Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 68

Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 68
68 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ StörukeppniGrikkja oglánardrottna þeirra heldur áfram. Í gær bárust þær fréttir frá Brussel að fulltrúar lánar- drottnanna, sem eru fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, evrópski seðlabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, teldu að nýjar tillögur Grikkja væru ófullnægjandi. Forsætisráðherra Grikk- lands, Alexis Tsipras, er einnig fastur fyrir. Í ítalska blaðinu Corriere della Sera var í gær haft eftir honum að næðist ekki samkomulag og þrot blasti við Grikkjum yrði það „upphafið að endalokunum á evrusvæðinu“. Í deilu Grikkja við lánar- drottnanna þrjá vilja báðir að- ilar komast að niðurstöðu án þess að Grikkland kasti evrunni. Deilan snýst um skilmála. Framferði deilenda hefur ver- ið lýst út frá kenningum leikja- fræðinnar þar sem menn reyna að vega og meta stöðu andstæð- ingsins og beita brögðum til fá hann til að gefa eftir og ná sínu fram. Samkvæmt þeim fræðum getur verið skynsamlegt að hegða sér óskynsamlega. Leikjafræðin hafa ekki síst verið nefnd til sögunnar vegna þess að Gianis Varoufakis, fjármála- ráðherra Grikkja, er sérfræð- ingur í þeim og skrifaði um þau kennslubók. Þegar Varoufakis mætti á fund klæddur í leðurjakka veltu menn fyrir sér hvort um væri að ræða brellu úr leikjafræðunum; tilgangurinn hefði verið að skjóta viðsemjendunum skelk í bringu og sýna fram á hvað hann væri róttækur. Þessar vanga- veltur gengu svo langt að Varoufakis sá ástæðu til þess strax í febrúar að skrifa aðsenda grein í The New York Times þar sem hann sagði að bakgrunnur sinn í leikjafræði hefði fært honum heim sanninn um að í þessum samningum dygði engan veginn að líta á samningana sem leik þar sem beita þyrfti blekkingum og sjón- hverfingum. Hins vegar væri hann staðráðinn í að koma í veg fyrir að Grikkland yrði gert að skuldanýlendu og hafnaði þeirri kennisetningu að beita þyrfti hagkerfið í mestu lægðinni mesta aðhaldinu. Það hefði að- eins óþarfa þjáningar í för með sér. Reyndar væri nær að segja að lánardrottnarnir væru fastir í leikjafræðunum. Þeir virðast gefa sér að Grikkir séu svo ör- væntingarfullir að þeir verði að semja og keppast um að mála skrattann á vegginn þegar þeir tala um afleiðingar þess að semja ekki. Þjóðverjar hafa verið harð- astir í aðhaldskröfunni á hendur Grikkjum. Þeir virðast líta á sig sem fordæmi í þeim efnum, en það lýsir ákveðinni sjálfsblekk- ingu. Þegar Þjóðverjar gripu til nauðsynlegra umbóta í kansl- aratíð Gerhards Schröders auð- velduðu þeir íbúum landsins að kyngja þeim með auknum út- gjöldum, sem meðal annars varð til þess að þeir uppfylltu ekki skilyrði sáttmála ESB um að- hald í fjármálum. Það mætti reyna að semja við Grikki í anda þýska fordæmisins. Hvenær er skyn- samlegt að haga sér óskynsamlega?} Störukeppnin í Evrópu Stjórnvöld í Kínahafa gefið út nýjar flotaleiðbein- ingar þar sem kveð- ið er á um það að kínverski flotinn muni í framtíðinni geta varið Kína af „opnu hafi“ frekar en bara við ströndina eins og verið hefur. Breytingin undirstrikar í raun stórveldisdrauma Kín- verja en þeir hafa gengið hart fram í kröfum sínum í Suður- Kínahafi. Raunar ganga kröfur Kín- verja svo langt að hafsvæði þeirra myndi ná allt suður að Malasíu og nánast umkringja Víetnam, ef aðrar þjóðir væru tilbúnar til þess að ganga að þeim. Sú hefur skiljanlega ekki verið raunin en Kínverjar hafa engu að síður haldið kröfum sín- um fram með ýmsum hætti. Hafa þeir meðal annars látið reisa herflugvöll á Spratly- eyjum, eyjaklasa skammt und- an ströndum Filippseyja og Malasíu. Þessi stefnu- breyting er að vissu leyti eðlilegt fram- hald á hinni miklu flotauppbyggingu sem Kínverjar hafa staðið fyrir síðustu árin, en þeir ráða nú meðal annars yfir kjarnorkuknúnu flugmóður- skipi og kafbátaflotinn hefur stóraukist í seinni tíð. Kínverjar segja þessa gríðarlegu