Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 100

Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 100
100 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Ungmenni sem hafa tekið þátt í leik- sýningum sem börn og eru áhugasöm um frama á sviði söng- og leiklistar eiga í hættu á að missa áhugann upp úr 14 til 15 ára aldri þar sem ákveðinn verkefnaskortur verður hjá þeim frá unglingsaldri þar til þau stíga á svið að nýju sem fullorðnir óperu- söngvarar. Þetta segir Jóhann Smári Sævarsson bassabarítón en hann er einn fjög- urra einstaklinga sem standa fyrir námskeiði Óperuakademíu unga fólksins dagana 5. til 22. ágúst næst- komandi. Jóhann Smári segir hug- myndina um námskeiðið spennandi þar sem því er ætlað að viðhalda áhuganum hjá efnilegum söngvurum á þessu tímabili. Ætlað aldrinum 14 til 18 ára Hugmyndin að námskeiðinu, sem er ætlað söngvönum unglingum sem kunna að lesa nótur og eru í klassísku söngnámi eða kórstarfi á aldrinum 14 til 18 ára, varð til hjá Hörpu Jóns- dóttur. Hún er í tengslum við Gra- dualekór Langholtskirkju, þar sem dóttir hennar syngur, og langaði nokkrar stúlkur í kórnum til þess að sækja sambærilegt námskeið til út- landa. Kostnaðurinn við slík nám- skeið er hins vegar óyfirstíganlegur að hennar sögn og alls ekki á færi venjulegs launafólks að senda börnin sín til útlanda á námskeið. Harpa skoðaði sambærileg nám- skeið í Bretlandi og Bandaríkjunum og sá að ekki væri óraunhæft að byrja með slíkt námskeið hérlendis. Hafði hún því næst samband við Elsu Waage söngkonu, Antoníu Hevesi pí- anóleikara og Jóhann Smára, en þau þrjú sjá um kennslu á námskeiðinu sem haldið er í samstarfi við tónlistar- húsið Hörpu, styrktarsjóðinn Ýli sem er tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk, og Reykjavíkurborg. Kostur á að „máta drauminn“ Um 30 ungir söngvarar komast að á námskeiðinu en þar fá þeir tækifæri til þess að styrkja hæfileika sína sem söngvarar og flytjendur í hópi jafn- ingja undir handleiðslu kennara. Kennslan fer fram í hóp- og einka- tímum á sviði söngtækni, sviðs- framkomu, sviðshreyfinga, texta- framburði og túlkunar, en auk söngkennslunnar og tengdra greina verða jóga, slökun og sjálfsstyrking mikilvægir þættir námskeiðsins. Jó- hann Smári sér um leikhluta nám- skeiðsins, Antonía um tónlistarvinnu og Elsa um söng og raddbeitingu. „Viðtökurnar hafa verið mjög góð- ar og rosalega færir krakkar sem hafa sótt um,“ segir Harpa og bætir við að rosalega mikið sé af krökkum sem taki sönginn mjög alvarlega og eru í heilmikilli þjálfun þrátt fyrir að vera ung að aldri. „Það er ekkert of- boðslega mikið af tækifærum fyrir þessa krakka og því er þetta hugsað sem tækifæri fyrir þau að fá að æfa sig og máta drauminn, að syngja í Hörpu. Tilgangurinn með námskeið- inu er þjálfun og gleði, og er yf- irskriftin að þetta sé skemmtilegt,“ segir hún en námskeiðinu lýkur með sýningu í Kaldalóni í Hörpu á Menn- ingarnótt. Ungir söngvarar í óp- eruakademíu í sumar  Óperunámskeiði ætlað að viðhalda söngáhuga 14-18 ára Morgunblaðið/Golli Kennir Elsa Waage kennir á námskeiðinu auk Antoníu og Jóhanns. Morgunblaðið/Eggert Fyrir ungmenni Antonia Hevesi og Jóhann Smári Sævarsson eru meðal kennar á námskeiði fyrir unga söngvara á aldrinum 14 til 18 ára. Harpa Jónsdóttir „Eru Bítlarnir eitthvað merkilegir tónlistarlega? Hvernig er hægt að út- skýra velgengni Bjarkar? Er það eitt- hvað í vatninu hérna sem stuðlar að framgangi íslenskrar popp- og rokk- tónlistar á erlendri grundu?