Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 87

Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 87
MINNINGAR 87 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 þökkum Völu samfylgdina og biðjum guð að hughreysta fjöl- skyldu hennar. Blessuð sé minn- ing Völu. Friðrik Steinn Kristjánsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Kæra vinkona. Kallið er komið langt á undan því sem við teljum eðlilegt og þú farin í Sumarlandið. Þar mun þér heilsast vel, elsku vinkona, og fyrr en varir verður þú farin að stjórna þar öllu. Hefð- ir sennilega orðið næsti forseti Ís- lands ef heilsan hefði verið með þér. Kvenskörungur varstu, það voru forréttindi fyrir mig að fá að kynnast þér – minnir mig einna helst á kvenskörunga Íslendinga- sagnanna þegar ég hugsa til þín. Þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og símtölin sem voru mun fleiri. Við smullum saman á augabragði þegar við kynntumst og það var skemmtileg upplifun. Ekki var það verra þegar við áttuðum okk- ur síðan á því að við værum fjar- skyldar frænkur frá Þórshöfn á Langanesi. Það varst þú sem átt- aðir þig á því, ættrækin og góður mannvinur. Við gátum talað um allt milli himins og jarðar og aldrei kom maður að tómum kofunum hjá þér. Hugurinn bar þig ávallt langt og þú varst dugnaðarforkur. Það sýndi sig svo sannarlega þegar ég eignaðist tvíburana mína. Þú varst búin að finna hvern lækninn á fætur öðrum til að bjarga stúlk- unni minn ef á þyrfti að halda. Ég hafði aldrei kynnst neinni mann- eskju sem var í líkindum við þig – ég átti stundum erfitt með að þakka fyrir allt sem þú gerðir fyr- ir mig. En núna er komið að mér að endurgjalda það með því að fylgjast með og vera til staðar fyr- ir þín börn. Þau eru heppin að hafa átt þig sem móður og munu ávallt lifa með þær góðu minningar. Stund- um er sagt að fáar gæðastundir séu gulls ígildi og það á vel við. Bjarni Þórður er einstakur maður og frábær faðir í alla staði og þar varstu lánsöm Vala mín. Bryndís og Ingimar Stefán munu spjara sig í lífinu enda bæði fljúgandi greind og vel gefin börn. Það var ávallt yndislegt að koma á Ein- imelinn til ykkar hjóna. Þar voru börnin í fyrirrúmi, það sá maður svo sannarlega, listaverkin þeirra prýddu heimilið og þið hjónin að springa úr stolti yfir hversu frá- bær þau væru. Sönn vinátta er eins og góð heilsa. Gildi hennar getum við sjaldan metið fyrr en við höfum glatað henni. Guð blessi minninguna um góða vinkonu. Hún mun ætíð lifa með mér. Innilegar samúðarkveðjur Bjarni Þórður minn, börn og að- standendur. Hvíldu í friði. Þín vinkona, Áslaug Ólafsdóttir. Ég kveð ástkæran vin og dýr- mætan einstakling, Völu Ingi- marsdóttur, með 48. erindi Háva- mála og 82. erindi Sólarljóða: Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Hér við skiljumst og hittast munumt á feginsdegi fira; drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. Ólafur F. Magnússon. Í dag kveðjum við elskulega vinkonu okkar Völu Ingimars- dóttur. Það var fyrir nokkrum árum að við, lítill hópur fyrrverandi Versl- unarskólastúlkna, drógum okkur saman á nýjan leik og fórum að hittast reglulega til að styrkja böndin og gleðjast. Við fráfall Völu hefur myndast djúpt skarð í okkar hóp. Vala var einstakur karakter, umhyggju- söm, ljóngreind með stálminni og skemmtilega sérstök. Það var stutt í hárbeittan húmorinn hjá henni og tók oft nokkur augnablik fyrir okkur hinar að kveikja á gríninu. Hún hafði einlægan áhuga á fólki, var góður hlustandi og var einstaklega traustur vinur. Hún var hugrökk, óhrædd við að fara nýjar leiðir og leitaði ávallt lausna þar sem vandamálin voru fyrir henni bara verkefni. Á fundum okkar, sem oftast áttu sér stað í hádegi á sunnudög- um, fylgdumst við með margvís- legum viðfangsefnum Völu, svo sem leirlistarnámi, skartgripa- hönnun