússneski herinn var þá far- inn að þrýsta duglega á hægri væng Frakka. Napóleon átti hins vegar einn ás eftir upp í erminni, hinar þrautþjálfuðu lífvarðasveitir sínar, sem höfðu skilið milli feigs og ófeigs í svo mörgum orrustum hans áður. Árás lífvarðasveitarinnar var til- komumikil sjón, þar sem hún gekk fram með brugðna byssustingi og bjóst til átaka. En það var um seinan. Bretar stóðust áhlaupið og um leið brast frönsku hermennina kjark. Flótti brast í lið þeirra og flýðu þeir sem fætur toguðu. Wellington steig nú fram og lyfti hatti sínum til merkis um að öll breska víglínan ætti að sækja fram. Ráku Bretar og Prússar flóttann fram eftir kvöldi, og jókst við það mannfall Frakka svo um munaði. Lauk orrustunni við Waterloo því með algjörum sigri bandamanna á Napóleon, sem flúði á undan herliði sínu til Parísar og neyddist á end- anum til þess að segja af sér keisara- tign á ný. Vatnaskil við Waterloo  Tvöhundruð ára afmælis orrustunnar við Waterloo verður minnst í næstu viku  Markaði endalok Napóleonsstríðanna og hinna „hundrað daga“  Eitt lengsta friðarskeið í sögu Evrópu gekk í hönd Sjálfur sagði Wellington síðar að Waterloo hefði verið einhver tæpasta orrusta sem hann hefði háð, og að litlu hefði munað að Napóleon hefði sigur í henni. Munar þar líklega mest um það hversu seint hann hóf orr- ustuna, það að 33.000 manna herlið Grouchys kom honum ekki til aðstoðar, og að lífvarð- arsveitirnar voru sendar of seint af stað í bardagann. En hefði það breytt nokkru? Það er erfitt að fullyrða um það, því að Napóleon hafði gert sig algjörlega útlægan í huga stór- velda Evrópu. Stríðið hefði því líklega haldið áfram þó að Napóleon hefði haft betur við Waterloo. Gátu Frakkar sigrað? HVAÐ EF? AFP Ljónið við Waterloo Vígvöllurinn í dag er nokkuð breyttur frá því sem var, en árið 1826 var þessi minnisvarði um orrustuna reistur af Hollendingum. Í vök að verjast Á þessu málverki eftir Henri Félix Emmanuel Philippoteaux sést þegar riddaraliðsárás Neys marskálks er hrundið. Hertoginn af Wellington sagði síðar að mjög mjótt hefði verið á munum í orrustunni. Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Leiðandi framleiðandi lítilla heimilistækja fyrir hjarta heimilisins 60 ára reynsla á Íslandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.