Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 102

Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 102
102 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við höfum verið að fara svolítið út í mínimalískari hluti,“ segir Franz Gunnarsson, gítarleikari Ensími, en fimmta breiðskífa sveitarinnar verð- ur gefin út í júní og hefur hún hlotið nafnið Herðubreið. Í tilefni útgáf- unnar ætlar Ensími að blása til út- gáfutónleika 13. júní í Gamla bíói og mun á þeim flytja lög af Herðubreið ásamt vel völdum slögurum úr sarpi sveitarinnar. Vinnsluferlið talsvert öðruvísi „Við gáfum síðast út plötu árið 2010 og fylgdum henni eftir. Við lögðumst svo í smádvala og hug- uðum að öðrum verkefnum, planið var þó alltaf að koma saman aftur. Við vorum búnir að safna að okkur miklum efnivið og ætluðum að taka saman efnið og gera eitthvað úr því. Þegar til kastanna kom fórum við bara að dúndra út nýjum lögum svo það var ákveðið að geyma gamla efniviðinn og gera nýja plötu frá grunni. Gamla efnið fær þó vonandi að líta dagsins ljós einhvern tím- ann,“ segir Franz. „Vinnsluaðferð þessarar plötu var talsvert öðruvísi en það sem við höf- um áður gert. Við tókum til dæmis upp trommurnar síðast, það er skrítið í upptökuferlum, vanalega eru trommurnar gerðar fyrst. Menn voru svolítið að koma inn á mismun- andi tímum í stað þess að gera þetta saman. Heildarhljómurinn kom þannig ekkert fyrr en allir voru búnir að gera sitt. Maður vissi því eiginlega ekkert í hvað stefndi. Menn eru búnir að vera uppteknir og svo vorum við ekki með neinn á bakinu til að reka á eftir okkur, við unnum þetta því bara á okkar hraða. Þegar komið var á seinni stigin við gerð plötunnar og við sáum að við vorum komnir langleið- ina, þá spýttum við í lófa og fórum að huga að heilsteyptri útgáfu,“ seg- ir hann. Hrafn Thoroddsen, forsprakki Ensími, hafði stjórn með upptökum. Herðubreið var jafnframt hljóð- blönduð af Arnari Guðjónssyni hjá Aeronaut Studios og tónjöfnuð af Mandy Parnell hjá Black Saloon í Bretlandi. Hönnun umslags er í höndum Lindu Loeskow. Lagið „Auka líf“ af plötunni hefur ómað á útvarpsstöðum að undanförnu en Franz segir plötuna afar fjölbreytta. Út fyrir þægindarammann „Þegar á heildina er litið er „Auka líf“ kannski eitt mesta Ensími-lag plötunnar ef svo mætti að orði kom- ast. Svo eru þarna önnur lög sem eru frábrugðnari því sem við höfum verið að gera. Við erum að fara svo- lítið út fyrir þægindarammann. Við höfum líka verið að prufa okkur áfram í færri hljóðfærum. Það er til dæmis eitt lag þarna þar sem Hrafn er bara einn með gítarinn að syngja. Við höfum ekki gert það áður þann- ig að við erum að gera ýmislegt sem okkur hefur aldrei dottið í hug að gera áður,“ segir hann. Á plötunni má meðal annars finna lag með sama titli og platan sjálf en Franz segir nafnið eiga vel við plötuna sem heild. „Okkur þykir þetta mjög sterkt nafn og öll myndvinnslan á plötu- umslaginu er í tenglsum við þá nátt- úrufegurð sem fjallið Herðubreið er. Fólk verður bara að hlusta á gripinn og ráða fram út gátunni hver mein- ingin er,“ segir hann kíminn. Þurfa að huga að hljóðinu Eins og áður segir verða útgáfu- tónleikarnir haldnir 13. júní en þar mun Ensími flytja plötuna í heild sinni auk nokkurra þekktra laga sveitarinnar. „Fólk fær að upplifa þennan hljóðheim sem við höfum verið að skapa á plötunni. Þar sem þetta eru svolítið öðruvísi pólar en við höfum verið áður að gera, þá þurfum við að huga svolítið að hljóðinu. Við erum því að leggja svolítið í að gera þetta eins vel eins og best verður á kosið og æfum stíft,“ segir Franz og bætir við að tónleikarnir verði konfekt fyrir augu sem og eyru. „Þetta verða sitjandi tónleikar og byrja snemma þannig að fólk getur komið og notið tónlistarinnar og far- ið svo heim eða út á lífið að tón- leikum loknum. Það þarf þá ekki að vera með barnapíur alveg fram á rauða nótt. Við munum kannski ein- beita okkur minna að hoppinu og skoppinu og því að búa til eitthvert partí. Við ætlum frekar að einbeita okkur að því að koma músíkinni eins vandlega frá okkur og hægt er,“ segir Franz að lokum. Minna partí, meiri gæði  Ensími efnir til tónleika í Gamla bíói hinn 13. júní vegna útkomu hljómplötunnar Herðubreiðar  