og stjórnmálastarfi. Bar þar þó hæst stofnun fyrirtækisins ValaMed en í því starfi kristöll- uðust eiginleikar Völu hvað best. Í ValaMed er unnið brautryðj- endastarf á sviði læknavísinda þar sem leitast er við að þróa ein- staklingsmiðaðar lyfjameðferðir í baráttunni við krabbamein. Það þarf mikla orku og elju til að fylgja svona stórhuga fram- kvæmd úr garði. Vala var fram- sýn hugsjónakona sem var óþreytandi við að hjálpa öðrum og bæta heiminn. Það er sjónarsvipt- ir að henni. Elsku Bjarni, Bryndís, Ingi- mar og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Minningin um Völu lifir áfram í hjarta okkar. Elinrós Líndal, Herdís Þorvaldsdóttir, Kolbrún Björnsdóttir, Petrea Guðmundsdóttir, Steingerður Ingvarsdóttir, Tinna Traustadóttir og Þorbjörg Jónsdóttir Góð kona er gengin. Á afmælisdaginn minn árið 1999 átti ég bókað starfsviðtal. Þegar þangað kom hitti ég fyrir unga og efnilega konu sem var nýútskrifuð úr háskólanámi. Við- talið varð eftirminnilegt og gott. Þessi metnaðarfulla og eldklára kona réð mig til starfa sem urðu bæði mér og vinnuveitandanum árangursrík. Allt frá okkar fyrsta fundi brá aldrei skugga á þau fágætu heil- indi og fallega hlýhug, sem ein- kenndi öll samskipti Völu við mig, allan þann tíma sem við þekkt- umst, allt til loka. Breytingar urðu í atvinnulíf- inu, samstarfi okkar lauk og báð- ar héldu til starfa við ný verkefni, en vináttan hélt áfram og tengslin slitnuðu aldrei. Baráttuvilji, bjartsýni og þor einkenndu Völu í öllu sem hún tókst á við og það sama átti við um erfið veikindin. Eitt það dýrmætasta í lífinu er gott samferðafólk. Ég er forsjón- inni þakklát fyrir minningarnar, að hafa átt vináttu einstakrar konu. Minning hennar mun lifa. Hvíl í friði elsku Vala. Ég bið Guð að blessa Bjarna, börnin og aðra aðstandendur og votta mína innilegustu samúð. Marta B. Helgadóttir. Vala kveður tilverustig okkar í bjartasta mánuðinum, það er táknrænt. Það var alltaf bjart í kringum Völu og sópaði að henni hvar sem hún fór. Hún var glæsileg svo af bar, mikill dugnaðarforkur, ein- staklega úrræðagóð og drífandi og framkvæmdi hlutina strax, helst í gær. Þegar hún veiktist kynnti hún sér alla möguleika á að ná bata og hafði samband við heimsfræga er- lenda sérfræðinga. Það dugði ekkert minna. Hér á landi var ekki starfrækt fyrirtæki sem samræmdi lyf fyrir sjúklinga í krabbameinsmeðferð en slík fyrirtæki eru þekkt víða erlendis. Málið vafðist ekki fyrir Völu. Hún dreif í stofnun fyrir- tækisins Vala-Med ásamt lækn- um og fjárfestum og varð fyrsti framkvæmdastjóri þess. Ég kynntist Völu, þegar við unnum saman í Hverfisráði Vest- urbæjar fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, hún var þá formaður. Þar var aldeilis ekki slegið slöku við, fundað stíft og margt tekið fyrir og höfðum við öll, sama hvar í flokki vorum, ánægju af. Stundum fannst mér eins og, að hún ætlaði okkur að fram- kvæma allt sem betur mætti fara í Vesturbænum á okkar stutta kjörtímabili. Vinsældir okkar meðal emb- ættismanna Reykjavíkurborgar á þessum tíma voru trúlega mis- miklar. Öll blómaker á götuhornum í Vesturbænum vorum sett upp á þessum tíma og voru þau hug- mynd Völu og vona ég að Vest- urbæingar hugsi fallega til henn- ar, þegar þeir eiga leið fram hjá þeim þessa dagana. Annað sérlega fallegt framtak hennar, var að kalla alla sorp- hirðumenn Vesturbæjar á fund til okkar rétt fyrir jól og afhenda hverjum fyrir sig fulla gjafakörfu af jólamat. „Þetta er erfitt starf og enginn þakkar þeim sérstak- lega fyrir það,“ sagði Vala. Við vorum öll hjartanlega sammála því. Einnig var það hennar hug- mynd að kaupa útimyndavélar á Melaskólann og hafa allar lýsing- ar í lagi í kringum skólana í hverf- inu. Bara smá dæmi. Það var líf og fjör í Hverfis- ráðinu þetta kjörtímabil. Mest af öllu hugsaði Vala um börnin sín tvö og fjölskyldu. Ekk- ert var of gott fyrir Bryndísi Líf og Ingimar sem hún elskaði skil- yrðislaust. Minningin um glæsilega, konu sem lýsti af hvar sem fór veitir birtu og yl inn í hjörtu allra sem voru svo lánsamir að eiga Völu Ingimarsdóttur að vin. Blessuð sé minning hennar. Við Hákon sendum Bjarna, börnunum og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sigríður Ragna Sigurðardóttir. „Veri amici non prava ex- empla, sed bona consilia dant.