Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 6
6 Fréttir 17. september 2010 föstudagur
Slitastjórn Glitnis gerði í apríl á
þessu ári samkomulag við fyrrver-
andi framkvæmdastjóra fjármála-
sviðs Glitnis um að hún muni ekki
höfða mál á hendur honum gegn
því að hann veiti slitastjórninni all-
ar gagnlegar upplýsingar sem hann
kann að búa yfir eftir störf sín hjá
bankanum. Þetta kemur fram í
leynilegri yfirlýsingu slitastjórnar
Glitnis sem DV hefur undir hönd-
um.
Upplýsir um allt
Alexander Kristján Guðmunds-
son var ráðinn framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Glitnis í júní 2007 og
starfaði þar fram í byrjun maí 2008.
Þrátt fyrir að hafa einungis starf-
að hjá bankanum í fjóra mánuði
árið 2008 var hann næstlaunahæsti
starfsmaður bankans það ár með
15,7 milljónir króna í laun að jafnaði
á mánuði. Þetta kemur fram í rann-
sóknarskýrslu Alþingis.
Í yfirlýsingu sem undirrituð er af
Alexander og Steinunni Guðbjarts-
dóttur fyrir hönd slitastjórnar kemur
fram að Alexander hafi við skýrslu-
gjöf hinn 7. apríl lýst yfir vilja til
fulls samstarfs við slitastjórnina og
til þess að veita henni „nákvæmar
upplýsingar, og án tafar, um allt sem
snerti hans starfssvið innan bank-
ans, sem og aðrar upplýsingar sem
honum er kunnugt um, á starfstíma
hans hjá bankanum,“ eins og segir
meðal annars í yfirlýsingunni sem
spannar hálfa aðra blaðsíðu. Enn
fremur lýsir hann sig reiðubúinn
til að hjálpa til við að meta gögn og
veita alla þá aðstoð sem slitastjórnin
og ráðgjafar hennar leita eftir.
Þá er tekið fram að fyllsti trúnað-
ur ríki um samstarfið og að Alexand-
er megi ekki veita neinar upplýs-
ingar um samkomulagið, innihald
samkomulagsins eða þær upplýs-
ingar sem hann undirgengst að af-
henda slitastjórninni – hvorki lögað-
ila né einstaklingi.
Fær friðhelgi
Ljóst er af yfirlýsingunni að fyrir
þennan samstarfsvilja fær Alexand-
er friðhelgi slitastjórnar gagnvart
því sem hann kann að hafa
gerst sekur um á meðan
hann vann fyrir bankann. Í
yfirlýsingunni segir að slita-
stjórnin hafi fallist á „að hún
muni ekki standa að eða
höfða einkamál á hendur
Alexander af hálfu Glitnis
banka hf., hvorki til heimtu
skaðabóta, riftunarráðstaf-
ana né annarra einkarétt-
arlegra krafna eða úrræða,“
eins og það er orðað. Tek-
ið er fram að ef Alexand-
er verður uppvís að því að
hafa vísvitandi blekkt slitastjórnina
sé henni að fullu heimilt að „grípa til
þeirra aðgerða gagnvart Alexander
sem hún telur viðeigandi [...]“
Samkomulagið kemur þó ekki
í veg fyrir að aðrir, til dæmis sér-
stakur saksóknari, geti höfðað gegn
honum mál standi efni til. Í sam-
komulaginu felst þó að slitastjórnin
muni upplýsa slíka rannsóknarað-
ila um að Alexander „hafi verið góð-
ur drengur og hjálpað til við rann-
sóknina,“ eins og einn lögfræðingur
sem DV ræddi við orðaði það. Slíkt
myndi koma honum til refsilækkun-
ar ef svo færi að hann yrði lögsóttur.
Engin ástæða til málsóknar
Steinunn Guðbjartsdóttir segir í
samtali við DV að samkomulag sem
þetta sé að mati slitastjórnar og lög-
fræðinga hennar fullkomlega eðli-
legt. Spurð hvað réttlæti slíka frið-
helgi sem Alexander er veitt í þessu
tilfelli segir hún að í fyrsta lagi sé
ekkert sem bendi til þess að ástæða
sé til að fara í mál við hann. „Í öðru
lagi er þetta þannig að það
er mat okkar og
okk-
ar lögmanna að þetta sé eðlilegt og
rétt í stöðunni. Þetta er bara skjal
milli tveggja aðila sem semja,“ segir
hún en bætir við að samkomulagið
skýri sig í raun sjálft.
Hún vill ekki upplýsa um hvort
slitastjórnin hafi gert fleiri sam-
bærilega samninga en segir aðspurð
hvort þetta séu alvanaleg vinnu-
brögð: „Ég er ekki að segja það.“ Þess
ber að geta að hlutverk slitastjór-
na er að gæta hagsmuna kröfuhafa.