Meðlimir sveitarinnar fara út fyrir þægindarammann á plötunni og feta ótroðnar slóðir Gæði „Ætlum frekar að einbeita okkur að því að koma músíkinni eins vandlega frá okkur og hægt er,“ segir Franz meðal annars um tónleikana 13. júní. Nóttin langa er önnur bók-in í Úlfs-hjartabóka-flokki Stefáns Mána þarsem segir frá varúlfun- um og kærustuparinu Alexander og Védísi. Þau eru nýfarin að búa sam- an og kljást við mörg þeirra vanda- mála sem ungt fólk um tvítugt býr vð og að auki ýmis önnur sem vænt- anlega koma eingöngu inn á borð varúlfa og annarra slíkra, eins og t.d. barátta við svartklædda öfgahópinn Caput sem ætl- ar sér að út- rýma öllum varúlfum á jörðinni og kemur til Íslands, sem er fæðing- arstaður varúlfagensins. Þá reynir Alexander að koma röð og reglu á samfélag varúlfa í landinu, sem er býsna fjölmennt og fjölbreytilegt. Hér, eins og í fyrri bókinni Úlfs- hjarta, er baráttan á milli góðs og ills í forgrunni. Fátt er það sem sýnist við fyrstu sýn, heillandi tál- kvendi villa á sér heimildir og mikið reynir á samstöðu, sjálfsstjórn og sannar tilfinningar, eins og ást og vináttu. Fyrir þá sem lásu fyrri bókina (hér er eindregið mælt með því að gera það) er áhugavert að sjá hvernig aðalpersónan Alexander hefur þroskast úr því að vera hálf- trylltur varúlfur í það að vera ábyrgðarfullur mentor ungra og ráðvilltra manna. Bæði hann og Védís hafa tekið að sér það hlutverk að kenna öðru fólki með varúlfagen að hafa stjórn á sér, en Védís hefur aftur á móti ekki þroskast jafn mik- ið milli bóka og kærastinn og er ábyrgðarminni og fljótfærari að- ilinn í sambandi þeirra tveggja. Það er reyndar afar áhugavert, því stelpurnar í þeim ungmennabókum sem út hafa komið á undanförnum árum eru oftar en ekki miklu ábyrgðarfyllri og yfirvegaðri en strákarnir, þær haga sér eins og eins konar mömmur þeirra á köfl- um. Védís er sannur töffari og það verður gaman að sjá hvernig henni reiðir af í næstu bókum, en höfund- urinn hefur sagt í viðtölum að fleiri bækur verði skrifaðar í bókaflokkn- um. Það er líka áhugavert hvernig lýsingarnar á hegðun varúlfanna í bókinni gætu vel átt við hegðun of- ureðlilegra unglinga. T.d. verða varúlfar viðskotaillir ef þeir gleyma að halda sig við HALT-listann, sem stendur fyrir Hungry, Angry, Lonely, Tired, eða svangur, reiður, einmana, þreyttur. Upplifi varúlfur eitthvað af þessu framantöldu, t.d. gleymi að borða reglulega eða sé þreyttur, verður hann ekki hann sjálfur, missir stjórn á sér og afleið- ingarnar geta orðið alvarlegar. Skyldu einhverjir unglingaforeldrar kannast við þetta? Stefáni Mána tekst hér vel að blanda saman íslenskum hvers- dagsleika og fornum goðsögnum þannig að úr verður hin besta blanda. Stíllinn er knappur og hrað- ur og hæfir vel umfjöllunarefninu, sem er annars vegar ævintýri þar sem allt getur gerst og gott og illt berast á banaspjótum, hins vegar þroskasaga ungs fólks sem reynir eftir bestu getu að aðlaga sig öllu sem fylgir því að verða fullorðinn. Morgunblaðið/Styrmir Kári Stefán Máni Nóttin langa er önnur bókin í Úlfshjarta-bókaflokki hans. Unglingabók Nóttin langa bbbmn Eftir Stefán Mána. Sögur, 2015. 215 bls. ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Ungir og svalir reykvískir varúlfar Bart Simpson mun deyja í sér- stökum hrekkjavökuþætti af The Simpsons í haust sem nefnist Tree- house of Horror XXVI. Haft er eftir Al Jean, framleiðanda þáttanna, að Sideshow Bob takist loks það ætl- unarverk sitt að drepa Bart og viti í framhaldinu ekki hvað hann eigi af sér að gera þar sem meginmark- miði hans í lífinu sé náð. „Ég er einn þeirra sem vonauðu alltaf að Wile E. Coyote tækist að ná Road Runner og éta. Ég þoli ekki teikni- myndir sem valda manni von- brigðum og því ætlum við að standa undir væntingum að þessu sinni,“ sagði Jean í samtali við EW. Sem fyrr talar Kelsey Grammer fyrir Sideshow Bob, sem lengi vel var að- stoðarmaður trúðsins Krusty. Aðdáendur Simpsons-fjölskyld- unnar þurfa þó ekki að örvænta því dauði Barts nær ekki út fyrir hrekkjavökuþáttinn og er hann því væntanlegur aftur á skjáinn eftir aðeins örstutt hlé. Óvinir Bart Simpson og Sideshow Bob. Bart Simpson myrtur í haust
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.