“ Það er eitthvað óréttlátt við það að sitja hér saman einungis tuttugu og einu ári eftir stúdent- sútskrift og kveðja eina úr hópn- um. Við kynntumst Völu í Verzlun- arskóla Íslands. L bekkurinn átti tvö skemmtileg ár saman í Flug- leiðastofunni við Ofanleiti og út- skrifuðumst við sem stúdentar vorið 1994. Árin á undan höfðum við m.a. lært latínu, frönsku og brallað ýmislegt saman. Þegar við hugsum til Völu, kemur upp í hugann mynd af fal- legri og góðri konu með hlýlegt bros. Í gegnum tíðina hittumst við af og til og heimili Völu stóð okkur alltaf opið. Meira að segja þegar við mættum í brunch á sunnudagsmorgni eftir Menning- arnótt og Vala hafði gleymt því að von var á okkur. Hún hélt sinni yfirvegun og ró og bauð okkur hjartanlega velkomnar inn með bros á vör. Einnig minnumst við skemmtilegrar kvöldstundar á Einimelnum þar sem við borðuð- um indverskan mat og lærðum magadans. Í gegnum árin höfum við dáðst að styrk, þrautseigju og fram- takssemi Völu. Þrátt fyrir erfið veikindi náði hún að nýta þá reynslu til uppbyggingar og rannsókna öðrum til góðs. Við vottum fjölskyldu Völu okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. „Vade in pace.“ Fyrir hönd 6. bekkjar L, Bryndís, Sif og Hjördís. Það er kannski margt líkt með þessum erfiða vetri og hinni hörðu lokabaráttu Völu við krabbameinið að nú þegar honum er lokið er Vala öll. Hún gerði allt til þess að kynna sér sjúkdóm sinn til að verjast, las bækur, vafraði á netinu og kynnti sér rannsóknir. Hún setti upp fyrir- tækið ValaMed, var í sambandi við virta og þekkta lækna á sjúkrahúsum hér heima og er- lendis. Eftir að við kynntumst Völu undruðumst við oft kraft hennar þótt við vissum að hún væri veik. Endalausar hugmyndir, oft þann- ig að okkur þótti nóg um en ekki Völu. Hún lét ekkert stoppa sig, hugsaði alltaf fram á við og áfram áfram, baráttan varð að halda áfram þrátt fyrir þunga ágjöf hvað eftir annað. Við spyrjum okkur hverju hefði þessi klára kraftmikla fram- sýna kona getað komið í verk ef ef hún hefði fengið til þess heilsu og tíma. Hún var í senn frumkvöðull, leiðtogi og lærður stjórnmála- fræðingur sem hefði getað náð langt á þeim vettvangi. Við minnumst góðra tíma á Jómfrúnni um helgar og í Flórída, þar sem málin voru rædd í þaula á kvöldin, gjarnan yfir góðri steik. Hún hafði ótrúlega gaman af og var hreinn snillingur í að versla og gera óeðlilega góð kaup, hvort sem var erlendis, í góði molli eða á netinu. Auk þess hafði hún sér- stakt auga fyrir fallegum hlutum, eins og hönnun hennar á skart- gripum og keramik bera vitni um. Við þökkum Völu fyrir allar góðar stundir á undanförnum ár- um, sem við höfum átt með henni og fjölskyldu hennar og sendum Bjarna, Bryndísi, Ingimari og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guðný Magnúsdóttir og Einar Örn Jónsson. Kveðja frá Verði Lokið er ævi merkrar konu. Við fráfall hennar er margs að minnast og afrek hennar munu seint falla í gleymsku. Bjartur dagur varð því miður alltof fljótt að nóttu hjá Völu Ingimarsdóttur en eftir liggur þó glæsilegur ferill sem er öðrum til fyrirmyndar. Sjálfstæðismenn í Reykjavík eru og verða ávallt þakklátir fyrir störf Völu í þágu flokksins. Vala var formaður hverfafélagsins í Háaleitishverfi og síðar meir varaformaður hverfafélagsins í