Samkvæmt heimildum DV er vitn-
isburður Alexanders á meðal þeirra
skjala sem lögð hafa verið fram í
Glitnismálinu í New York. Það kann
að benda til þess að Alexander hafi
verið kunnugt um eða hafi komið að
málum sem varða lög.
Ekki náðist í Alexander við
vinnslu fréttarinnar en samkvæmt
rannsóknarskýrslu Alþingis er hann
hvorki á meðal þeirra sem fengu
háar lánveitingar frá Glitni árið
2008 né á meðal þeirra sem keyptu
í bankanum það ár.
Þetta er bara skjal milli
tveggja aðila sem
semja.
GLITNISMAÐUR
FÆR FRIÐHELGI
Næstlaunahæsti starfsmaður Glitnis árið 2008 hefur samið við slitastjórn bankans
um að hjálpa til við rannsókn slitastjórnarinnar gegn því að höfða ekki einkamál
á hendur honum. „Eðlilegt í stöðunni,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður
slitastjórnar, sem segir ekkert benda til þess að ástæða sé til málsóknar.
baldUr GUðmUndSSon
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
Eðlilegt samkomulag
SteinunnGuðbjartsdóttir
segirekkertbendatilað
ástæðasétilmálsóknará
hendurAlexander.
mynd róbErt rEyniSSon
Hjálpar til við rannsóknina
Fyrrverandiframkvæmdastjóri
fjármálasviðsverðurekkilögsóttur
afskilanefndGlitnis.
Risafjársvik
Fyrrverandi starfsmaður ríkisskatt-
stjóra situr í gæsluvarðhaldi grun-
aður um aðild að þrjú hundruð
milljóna króna fjársvikamáli. Það var
RÚV sem greindi frá þessu og því að
fimm aðrir væru í haldi vegna máls-
ins. Starfsmaðurinn fyrrverandi er
grunaður um að hafa tekið þátt í að
svíkja út háar fjárhæðir, rúmar 270
milljónir króna, í gegnum tvö hluta-
félög sem hinir fimm sem í haldi eru
tengjast. Svikin snúa að virðisauka-
skatti vegna framkvæmda við bygg-
ingar en engin formleg starfsemi er
hjá þessum tveimur félögum. Lög-
reglu var tilkynnt um hin meintu
svik í formi peningaþvættis í síðustu
viku þar sem rannsókn hófst þegar.
Húsleit var framkvæmd á tíu stöðum
vegna málsins og voru níu einstak-
lingar handteknir við rannsóknina.
Sprautaður
saltfiskur
Útgerðarmaðurinn Karl Sveinsson
frá Borgarfirði eystri ætlar að kæra
Matvælastofnun til eftirlitsstofnun-
ar Efta. Hann telur stofnunina ekki
hafa komið í veg fyrir að óleyfilegum
hvítunarefnum sé sprautað í salfisk
hérlendis og afurðin þannig seld úr
landi. Karl telur sig hafa orðið undir
í baráttunni við útgerðarmenn sem
þetta stunda og þurfti á fimmtudag
að segja upp öllu starfsfólki sínu.
Hann ætlar að kæra málið og krefj-
ast skaðabóta frá íslenska ríkinu.
„Að sprauta fiskinn með þessum
bönnuðu efnum er bara til þess að
plata saklaust fólk úti í heimi, sem
ég hélt að við Íslendingar væru bún-
ir að gera nóg af. Fái ég ekki leiðrétt-
ingu á þessu hef ég engan rekstrar-
grundvöll fyrir fyrirtækið,“ sagði Karl
í samtali við fréttastofu RÚV.
Æðibunugangur
ráðherra
Helga Sigrún Harðardóttir, laganemi
við Háskólann í Reykjavík og fyrr-
verandi þingkona, segir að í dómi
Hæstaréttar reyni á takmarkaðan
hluta af þeim fjölmörgu málsástæð-
um sem hafi verið í umræðunni.
Hún segir fyrirséð að ekki hafi verið
hægt að notast við samningsvexti
þar sem þeir séu í raun LIBOR-vextir
sem ráðist af viðskiptum á milli-
bankamarkaði þar sem ekki fara
fram viðskipti með íslenskar krónur.
Hún telur enn fremur fyrirhugaða
lagasetningu Árna Páls Árnasonar,
efnahags- og viðskiptaráðherra, æði-
bunugang. „Það er því engin tenging
á milli íslensku krónunnar og þeirra
vaxta og eins og bent er á í fyrri
dóminum var um algeran forsendu-
brest að ræða þar,“ segir Helga.