upp- byggingu nauðsynlega, meðal annars til þess að verjast Jap- önum, en líklega hafa þeir ekki síður í huga að draga úr vægi bandaríska flotans á svæðinu. Aðrar þjóðir á svæðinu hafa einnig aukið við flota sinn og ekkert útlit er fyrir annað en þessi þróun Kínverja og ann- arra haldi áfram. Með þessari flotauppbyggingu á svæðinu má segja að nýtt vígbúnaðar- kapphlaup á sjó sé hafið á Suð- ur-Kínahafi. Niðurstaða þess kapphlaups liggur ekki fyrir en óhætt er að fullyrða að spenna hefur aukist á Suður-Kínahafi. Kínverjar hyggja á stórt hlutverk fyrir flota sinn} Stórveldisdraumar á hafi N ú veit ég ekki mikið um þig, ljúfi lesandi, til að mynda ekki hvort þú ert hann, hún, hán eða hvað- eina annað sem þú kýst að nefna þig. Ég er aftur á móti karl, miðaldra hvítur karl, eins og ráða má af með- fylgjandi ljósmynd (þó að alla jafna sé reyndar varasamt að ráða eitt eða annað af ljós- myndum). Í gegnum árin hef ég líka notið þess að vera karlmaður á ýmsa vegu, sérstaklega í saman- burði við konur, því ég hef ekki þurft að þola það að útlit mitt og vaxtarlag sé viðurkennt um- ræðuefni, að frekar sé spáð í klæðaburð minn en verðleika, að það sé skemmtilegt gaman að fara um mig niðrandi orðum, að ég þurfi að þola það að vera á lægri launum en karlinn við hlið- ina á mér og svo náttúrlega það að framahorfur mínar eru alla jafna betri en kvenna. Þannig finnst mér frekar hlustað á mig á fundum en konur á sama fundi, þó að þær séu ekki síður klárar en ég og oft mun klárari, síður sé gripið fram í fyrir mér. Skoð- anir mínar, sem eru örugglega sumar galnar, fá meira vægi við það að ég er karlmaður, eða það hefur mér sýnst, meðal annars af viðbrögðum við pistlum sem þessum. Þér finnst þetta kannski fásinna, kæri lesandi, en þú getur þá til að mynda dundað þér við að lesa um reynslu transkarla, karla sem fæðast konur, og það hvernig viðhorf til þeirra breyttist eftir að röddin dýpkaði og klæðaburður breyttist. Kynjakvótar sem felast í því að taka eigi konur fram yfir karla ef verulega halli á konur á viðkomandi starfsviði eru mörgum fleinn í holdi. Samhliða því að sumum körlum finnst óþolandi að kon- ur séu teknar fram yfir þá „bara vegna þess að þær eru konur“ hef ég líka rekist á það að einhverjum konum finnst niðurlægjandi að þær hafi hugsanlega verið valdar til starfa vegna kynferðis en ekki hæfileika. Ég hef áður fjallað um þann kynjakvóta sem verið hefur við lýði í hundruð ára hér á landi, reyndar alla tíð, en hann hefur falist í því að karlar hafa jafnan gengið fyrir um öll helstu, ábyrgðarmestu og best launuðu störf. Þegar velja á forstjóra eða frambjóðanda, for- mann eða framkvæmdastjóra hafa karlar nánast alltaf orðið fyrir valinu og enginn skal segja mér að það hafi alltaf verið vegna þess að þeir voru bestir til að gegna viðkomandi starfi. Þeir voru oftar en ekki valdir vegna þess að við treystum karlmönnum ósjálfrátt frekar, tökum frekar mark á þeim og finnst þeir merkilegri – vegna þess að þeir eru karlmenn. Í þessu ljósi blasir augljóslega við að kynjakvótar eru ekki til að hjálpa konum og í þeim felst engin niðurlæging. Kynjakvótar eru nefnilega frekar til að hjálpa körlum – til að koma í veg fyrir að karl sé valinn í starf eða veitt brautargengi bara vegna kynferðis. Það er engin nið- urlæging fyrir konur að til séu kynjakvótar – þeir eru fyrst og fremst til þess fallnir að létta niðurlægingu af körlum. Ekki mun af veita. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Forréttindi karla – reynslusaga STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Erlendir ferðamenn greiddumeð debet- og kredit-kortum sínum 9,3 millj-arða króna í apríl sl. sem er nærri 40% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Fyrstu fjóra mánuði ársins nam kortavelta útlend- inga hér á landi 34,4 milljörðum króna, sem er aukning um 39% á milli ára. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar. Þar er vakin athygli á því að í apríl var 15,3% meiri greiðslukortavelta á hvern erlendan ferðamann sem kom til landsins en í apríl 2014. Með því að leiðrétta upphæðina fyrir verðlags- breytingum síðustu tólf mánaða nam hækkunin 13,7% á milli ára. Er þetta nokkru meiri hækkun en fyrri sam- antektir hafa leitt í ljós. Svisslendingar eyða mestu Meðalkortavelta hvers ferða- manns var um 130 þúsund krónur í Íslandsdvöl sinni þennan mánuð. Mestu eyðsluklærnar voru Svisslend- ingar með 250 þúsund króna veltu að jafnaði, næstir komu Bandaríkja- menn með 217 þúsund og Rússar með um 200 þúsund krónur. Á meðfylgj- andi korti sést kortaveltan nánar eftir þjóðerni erlendra ferðamanna. Jap- anskir ferðamenn reka lestina, með 43 þúsund króna kortaveltu að jafn- aði, en eins og Emil B. Karlsson, for- stöðumaður Rannsóknaseturs versl- unarinnar, bendir réttilega á segja þessar tölur ekki alla söguna um eyðslu ferðamanna hér á landi. Þarna séu ekki upplýsingar um hve mikið erlendir ferðamenn nota reiðufé. Þetta séu fyrst og fremst vísbend- ingar um eyðsluna út frá kortavelt- unni. En að sögn Emils hafa ekki orð- ið miklar breytingar í neyslu ferðamanna eftir þjóðerni. Svisslend- ingar hafa jafnan verið efstir og Rússar komið þar skammt á eftir. Helst er nýtt í aprílmánuði hve Bandaríkamenn fara ofarlega. Skemmtiferðaskipin ótalin Hafa ber í huga að kortavelta út- lendinga sem kaupa t.d. farmiða eða pakkaferðir til Íslands frá heimalandi sínu er ekki meðtalin í þessu, nema veltan fari í gegnum íslenska færslu- hirða. Þannig eru erlendar greiðslur vegna flugferða hingað til lands ekki meðtaldar, sem og greiðslur til er- lendra ferðaskrifstofa eða annarra milliliða. Þá bendir Emil á að í ein- hverjum tilvikum geti Íslendingar búsettir í útlöndum, með erlend greiðslukort, verið inni í þessum töl- um, en þó ekki það mikið að það skekki myndina. Velta eftir þjóðerni ræðst m.a. af því hve löng dvölin er hér á landi og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið var til landsins. Þá bendir Rannsóknasetrið á að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavík- urflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins. Þannig eru farþeg- ar skemmtiferðaskipa ekki í þessum tölum, svo dæmi sé tekið. Kannanir meðal þeirra farþega hafa bent til að þeir eyði að jafnaði um 12 þúsund krónum í hverri viðkomuhöfn. Samkvæmt samantekt rann- sóknasetursins bendir allt til þess að erlendir ferðamenn séu farnir að skila meiru til þjóðarbúsins, ef svo má segja. Kortaveltan er ákveðin vís- bending og síðan er stór markaður í gangi þar sem ferðamenn leigja sér húsnæði og greiða fyrir það „á svörtu“. Í auknum mæli nota ferðamenn hraðbanka til að taka út reiðufé, eða fyrir 772 milljónir króna í apríl, miðað við 740 milljónir í sama mánuði í fyrra. Hver ferðamaður eyðir meiru en áður Kortavelta erlendra ferðamanna eftir þjóðerni í apríl 2015 í þús. kr. Heimild: Rannsóknasetur verslunarinnar 250 20 0 150 10 0500 66 66 54 43 154 Sviss Bandaríkin Rússland Frakkland Kanada Ítalía Holland Noregur Spánn Þýskaland Danmörk Svíþjóð Finnland Bretland Kína Pólland Japan 250 201 175 173 157 149 137 128 119 118 99 85 217 130 Önnur lönd Meðaltal Rannsóknasetur verslunar- innar skoðar einnig reglulega tölur um kortaveltu erlendra ferðamanna eftir innkaupum þeirra á vörum og þjónustu. Emil B. Karlsson segir vaxandi hluta fara til kaupa á skipu- lögðum ferðum innanlands, s.s. í hvalaskoðun, norður- ljósaferðir eða rútuferðir um Gullna hringinn. Í aprílmánuði jókst kortavelta í þessum geira um 113%, fór úr 1,1 milljarði í apríl 2014 í 2,5 milljarða í ár. Það er í raun sama hvaða viðskipti þetta eru, aukin kortavelta er í gist- ingu, veitingum, farþega- flutningum, eldsneyti, verslun og menningar- tengdri ferðaþjónustu. „Kannski er það að ger- ast loksins að við séum að fá hingað stöðugt ríkari ferðamenn sem skilja meira eft- ir sig í tekjum til ferðaþjónustunnar,“ segir Emil. Fleiri í skipu- lagðar ferðir EYÐSLA FERÐAMANNA Emil B. Karlsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.