“ Þessum spurningum og fleirum er varpað fram í lýsingu á námskeiðinu Popp- og rokktónlist í fræðilegu ljósi sem haldið verður á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands í haust. Kennarar verða Arnar Eggert Thoroddsen og Viðar Halldórsson. Arnar stundar doktorsnám í tónlist- arfræðum við Edinborgarháskóla, var blaðamaður á menningardeild Morgunblaðsins í yfir áratug og skrif- ar enn fyrir blaðið um tónlist. Viðar er með doktorspróf í félagsfræði og starfar sem lektor við HÍ. Í sínum rannsóknum leggur hann m.a. áherslu á að skoða félagslegt umhverfi afreks- mennsku ýmiss konar, hefur t.a.m. rannsakað árangur í íþróttum og er að skoða tónlist og önnur svið mannlífs- ins í því ljósi. Námskeiðinu er ætlað að kynna áhugasama fyrir dægurtónlistar- fræðum og segir Arnar að hann gruni að marga þyrsti í að taka daglegar pælingar sínar um popp og rokk á næsta stig og námskeiðinu sé ætlað að mæta þeirri þörf. „Dægurtónlistar- fræðin eða „popular music studies“ er þverfagleg, fræðileg nálgun á popp- tónlist þar sem hún er skoðuð með tækjum og tólum hugvísinda s.s. fé- lagsfræði, fjölmiðlafræði, sagnfræði, heimspeki o.s.frv.,“ segir Arnar. Skoðar þá sem skara fram úr „Á undanförnum árum hef ég verið að skoða hvernig hið félagslega um- hverfi og umgjörð getur verið upp- byggileg fyrir árangur á ýmsum svið- um. Ég hef sérstaklega beint sjónum mínum að íþróttum þar sem ég hef skoðað afreksíþróttamenn. Þetta má gera á öðrum sviðum – að skoða þá sem skara fram úr. Ef við ætlum að skilja afburðafærni og árangur er ekki nóg að skoða afburðaein- staklinga heldur er mikilvægt að staðsetja þá í tíma og rúmi. Slíkar rannsóknir hafa almennt sýnt fram á að hið félagslega umhverfi, sem ein- staklingar lifa og hrærast í, mótar þá á ýmsan hátt og getur, ef umhverfið er hagstætt, alið af sér fjölda afburða- einstaklinga. Þetta höfum við séð í íþróttum og þetta má einnig greina í íslenskri dægurtónlist,“ segir Viðar. „Íslenska tónlistarsenan er áhuga- verð í þessu ljósi þar sem árangur ís- lenskra tónlistarmanna á erlendri grund hefur vakið mikla athygli. Ár- angurinn liggur ekki í íslenska vatn- inu heldur vil ég meina að það sé ým- islegt í menningunni og hefðunum – hvernig við almennt gerum hlutina, sem skipti miklu máli. Það er mik- ilvægt fyrir okkur að skoða og skapa þekkingu á þessum þáttum, á því hvað virkar, til að glata þeim ekki úr okkar daglegu vinnubrögðum. Þetta eru þættir sem ég og Arnar erum til dæmis að skoða í tónlistinni hér á landi,“ segir Viðar. helgisnaer@mbl.is Árangurinn ligg- ur ekki í vatninu  Kafað í dægurtónlistarfræði í HÍ Morgunblaðið/Einar Falur Velgengni Frá yfirlitssýningu um listsköpun Bjarkar í MoMA í New York. Hvernig er hægt að útskýra velgengni Bjarkar? spyrja Arnar og Viðar. Arnar Eggert Thoroddsen Viðar Halldórsson Misheppnaður brandari um Caitlyn Jenner sem Clint Eastwood sagði þegar verið var að taka upp verðlaunaaf- hendinguna Gu- ys’ Choice Aw- ard fyrir Spike TV um liðna helgi verður klipptur út áður en upptakan verður sýnd í sjónvarp- inu 18. júní. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá David Schwarz, yf- irmanni samskiptamála hjá Spike TV, sem Variety vitnar til. East- wood hafði það hlutverk að kynna á sviðið Dwayne Johnson og nefndi í því sambandi aðra íþrótta- menn sem gert hefðu það gott sem leikarar líkt og „Jim Brown og einhver Caitlyn“ og átt þar við Caitlyn Jenner sem fyrir kynleið- réttingu hét Bruce og vann til gullverðlauna í tugþraut á Ólymp- íuleikum 1976. Orð Eastwood klippt út Caitlyn Jenner Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur sala@limtrevirnet.is 412 5300 | Söludeild: 412 5350 Andlit hússins er bílskúrshurð frá Límtré Vírnet Stuttur afgreiðslutími – uppsetningarþjónusta Söluaðili: Netfang - Aðalnúmer: limtrevirnet.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.