Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 74

Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 74
BÆJARHÁTÍÐIR Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is „Gásir eru forn verslunarstaður við mynni Hörgár í Eyjafirði þar sem miklar búðir voru settar upp á hverju sumri meðan verslun fór þar fram en ekki mun hafa verið þar heilsárs- búseta,“ segir Skúli Gautason, framkvæmda- stjóri Miðalda- daga. „Þarna átti sér stað heilmik- ill útflutningur, með vaðmál, lýsi og brennistein, meðal annars, og erlendur varn- ingur fenginn í staðinn,“ bætir hann við en fornminjar sem grafnar hafa verið upp á gásum – allt frá árinu 1907 er þeir Daniel Bruun og Finnur Jónsson gerðu þar uppgröft – sýna svo ekki verður um villst að til Gása komu menn í verslunarer- indum víðsvegar að úr Evrópu. 400 ára blómaskeið Gása Skúli segir að verslun hafi staðið í miklum blóma á Gásum í hartnær fjórar aldir frá elleftu öld og fram á þá fimmtándu. Spurður um upphaf- ið, endalokin og ástæður þessa seg- ir hann að líklegast hafi skipalægið einfaldlega verið gott á þeim stað þar sem heita Gásir. „Þess vegna hefur orðið þarna verslunarstaður. Staðurinn er líka miðsvæðis og liggur því vel við, stutt í ýmsar átt- ir. Þarna myndaðist því þorp á hverju sumri þegar skipin komu og fóru. Þorpið var nánar tiltekið tjaldbúðir því það myndaðist ekki föst búseta þarna.“ Á heimasíðu Miðaldadaga kemur ennfremur fram að sögulegar heimildar bendi til þess að Gásakaupstaður hafi byggst upp vegna aðgerða höfðingj- ans og goðans Guðmundar dýra sem lagði niður Vaðlaþing, vor- þingstað héraðsins, en það mun hafa verið seint á 11. öld. „En þess sjást líka merki að þarna hafi átt sér stað nokkur iðnaður. Menn hafa hreinsað þarna brennisteininn sem seldur var til útflutnings enda var hann miklu verðmætari þannig.“ Skúli útskýrir að brennisteinninn hafi verið hreinsaður með því að sjóða hann í lýsi; þá flaut hroðinn upp en steinninn sökk til botns. Hvað endalok verslunarstaðarins áhrærir segir Skúli að svo virðist sem það hafi gerst frekar snögg- lega. „Það eru getgátur uppi um að það hafi orðið mikil skriðuföll í Hörgárdal og með þeim mikið af mold og framburði sem eyðilagði um leið skipalægið og skemmdi höfnina. Þá fluttist verslunarstað- urinn til Akureyrar, innar í firð- inum. Sögulegar forsendur fyrir öllu Skúli bætir því við að allt það sem fari fram á Miðaldadögum sé með einhverjum hætti stutt ein- hverjum heimildum – hér ber fólk virðingu fyrir sögunni og það í verki. „Annaðhvort þarf það að líkjast einhverju sem hefur verið grafið upp eða þá að ritaðar heimildir frá blómaskeiði Gása gefi það til kynna svo á því megi byggja.“ Meðal þess sem boðið verður upp á verður námskeið í bogfimi þar sem ungum sem öldnum gefst kost- ur á að handleika alvöruvopn og skjóta í mark. Leiðsögn verður í boði um minjasvæðið þar sem for- tíðin mun standa þátttakendum ljóslifandi fyrir augum. „Við mun- um bjóða upp á róður hér út á vík- ina í Gásabátnum sem er smíði Haraldar Inga, en bátasmiðurinn Hjalti Hafþórsson kemur líka með Vatnsdalsbátinn til sýnis en þann bát smíðaði hann eftir bát sem grafinn var úr kumli í Vatnsdal árið 1964 og er feræringur. Hann kem- ur líka með Króka-Ref, bát sem hann smíðaði eftir lýsingu úr hand- riti.“ Þá verður boðið upp á kaðlagerð úr hrosshári sem Skúli segir mikla kúnst en til sjós þótti best að nota kaðla úr hrosshári því það hrindir frá sér vatni og kaðlar úr því varð því ekki gegnsósa eins og aðrir á sjó sem frusu og urðu ónothæfir í köldum veðrum. „Eldsmiðir verða við vinnu sína og þarf ekki að taka fram að þá verður heitt í kolunum. Þá er ljóst að það slær í brýnu er sjálfur Flóabardagi brýst út með meðfylgjandi steinakasti með sögu- legu ívafi.“ Fyrir vopnmóða menn og konur má svo benda á að hress- ingar er von því miðaldamatur verður til sölu í veitingatjöldum ásamt því að miðaldatónlist hljómar um svæðið. Þar verður á ferðinni miðaldahljómsveitin Svartidauði sem kunnugir segja að engu eiri. Miðaldadagar á Gásum fara fram helgina 17. til 19. júlí og dagskráin er frá kl. 11 til 18 alla dagana þrjá. Verði er stillt í hóf og aðgangseyrir fyrir fullorðna er 1.500 kr., fyrir 13 ára og yngri: 750 kr. Börn minni en miðaldasverð fá frítt inn. Þá verður hægt að kaupa svokallaðan Fjöl- skyldumiða á 5.000 kr. og gildir hann fyrir 2 fullorðna og 3 eða fleiri börn. Nánar má kynna sér sögu Gása og dagskrá Miðaldadaga á www.gasir.is Aftur til miðalda á Gásum  Í Eyjafjarðarsveit verða haldnir Miðaldadagar á Gásum  Fortíðin verður lífguð við, allrahanda kaupskapur, hand- verk og leikir  Ómar fortíðar hljóma og lykt af alls kyns iðnaði, kolagerð og brennisteinsvinnslu berst um svæðið Fjölskyldugaman Öll fjölskyldan skemmtir sér á Miðaldadögum, segir Skúli, og bogfiminámskeiðið er alltaf vinsælt hjá ungviðinu. Skúli Gautason Dagamunur Stiginn er dans að fornum hætti enda allt sem gert er til gamans byggt á einhverjum heimildum um lífið á Gásum. Ljósmynd/Hörður Geirsson Handavinna Handverk að hætti miðalda er í hávegum haft á Miðaldadögum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.