Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 94
94 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vertu fastur/föst fyrir. Viljastyrkur
þinn er mikill, sem og kjarkur og einbeitni.
20. apríl - 20. maí
Naut Veltu fyrir þér nýju sambandi, helst
með einhverjum sem er erfitt að reikna út. Þú
ert gefandi manneskja og tekur tillit til þarfa
annarra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það skiptir engu máli hvernig viðrar
hið ytra aðeins ef þú gætir þess að hafa sól í
sinni. Reyndu að nálgast hlutina úr annarri
átt og leitaðu ráða hjá góðum vini.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ef þú vilt styrkja vináttuböndin skaltu
muna að góðir vinir geta verið saman bæði í
sorg og gleði. Það er fátt sem getur staðið í
vegi fyrir þér þegar sá gállinn er á þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þótt ekki sé nauðsynlegt að vita öll
smáatriði áður en lagt er af stað kemur sér
þó vel að vita í stórum dráttum hvað fram-
undan er. Fátt er svo með öllu illt að ei boði
gott.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér finnst þú verða fyrir miklum þrýst-
ingi frá samstarfsmanni þínum. Reyndu frek-
ar að kynna þér málin sjálf/ur og kveða upp
dóm á þínum eigin forsendum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Viljir þú ná fram einhverjum breytingum
skaltu ekki hika við að láta í þér heyra þegar
þín hjartans mál ber á góma. Láttu ekki
blekkjast í dag.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að laga ýmislegt í
starfsháttum þínum og umfram allt þarftu að
muna að æfingin skapar meistarann. Reyndu
að gera það besta úr hlutunum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Dagurinn í dag er ákjósanlegur til
þess að gera langtíma fjárhagsáætlanir. Allt
fer í sama farveg hvort sem þú stressar þig
eða ekki.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú verður að láta reyna á dóm-
greind þína því það hefur ekkert upp á sig að
láta aðra stjórna lífi þínu á öllum sviðum. Ef
þú horfir í rétta átt þarftu ekki að gera annað
en að halda áfram að ganga.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Einhver er að skipuleggja óvænta
uppákomu fyrir þig og þú eyðileggur hana ef
þú ert of forvitin/n. Ekki fara sömu leið og
allir aðrir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ættir að endurskoða líferni þitt og
taka meira mið af því sem er hollt og heilsu-
samlegt. Það er ekki hægt að stytta sér leið á
draumastaðinn.
Páll Imsland lætur ekki deigansíga í glímu sinni við sérnöfn,
staðarheiti og örnefni og segir: „Ég
er þess fullviss að eftirfarandi
limra hefur áður verið ort, hvernig
svo sem hún þá hljómaði. Þessi rím-
orð kallast svo sterklega á, eins og
það heitir nú í arkitektúr og skipu-
lagsfræðum, að það er óhugsandi
að þau hafi ekki verið notuð fyr.
Hann var pöróttur Vilmundur Vídalín
enda vaninn á skammta af rítalín.
Það dugði samt ekki,
svo dáði hann hrekki.
Skyldi’ ekki skort hafa vítamín?“
Sigurlín Hermannsdóttir svaraði
að bragði „Það er rétt, þessi rímorð
kallast á. Ég orti fyrir hálfu öðru
ári eða svo:
Það er sagt að hann Sigfinnur Vítalín
sé sólginn í alls konar vítamín
og Hleðslu og Hámark,
fær Herbalife smáspark
og nú vill hann reyna við rítalín.
Þetta sannar bara „great
minds …“ og allt það.“
Það er alltaf skemmtilegt þegar
hagyrðingar taka á sprett og svar-
ar hver öðrum. Pétur Stefánsson
orti á Leirnum á sunnudaginn:
Stirð er lundin, gramt er geðið,
gleðin veslast upp og deyr.
Ennþá get ég ekki kveðið
eins og forðum hér á Leir.
„Vor í lofti,“ sagði Ármann Þor-
grímsson og:
Yljar sólin okkur hlý
eftir kaldan vetur
er að vora enn á ný
aftur kominn Pétur
Ólafur Stefánsson greip til ný-
langhendu:
Eins og horfinn hlöðukálfur,
hulu sviptur lyftir kolli,
penn að vanda Pétur sjálfur
prýðir Leir, sá snjalli skolli.
