Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 30
Ólafur Elíasson gefur þjóðinni verk eftir sig:
Torfærubílar á kafi
Listamaðurinn Ólafur Elíasson hef-
ur ákveðið að gefa íslensku þjóð-
inni, eða Listasafni Íslands, mynda-
röðina Cars in rivers. Um er að ræða
35 ljósmynda röð af jeppum föstum
úti í íslenskum ám. Með sýningunni
vill Ólafur sýna viðureign mannsins
við hina óútreiknanlegu og kraft-
miklu náttúru um leið og hún lýsir
með táknrænum hætti þeim efna-
hagshremmingum sem Ísland hef-
ur gengið í gegnum á síðustu árum.
Þeim megi líkja við jeppa á kafi úti í á.
Sýningin var opnuð í gær en á
henni eru sýnd fleiri verk Ólafs, svo
sem Jökla Series. Þar skrásetur Ólaf-
ur hvernig Jökulsá á Dal, eða Jökla,
hefur gjörbreyst með tilkomu Kára-
hnjúkavirkjunar. Þá er einnig til sýn-
ins myndaröð sem kallast Green river
series og þrjár nýjar ljósmynda raðir
frá 2010 sem sýna auðnir Íslands og
náttúruöfl sem þó fóstra gróður og
menningarleg ummerki þar sem síst
skyldi ætla.
Sýning á verkum Ólafs er í sal
2 en á sama tíma var opnuð sýn-
ing á verkum ljósmyndarans Péturs
Thomsen þar sem árið 2010 er helg-
að ljósmyndalist af hálfu Listahátíð-
ar í Reykjavík. Pétur þykir með efni-
legri ljósmyndurum landsins en sýnt
verður verk hans Aðflutt landslag,
eða Imported Landscape. Í mynda-
röðinni er fylgst með þeim stórkost-
legu breytingum sem áttu sér stað á
landslagi Kárahnjúka eftir að virkj-
unin var reist þar. Hvernig vélar og
menn ryðja landinu burt.
Pétri Thomsen hlotnuðust hin
virtu og eftirsóttu LVMH-verðlaun,
sem veitt eru ungum listamönnum,
þegar þau voru afhent í tíunda sinn
árið 2007.
Gaman á
lauGaveGinum
Nemendur við Menntaskólann við
Hamrahlíð bjóða upp á skemmt-
un í Bókabúð Máls og menningar
á Laugaveginum á laugardaginn. Á
skemmtuninni verður meðal annars
lifandi tónlistarflutningur kammer-
sveitarinnar Frjókorns, Unnur Sara
Eldjárn syngur og leikur á gítar og
svo leika stúlkurnar í hljómsveit-
inni Pascal Pinon nokkur lög. Fleiri
uppákomur, eins og ljóðalestur og
ukulele-flutningur, verða einnig á
boðstólum. Að lokinni dagskrá nem-
enda MH leikur hin rómaða hljóm-
sveit Nóra lög af plötunni Er einhver
að hlusta? Skemmtunin verður á
milli klukkan 15 og 17 en Nóra hefur
leik klukkan 17.30.
GarðyrkjusTörf
með málninGu
Ég er ekki safnhaugur, ég er
ánamaðkur – Garðyrkjustörf
með málningu, er yfirskriftin á
sýningu Magnúsar Helgason-
ar myndlistarmanns í Hafnar-
húsinu, en hann verður með
listamannsspjall á sunnudaginn
klukkan 15 í Hafnarhúsinu. Sýn-
ingin er sautjánda sýning D-sal-
ar verkefnisins. Á sama hátt og
garðyrkjumaðurinn gróðursetur
plöntu, án þess að gera sér grein
fyrir hvernig náttúran mótar vöxt
hennar, leggur Magnús ákveðn-
ar línur í verkum sínum, en leyfir
þeim að þróast á náttúrulegan
hátt. Lokamarkmiðið er þó ávallt
að hrífa áhorfendur með fegurð
þeirra. Sýningin er opin til 24.
október.
