Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 64
n Ráðgjafarfyrirtækið Capacent fór
í kennitöluhopp í gær. Staðfest er
að starfsmenn félagsins vildu með
þessu forða rekstrinum undan 700
milljóna króna stökkbreyttu láni
sem enginn möguleiki var á að
greiða.
Meðal eigenda og starfsmanna
fyrirtækisins var til skamms tíma
Kristján Arason, eiginmaður Þor-
gerðar Katrínar Gunnarsdóttur al-
þingismanns, sem sjálfur lenti undir
risavöxnu kúluláni sem
hann fékk á sínum
tíma til að kaupa
hlutabréf í Kaup-
þingi. Krist ján
var sloppinn út úr
Capacent áður en
áfallið reið yfir og
starfar nú hjá N1.
Óljóst er hvort hann
tapar einhverjum
fjármunum á
kennitölu-
hoppinu.
Menningarbylting
Besta flokksins!
SLAPP VIÐ
RISALÁN
www.bluelagoon.is
a
n
to
n
&
b
e
rg
u
r
2 fyrir 1
í Bláa Lónið
Gildir gegn framvísun
miðans til 20. september 2010
Gildir ekki með öðrum tilboðum
Lykill 1561
VETRARKORT
Vetrarkortin veita ótakmarkaðan aðgang fram til 1. júní 2011
og 2 fyrir 1 í júní, júlí og ágúst
Í september verða vetrarkort Bláa Lónsins á sérstöku tilboðsverði
Einstaklingskort kosta 8.500 krónur (fullt verð 10.000 krónur)
og fjölskyldukort 13.000 krónur (fullt verð 15.000 krónur)
Frítt fyrir börn 13 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum
Vetrarkortin eru fáanleg í Bláa Lóninu,
Hreyfingu og í verslun Bláa Lónsins að Laugavegi 15
n Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
eignaðist stúlkubarn á dögunum.
Þetta er annað barn hennar og
sambýliskonu hennar, Steinunn-
ar Blöndal, sem eignaðist dreng
fyrir rúmu ári. Það er því líf og fjör á
heimili þeirra.
Guðfríður er einn af atkvæða-
mestu þingmönnum Vinstri
grænna en er í barneignarleyfi
þessa dagana. Hún er ákafur stuðn-
ingsmaður Ögmundar Jónasson-
ar ráðherra og tilheyrir því sem
kallað hefur verið órólega deildin
innan VG. Heldur hefur
slegið á mesta óróleik-
ann innan flokksins
eftir að Ögmundi
var úthlutað ráð-
herrastóli að nýju.
Guðfríður Lilja
snýr því aftur í
mun friðsælla
umhverfi eftir að
barneignar-
leyfi henn-
ar lýkur.
PILTUR OG
STÚLKA
n Heimildarmynd um Jón Gnarr,
borgarstjóra Reykjavíkur, er í bígerð.
Myndin heitir Gnarr og er ráðgert
að hún verði frumsýnd í nóvember.
Það er fjölmiðlafulltrúi Besta flokks-
ins og kvikmyndagerðarmaðurinn
Gaukur Úlfarsson sem er maður-
inn á bak við myndina. Hann fylgir
borgarstjóranum eftir um allt,
alveg frá því að Jón
var í kosningabar-
áttunni og síðan
fyrstu mánuðina
í starfi borgar-
stjóra. Stikla úr
myndinni sem
sýnir borgarstjór-
ann hlæjandi við
ýmis tækifæri
hefur vak-
ið mikla
athygli á
netinu.
GNARR Í BÍÓ
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
Áskriftarsíminn er 512 70 80
FRÉTTASKOT 512 70 70
SÓLARUPPRÁS
06:53
SÓLSETUR
19:50
Ágústa Margrét Ólafsdóttir, eigin-
kona Lárusar Welding fyrrverandi
bankastjóra Glitnis, hefur verið ráðin
verkefnastjóri á dagskrársviði Stöðv-
ar 2. Hún mun hafa umsjón með ein-
stökum verkefnum auk þess að hafa
umsjón með endurvarpi stöðvarinn-
ar af erlendum rásum, Fjölvarpinu.
Pálmi Guðmundsson, sjónvarps-
stjóri stöðvarinnar, staðfesti við DV
að Ágústa hefði verið ráðin. „Hún er
verkefnastjóri á dagskrársviði,“ segir
Pálmi. „Hún stýrir stökum verkefn-
um á dagskrársviði og hefur daglega
umsjón með Fjölvarpinu.“
Ágústa var ein þeirra sem sóttu
um starfið eftir að það var auglýst.
„Það var talsverður fjöldi,“ segir hann
spurður hversu margir hafi sótt um
starfið. Samkvæmt heimildum DV
sóttu yfir hundrað manns um.
Ágústa er, eins og áður segir, eig-
inkona Lárusar Welding. Saman eiga
þau tvær dætur, þær Kristínu Ástu
og Kötlu Björk. Ágústa er einnig góð
vinkona Ingibjargar Pálmadóttur
sem er aðaleigandi og stjórnarfor-
maður 365 fjölmiðlasamsteypunnar
sem á og rekur Stöð 2.
Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn
sem hún starfar fyrir einhvern inn-
an Baugsfjölskyldunnar en hún
vann áður hjá eiginmanni Ingibjarg-
ar, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þegar
hún starfaði sem verkefnastjóri hjá
Baugi. adalsteinn@dv.is
Eiginkona Lárusar Welding ráðin til 365:
ÁGÚSTA RÁÐIN Á DAGSKRÁRSVIÐ
Ágústa og Lárus Ágústa Margrét ásamt
eiginmanni sínum Lárusi Welding.