Helgi Zimsen hafði orð á því, að
Pétur væri að rumska, – nú sé eitt-
hvað í vændum:
Aftur gengur enn á ný,
undan skríður vetri.
Leir mun flæða í ljóðagný,
leysing verða í Pétri.
Og þá barst kveðja norðan úr Mý-
vatnssveit frá Friðriki Steingríms-
syni:
Aftra Pétri ekkert kann
æsist leirinn glaður,
aftur genginn yrkir hann
eins og vitlaus maður.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Vilmundi Vídalín
og Pétri sjálfum
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞÚ HLÝTUR AÐ HAFA KLÁRAÐ TVO
KÍLÓMETRA, ÞETTA VORU ALVEG FJÓRAR
MÍNÚTUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að biðja fyrir öryggi
hans.
TYGGJ
TYGGJ
TYGGJ
TYGGJ
TYGGJ
TYGGJ
FÆ ÉG
EITTHVAÐ
AF ÞESSU
POPPKORNI?
ÉG HELD AÐ
VIÐ ÞURFUM AÐ
HÆTTA SAMAN.
JÆJA,
HELGA...
ER ÞETTA
EKKI DRAUMA-
KASTALINN
ÞINN?!
HANN ER AÐEINS
HUGGULEGRI Í
DRAUMUNUM MÍNUM.
„SAGAN ÞÍN
GENGUR
EKKI UPP.“
„EKKI KENNA
MÉR UM, KENNDU
SKÓLUNUM UM.“
Reykjanesið hefur upp á ýmislegtað bjóða annað en Keflavíkur-
flugvöll, helstu undankomuleiðina frá
Íslandi. Víkverji átti um daginn leið
til Keflavíkur og ákvað að nota ferð-
ina til að skoða sig um. Á leið í Garð
fór hann framhjá Helguvík, þar sem
miklar girðingar með ógnvekjandi
skiltum um að óviðkomandi hypji sig
magna frekar freistinguna að athuga
hvað sé á seyði en að draga úr henni.
Í Garði er alltaf rok og hafa íbúarnir
greinilega ákveðið að vera ekkert að
pukrast með þá staðreynd. Það
fyrsta sem blasir við þegar komið er í
Garðinn er skilti með áletruninni
„Þar sem ferskir vindar blása“.
x x x
Garðskagavitarnir setja svip á bæinn. Sá eldri, sem nú er frið-
aður, var reistur 1897 og var notaður
allt þar til nýr viti var tekinn í gagnið
1944. Yngri vitinn er tæplega 30
metra hár og gnæfir yfir. Þarna á
Garðskagatánni er falleg fjara með
hvítum sandi og fjölbreytt fuglalíf
gleður augað. Víkverji hefur ekkert
vit á fuglum en var þó búinn að telja
sér trú um að hann hefði greint tíu til
fimmtán tegundir fugla. Skilti með
myndum og upplýsingum um helstu
fuglategundir á staðnum hjálpaði
Víkverja að glöggva sig.
x x x
Úr Garðinum lá leiðin í Sandgerðiog þegar þangað var komið fékk
sulturinn að ráða för. Veitingastað-
urinn Vitinn lætur ekki mikið yfir sér
en reyndist hinn huggulegasti og
maturinn til fyrirmyndar. Hjónin
Stefán Sigurðsson og Brynhildur
Kristjánsdóttir reka staðinn. Vík-
verji fékk sér krabbasúpu, sem
reyndist vel útilátin og matarmikil.
Full rúta af ferðamönnum var á
staðnum en engu að síður gekk þjón-
ustan fljótt fyrir sig og Stefán gaf sér
tíma til að heilsa upp á gesti og ræða
við þá.
x x x
Á matseðli Vitans er að mestusjávarfang og fyrir aftan staðinn
er skelfiskur og krabbar lifandi í
stórum körum. Það er því tryggt að
maturinn á disknum er eins ferskur
og mögulegt er. Vitinn kom
skemmtilega á óvart. víkverji@mbl.is
Víkverji
Móðir mín og bræður eru þeir, sem
heyra Guðs orð og breyta eftir því.
(Lúk. 8:21).
Árin segja sitt1979-2015
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
)553 1620
Verið velkominn
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sínum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.