Kvikmyndin Sumarland-ið verður frumsýnd í kvöld, föstudag, en leik-stjóri hennar og hand-
ritshöfundur er Grímur Hákonar-
son. Grímur er hvað best þekktur
fyrir að hafa leikstýrt stuttmynd-
inni Bræðrabyltu sem fjallar um
tvo samkynhneigða glímukappa.
Bræðrabylta vann til fjölda verð-
launa og er almennt talin ein allra
besta stuttmynd síðari tíma. Grím-
ur skrifaði handritið ásamt Ólafi
Egilssyni en í aðalhlutverkum eru
engar smásleggjur. Ólafía Hrönn
Jónsdóttir og Kjartan Guðjónsson,
Daddi, leika hjónin Láru og Ósk-
ar en einnig má finna í myndinni
aðra flotta leikara á borð við hinn
efnilega Snorra Engilbertsson sem
er hvað best þekktur fyrir hlutverk
sitt í Astrópíu. Grímur hefur eins
og margir aðrir kvikmyndagerðar-
menn fátt gott að segja um Ríkis-
sjónvarpið en myndina náðist þó að
fjármagna áður en allt endaði í hers
höndum.
Allt Af stAð með
álfAsteini
„Hjónin eru með fyrirtæki sem býð-
ur upp á miðilsþjónustu og eru með
draugasafn fyrir túristana. Lára er
miðill og skyggn en kallinn henn-
ar vill búa til söluvöru úr þessari
andatrú,“ segir Grímur um mynd-
ina. „Í myndinni blandast þessir
yfir náttúrulegu hlutir við íslensk-
an hversdagsleika á skemmtileg-
an hátt. Maður er kannski bara
að tala við drauga á sama tíma og
maður setur í þvottavélina eða rist-
ar brauð,“ heldur hann áfram. „Svo
fer Óskar að selja álfasteina og gerir
þau mistök að selja alvöru álfastein
sem þau hjónin eru með í garðin-
um. Það gerir hann gegn vilja kon-
unnar. Eftir það fer allt af stað,“ seg-
ir hann en gefur ekki meira upp um
myndina.
Grími finnst myndin sýna á
skemmtilegan hátt hvernig hið and-
lega blandast við efnishyggjuna.
„Þarna er verið að blanda því sam-
an þegar fólk trúir á hið andlega og
svo efnishyggjunni. Það er svolítið
það sem hefur verið að gerast í dag,
svolítið 2007, þar sem ekkert virðist
heilagt og allt er sett á markað.“
leigjum ekki DVD sAmAn
En af hverju mynd um álfasteina?
„Ég hef aðeins verið að stúdera
þetta og fannst þetta vera efnivið-
ur í gamanmynd. Þetta býður nátt-
úrulega upp á góðar uppákomur og
fyndnar aðstæður. Svona þar sem er
verið að búa til viðskiptahugmynd
úr einhverju sem er ekki fast í hendi
eða efnislegt. Þetta er allt hálfvon-
laust. Hugmyndin var svolítið eins
og ég sagði, að blanda saman ís-
lenska hverdagsleikanum og því
yfirnáttúrulega,“ segir Grímur sem
skrifað handrit myndarinnar ásamt
Ólafi Agli Egilssyni en þeir kynntust
fyrst við gerð myndarinnar.
„Baltasar Kormákur benti mér á
Óla þegar ég byrjaði að vinna með
honum,“ segir Grímur en Baltasar
er framleiðandi myndarinnar. „Eftir
það kom Óli inn í þetta sem annar
handritshöfundur. Síðan við byrj-
uðum að vinna saman höfum við
verið mjög góðir vinir. Við erum
ekkert að leigja okkur saman DVD á
kvöldin en við erum ágætis félagar,“
segir Grímur og hlær.
