Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 96

Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 96
96 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýning Ragnars Kjartanssonar, Ég og móðir mín, verður opnuð í gall- eríinu i8 á morgun kl. 17. Á henni verða sýnd fjögur sjálfstæð vídeó- verk sem Ragnar hefur gert á fimm ára fresti með gjörningi hans og móður hans, leikkonunnar Guð- rúnar Ásmundsdóttur, „Ég og móð- ir mín“, og það nýjasta, unnið á þessu ári, verður frumsýnt. Gjörn- ingurinn felst í því að mæðginin standa uppstillt andspænis mynda- vélinni á heimili Guðrúnar sem hrækir í sífellu á Ragnar. Verkin fjögur eru frá árunum 2000, 2005, 2010 og 2015 og misjöfn að lengd, það stysta fimm mínútur og það lengsta 20. Verður þetta í fyrsta sinn sem fyrstu þrjú verkin verða sýnd saman á Íslandi. Í miklu uppáhaldi „Strákurinn er náttúrlega í miklu uppáhaldi hjá móður sinni sem eru nú engar fréttir og svo þegar vinur- inn kemur með einhverja vitleysuna finnst mér bara gaman,“ segir Guð- rún, beðin um að rifja upp sín fyrstu viðbrögð við bón Ragnars um að hrækja á sig. Hún hafi aðstoðað hann fyrst í útskriftarverki hans frá Listaháskóla Íslands með því að elda fyrir hann mat og færa honum. Í útskriftarverkinu var Ragnar í hlutverki óperusöngvara, söng allan daginn á meðan á sýningunni stóð og borðaði. „Svo kom hann næst og bað mig um gjörning þar sem ég átti að spýta á hann og auðvitað sagði ég: „Alveg sjálfsagt, elskan mín, ég er bara fegin að þú ætlar ekki að spýta á mig,“,“ segir Guðrún og hlær. Mamma sé alltaf til í allt. „Svo komu þau heim til mín og þá var hann ekki orðinn svona frægur. Græjurnar voru dálítið fátæklegar og vinir hans komu með vélarnar sínar. Það er alveg hægt að sjá það í fyrstu „spýt-senunni“ að okkur finnst þetta svolítið fyndið. Síðan fór þetta að verða alvarlegra og það fór virki- lega að reyna á minn 50 ára leik- feril, að spýta af heift. Ég þurfti að ímynda mér að hann væri einhver svindlari, einhver útrásarvíkingur sem væri búinn að svindla á fjölda fólks og þetta reyndi á leikhæfileik- ana.“ – Þetta hefur s.s. ekki orðið auð- veldara með hverju skiptinu? „Ekki aldeilis. Þetta gekk allt saman vel og það var núna nýlega sem síðasti gjörningurinn var fram- inn og ég myndi segja að hann væri einn sá dramatískasti. Svo er þetta bara þannig að strákurinn hefur aldrei verið mér annað en gleði og ég held að það sé ekki hægt að gera svona gjörning hjá mömmu og strák nema það sé þessi virðing og kær- leikur á milli þeirra,“ segir Guðrún. -Hvers vegna hafa verkin orðið dramatískari með árunum? Hvað veldur því? „Ég var búin að fá að fylgja hon- um svolítið til útlanda þar sem ein- hverjir milljónamæringar voru að kaupa þennan gjörning og ég upp- götvaði að þetta væri mörgum mik- ils virði, oft einhver óuppgerð sál- ræn mál sem þetta fólk átti við móður sína,“ segir Guðrún kímin. Hún hafi áttað sig á því að verkið hefði einhverja merkingu sem hún sá ekki í upphafi. Álit móðurinnar mikilvægt – Hvaða merkingu leggur þú í verkið? „Þetta hefur verið að breytast smám saman. Fyrst hélt ég að þetta væri einhver vitleysa, einhver dilla en svo fór ég að skilja að hann er að tala um eitthvað. Maður er með ein- hverja vonda samvisku og það skipt- ir máli hvað móður þinni finnst, sér- staklega ef móðirin skiptir þig máli,“ segir Guðrún. Í síðustu þrem gjörningum hafi hún því ímyndað sér að sonurinn hafi gert eitthvað hræðilegt af sér. – Ragnar var óþekktur þegar þið tókuð fyrsta verkið upp en núna er hann orðinn heimsþekktur. Hvernig hefur verið að fylgjast með ævin- týralegum ferli hans? „Ekkert nema gleði. Ég hef haft dálitlar mömmu-áhyggjur af því að hann gangi fram af sér, gjörning- arnir hans eru svo erfiðir,“ segir Guðrún og rifjar m.a. upp sýningu Ragnars á Feneyjatvíæringnum þar sem hann málaði eitt málverk á dag í hálft ár. „Það eru einu áhyggjurnar sem ég hef haft en mér finnst alltaf eitthvað einlægt í því sem hann ger- ir, þó að ég botni ekki alltaf í því. Þessi strákur hefur aldrei verið mér annað en gleði,“ segir Guðrún. – Þú verður að passa að hann gangi ekki fram af sér! „Ég get ekkert passað það! Þegar ég er með einhverjar tillögur segir hann bara: „Heyrðu, mamma, á ég ekki bara að ráða þessu?“,“ svarar Guðrún og hlær. „Þið eruð svona unga fólkið, þurfið að ráða þessu sjálf. Ykkur þykir vænt um mömm- urnar en að þið farið eftir því sem þær eru að ráðleggja ykkur er önn- ur saga. Þá dugar ekkert minna en að spýta á ykkur bara,“ segir Guð- rún skellihlæjandi að lokum. „Aldrei verið mér annað en gleði“  Guðrún Ásmundsdóttir hrækir á son sinn, Ragnar Kjartansson, í fjórða sinn  Öll vídeóverk Ragnars í syrpunni „Ég og móðir mín“ sýnd í i8  Ekki hægt án virðingar og kærleiks, segir Guðrún Birt með leyfi i8. 2015 Stilla úr nýjasta vídeóverkinu í gjörningi Ragnars Kjartanssonar, „Ég og móðir mín“, sem frumsýnt verður í i8 á morgun. Mæðginin Stillur úr fyrstu þremur vídeóverkunum í tímaröð, það fyrsta frá árinu 2000 og svo 2005 og 2010. Dramatíkin hefur vaxið með árunum. Verslunareigendur! Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.gm.is | Sími 535 8500 | info@gm.is Ítalskir pappírspokar í úrvali Flottar lausnir til innpökkunar allskyns vöru Eingöngu sala til fyrirtækja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.