Nes- og Melahverfi, sat í stjórn Heimdallar, sat í kjörstjörn, gegndi embætti varaformanns miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins og átti sæti í fulltrúaráði Varðar til margra ára. Þá var hún einnig um áraraðir fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins Hverfisráði Vesturbæj- ar hjá Reykjavíkurborg og gegndi jafnframt á tímabili for- mennsku í ráðinu. Arfleifð Völu liggur í því stór- merka starfi sem fram hefur farið hjá rannsóknarfyrirtækinu Vala- Med sem hún tók þátt í að stofna árið 2007, en fyrirtækið hefur unnið að rannsóknum sem bein- ast að því að þróa hnitmiðaða lyfjameðferð við krabbameini. Sjálfur á ég margar sælar minningar um samstarf mitt og vináttu við Völu. Saman tókum við þátt í ótalmörgum verkefnum í þágu flokksins og grasrótarinn- ar í Reykjavík og mér þykir óend- anlega vænt um að hafa fengið að starfa með henni á þessum vett- vangi. Vala hafði sterkar skoðanir og var tilbúin að berjast fyrir þeim, þau voru ófá símtölin og hittingarnir sem við tókumst mál- efnalega á þó við hefðum svipaða sýn á hvaða höfn við vildum stefna. Við kveðjum nú allt of fljótt konu með stórt hjarta og miklar hugsjónir, konu sem var ætíð tilbúin að hjálpa öðrum þó hún háði mikla baráttu sjálf við erfið veikindi, en umfram allt kveðjum við góðan vin. Það er mikill söknuður að Völu en minning hennar mun lifa um ókomna tíð. Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS ÁRNASSONAR símaverkstjóra, Kirkjusandi 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru færðar Guðmundi Rúnarssyni og starfsfólki göngudeildar 11c Landspítala. . Elín Hrefna Ólafsdóttir, Ólafur I. Ólafsson, Hólmfríður Skarphéðinsd, Kristín H. Ólafsdóttir, Helgi Gunnlaugsson, Guðmundur H. Ólafsson, Svandís Sigvaldadóttir, Elinborg L. Ólafsdóttir, Leiv Tvenning, Aðalheiður S. Kjartansdóttir, Knut Vesterdal, Eggert H. Kjartansson, Sandra Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA MARÍA SIGURÐARDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést á heimili sínu 2. júní. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vinsemd við andlát hennar. Sérstakar þakkir til starfsfólks Beykihlíðar, ykkar störf eru ómetanleg. Guð blessi ykkur öll. . Guðbjörg Þorvaldsdóttir, Hallgrímur Jónasson, Hildur Björk Sigbjörnsdóttir, Stefán Geir Árnason, Guðrún Ýr Sigbjörnsdóttir, Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Katrín Jónsdóttir, Rósa María Sigbjörnsdóttir, Sveinn Viðarsson og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PETRA ÓSK GÍSLADÓTTIR, áður Hólavegi 26, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks laugardaginn 6. júní. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 13. júní kl. 14. . Gísli Hafsteinn Einarsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Guðlaug Ragna Jónsdóttir, Einar Stefánsson, Ingimar Jónsson, barnabörn og langömmubörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra JÓHANNS ÓLAFSSONAR bónda og organista, Ytra-Hvarfi, Svarfaðardal. . Herdís Aðalheiður Geirsdóttir, Tryggvi Jóhannsson, Helga Hermannsdóttir, Hafdís Jóhannsdóttir, Jósef G. Kristjánsson, Heiðrún Jóhannsdóttir, Skarphéðinn Leifsson, Helgi Jóhannsson, Daníel Jóhannsson, Kristín Hjálmarsdóttir, Sólveig Eyfeld, Younes Ababou, Ingunn Margrét Hallgrímsdóttir, Einar Bjarki Hallgrímsson, Sigurrós Karlsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA SIGURÐARDÓTTIR BERGMANN frá Fuglavík, lést 24. maí á dvalarheimilinu Nesvöllum, Reykjanesbæ. Jarðarförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Nesvalla fyrir alúð og góða umönnnun. . Vigdís Pétursdóttir, Davíð Smári Jónatansson, Nína Björk Friðriksdóttir, Halldór Viðar Jónsson, Ragnar Friðriksson, Sara Bergmann, Valgeir Ólason og barnabarnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.