RÚV eR ónýt stofnun
Kvikmyndagerðarmenn voru tekn-
ir og jarðsettir í fyrra þegar fram-
lög til Kvikmyndasjóðs voru lækkuð
allverulega. Einnig hætti Ríkissjón-
varpið að kaupa íslenskar myndir
sem var eðlilega ekki til að hjálpa
til við iðnaðinn. Grímur og félagar
voru þó svo lukklegir að vera bún-
ir að safna fé fyrir myndina áður en
hamfarirnar riðu yfir.
„Við hefðum ekkert getað gert
þessa mynd í dag vegna niður-
skurðar hjá Kvikmyndasjóði. Við
vorum búnir að fá styrkina áður en
kreppan skall á. Svona tækifæri eru
ekkert möguleg fyrir unga leikstjóra
í dag því það eru einfaldlega ekki
til peningar.“ Hann bendir á aðr-
ar misgóðar leiðir sem menn þurfi
að fara í kvikmyndagerð nú til dags.
ólafur elíasson Gefur
myndaröðina Cars in rivers.
Þriðja plaTa noise Hljómsveitin Noise hefur
sent frá sér sína þriðju plötu, Divided, og var hún tekin upp
í Tankinum í Önundarfirði, undir stjórn Önundar Pálssonar.
Meðlimir sveitarinnar, tvíburabræðurnir Einar og Stefán
Vilberg pródúseruðu en bandaríski upptökustjórinn Beau
Hill lagði svo lokahönd á plötuna. Hann hefur unnið með
listamönnum á borð við Alice Cooper, Warrant og Europe.
Fyrsta smáskífulagið af plötunni ásamt myndbandi, A Stab in
the Dark, er komið spilun. Útgáfutónleikar verða í október.
Hulda sýnir í mosfellsbæ Á laugardaginn
verður opnuð listasýning myndlistarkonunnar Huldu Vilhjálms-
dóttur í bókasafni Mosfellsbæjar. Sýningin heitir Sjálfsmynd/
identity/hidden identity. Hulda sýnir þar málverk, teikningar og
skúlptúra. Hulda hefur sýnt mikið hér á landi og erlendis. Hún var
með grasrótarsýninguna Grasrótin er villt í Nýló árið 2006 undir
stjórn Andreu Maack, Hugins Þórs Arasonar og Jóhannesar Atla
Hinrikssonar. Árið 2009 komst Hulda í undanúrslit fyrir Carnegie-
verðlaunin.
30 fóKus 17. september 2010 föstudagur
pollapönk boTn-
leðjumanna
Hljómsveitin Pollapönk heldur tón-
leika fyrir leik- og grunnskólabörn
Mosfellsbæjar í dag, föstudag. Tón-
leikarnir fara fram í Álafosskvosinni
og hefjast klukkan 10. Pollapönk er
hugarfóstur leikskólakennaranna
Heiðars og Halla, sem oftast eru
kenndir við hljómsveitina Botnleðju.
Geisladiskurinn Pollapönk sem kom
út árið 2006 var útskriftarverkefni
þeirra við Kennaraháskóla Íslands
en skemmst er frá því að segja að sá
diskur féll í góðan jarðveg bæði hjá
börnum og fullorðnum.
framlenging
á sumrinu
grímur Hákonarson, leikstjóri hinnar margverðlaun-
uðu stuttmyndar Bræðrabyltu, frumsýnir um helgina
myndina Sumarlandið með þeim ólafíu Hrönn og
kjartani guðjónssyni í aðalhlutverkum. Baltasar
kormákur er framleiðandi myndarinnar þar sem
íslenskum hversdagsleika og andatrú og efnishyggj-
unni sem skuldsetti þjóðina er blandað saman.
Úr Bræðrabyltu í andleg mál
Grímur Hákonarson, leikstjóri
Sumarlandsins, gerði hina
margverðlaunuðu stuttmynd
Bræðrabyltu. mynD RóBeRt Reynisson