Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 28
Ég skal viður- kenna að mér gengur bölvan- lega að mynda mér skoðun á niðurstöðu Atlanefndar- innar. Það er liðin vika og ennþá er ég yfirleitt allt- af sammála síðasta ræðu- manni. Ýmist finnst mér niðurstaða nefndarinn- ar vera hin eina rétta, eða algjörlega fráleit. Þá er ég auðvitað fyrst og síðast að tala um niðurstöðu nefndarinn- ar varðandi það hvort draga skuli fyrrverandi ráðherra fyrir lands- dóm. Aðrar niðurstöður nefndarinn- ar sýnast mér vera í senn sjálfsagð- ar og æskilegar. Það er reyndar dá- lítið sorglegt að sjá þuluna að þeim tillögum sem nefndin setur fram til að bæta stjórnsýsluna í landinu, í stóru sem smáu. Því að þar virð- ist bókstaflega allt vera meira og minna í tómu tjóni – og þarfnast gagngerra endurbóta við. Ég mæli reyndar með því að sem flestir lesi niðurstöður Atlanefnd- arinnar, hana er að finna á netinu og hún er alveg læsileg, og hvergi nærri eins löng og skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis. Þetta er – eins og aðrar úttektir á stöðu mála á Íslandi á undanförnum árum og áratugum – mikill áfellisdómur um samfélag okkar, en eftir því sem fleiri lesa þetta og kynna sér í þaula, þá mun þeim sem hugsanlega vilja seinna kveða niður eða svæfa nið- urstöður nefndarinnar verða erfið- ara um vik. VONANDI VERÐUR LÖGGJÖF- IN EKKI HRÁKASMÍÐ Ég efast svo sem ekki um góðan vilja flestra (en ekki allra!) til að bæta úr skák, og vonandi er að sem flestum af tillögum nefndarinnar verði hrint í framkvæmd sem fyrst. En þó þannig að ekki verði hrapað að neinu, og ekki farið fram með þeim flumbrugangi sem því miður hefur alltof oft reynst einkenna ís- lenska löggjöf. Svo úr hefur orðið eintóm hrákasmíð, og svo sitjum við í súpunni lengi á eftir – og dugir þá að nefna lögin sem bönnuðu geng- istryggð lán og voru sett 2001, en virðast þó ekki hafa verið betur úr garði gerð en svo að ekki leið á löngu þangað til allar bankastofn- anir fóru að bjóða slík lán – í trássi við þessi lög. Því enginn tók mark á þeim. Það væri reyndar eitthvað fal- legt við að allsherjar endurskoð- un á stjórnsýslu landsins, og gerv- öllu embættissýsteminu, gæti farið fram í einhvers konar tengslum við stjórnlagaþing og nýja stjórnar- skrá. Sjálfsagt er ekki nauðsyn- legt að þetta haldist í hendur, en það mundi tryggja meiri skil milli hins gamla og hins nýja – það er að segja ef okkur er þá einhver alvara í því að vilja segja skilið við „gamla Ísland“ og búa til einhvers konar „nýtt Ísland“. Heitstrengingar um slíkt voru ofarlega á baugi fyrst eftir hrunið og í búsáhaldabyltingunni, en hafa smám saman dofnað, eftir því sem æ fleira í samfélaginu virð- ist þegjandi og hljóðalaust vera að falla í sama farið og fyrrum. Ef mjög róttækar breytingar og umbætur yrðu nú gerðar á öllu okkar stjórnsýsluumhverfi og færu saman við setningu nýrrar stjórn- arskrár, þá væri ekki hægt að láta sem ekkert væri – þá væri vissulega hægt að tala um einhvers konar nýtt upphaf. Og á því held ég að við þurfum sárlega á að halda. En tillögur Atlanefndarinnar til úrbóta og umbóta í stjórnsýslu og á fleiri sviðum hafa sem sagt fall- ið rækilega í skuggann af tillögum meirihluta nefndarinnar um að þrír eða fjórir ráðherrar skuli sótt- ir til saka fyrir landsdómi fyrir brot í starfi. Sú tillaga er vissulega slík ný- lunda hér á landi að það er skiljan- legt þótt hún vefjist fyrir fólki. Að minnsta kosti vefst hún fyrir mér – ég hef eiginlega enn ekki getað gert almennilega upp við mig hvað mér finnst um þessa tillögu. BJÖRGVIN ÁTTI EKKI AÐ BÍÐA Í aðra röndina finnst mér sjálfsagt að ráðherrar þurfi að standa fyrir máli sínu. Hingað til hefur verulega skort á það. Geri þeir einhverjar gloríur af sér, þá hefur umburðarlyndi Íslend- inga í garð óhæfra stjórnmálamanna löngum verið aldeilis óhæfilegt – og menn hafa gjarnan verið búnir að gleyma ávirðingum þeirra þegar kemur að kosningum. En jafnvel í þeim tilfellum þar sem kjósendur hafa fengið nóg af ráðamönnum, þá hefur refsing yfirleitt aldrei verið meiri en sú að þeir hverfa þegjandi og hljóðalaust á braut – ýmist í feita stöðu á vegum ríkisins, eða hrein- lega inn í sinn helga stein með sín dágóðu eftirlaun. Það er ljóst að ráðherrar í ríkis- stjórn Geirs Haarde stóðu sig ekki í stykkinu í aðdraganda hrunsins. Líklega er hárrétt sem sagt er að þeg- ar sú stjórn tók við hafi bankakerfið verið orðið meira og minna feigt – og ekki sennilegt að stjórnin hefði get- að bjargað því. En hún hefði getað linað höggið verulega – þó ekki væri nema með því að koma í veg fyrir að Icesave-klúðrið lenti á okkur Íslend- ingum. Þess vegna bera ráðherrarnir mikla ábyrgð. Og sennilega er alls ekki óeðlilegt að þeir fái bara að tala sínu máli fyrir hinum blessaða landsdómi. Lautinantarnir Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson áttu að vera í eldlínunni í efnahags- og við- skiptamálum ríkisstjórnar Geirs, en hvorugur stóð sig í stykkinu. Mjög er um það rætt að Björgvini hafi verið haldið utan við fundi helstu leiðtoganna, en það breytir ekki ábyrgð hans. Hann var bankamála- ráðherra þá mánuði þegar banka- krísa var að skella á um allan hinn vestræna heim, og allir vissu að ís- lenska bankakerfið var sérlega við- kvæmt. Það var einfaldlega hans hlutverk að setja sig sjálfur inn í það hve staðan væri erfið; hann átti ekki að bíða eftir því að einhver boðaði hann á fund. Mest er náttúrlega ábyrgð Geirs Haarde því hann hélt um stjórnar- taumana og átti að sjá um hin æðri efnahagsmál. Að ríkisstjórn hans hafi varla rætt lánsfjárkreppuna á sínum formlegu fundum fyrr en síð- ustu dagana fyrir hrun, það stappar brjálæði næst. Ég man eftir þessu sumri 2008, þegar kvíðinn yfir því sem í hönd færi fór stöðugt vaxandi – ég ímyndaði mér satt að segja að á fundum ríkisstjórnar væri varla tal- að um neitt annað! Svo kemur í ljós að ekki var á þetta minnst. INGIBJÖRG SÓLRÚN HEFUR HORFST Í AUGU VIÐ MISTÖK SÍN Ingibjörg Sólrún ber líka mikla ábyrgð. Hún gekk óhikað inn í for- ingjaræðið sem farið hafði að tíðk- ast í fyrri ríkisstjórn, og af einhverj- um sorglegum ástæðum eyddi hún alltof miklum tíma í að halda áfram gönuhlaupi Halldórs Ásgrímsson- ar inn í öryggisráðið. Tíma hennar hefði verið betur varið hér heima, þar sem þríburaturnarnir riðuðu til falls en í staðinn var athygli hennar á byggingu Sameinuðu þjóðanna. Ingibjörg Sólrún hefur það hins vegar fram yfir Geir Haarde (og hina ráðherrana) að hún hefur horfst í augu við mistök sín af meiri dug en nokkur ráðherra annar, með ágætri ræðu á Samfylkingarfundi fyrir nokkru síðan. Og það er vita- skuld rétt, sem margir hafa bent á, að það er auðvitað eins og hvert annað endemis rugl að það skuli eiga að draga hana fyrir dóm vegna hrunsins – meðan Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Finnur Ing- ólfsson og kompaní ríða út í sólar- lagið með sín bráðskemmtilegu eft- irlaun. F yrir tveimur árum bjó ég í borginni Guadalajara í Mex-íkó í tæpt hálft ár, ásamt nokkrum öðrum Ís- lendingum. Hinir Íslending- arnir voru í skiptinámi í flott- um einkaskóla í borginni, en ég lagði höfuðáherslu á að vera lífskúnstner. Þó reyndi ég að standast kröfur sam- félagsins um að vera ekki iðjuleysingi, með því að taka fjarnám frá Háskóla Íslands. Það var vitaskuld allt ein stór yfir- hylming af minni hálfu til að geta ver- ið lífskúnstner í ókunnugu landi. Ég bjó í týpísku miðstéttar-hverfi í borginni, sem var byggt upp af litlum raðhús-um og sæmilega snyrtileg- um blokkum. Þegar ég horfi til baka átta ég mig á því hversu bláeygður ég var í Mexíkó. Mig grunaði aldrei neitt. Ég gekk um götur þessa ró- lega hverfis og furðaði mig á því að alls staðar voru geltandi varðhund- ar og 4 metra háar gaddavírsgirð- ingar í kringum hvert einasta heim- ili. Ég vissi nú sem var að ég var ekki staddur á Raufarhöfn, en mig óraði ekki fyrir ástæðum þess að fólk lagði svona mikla áherslu á að vernda heimilin sín. Við hvern banka og í hverri verslunarmiðstöð voru lög- reglumenn í skotheldum vestum, vopnaðir vélbyssum. Ég varð aldrei var við neitt undarlegt. Fólkið gekk um göturnar og sinnti sínum erindum. Ég vissi það ekki þá að fíkniefnastríðið geisaði nán- ast fyrir framan nefið á mér. Í mars 2008 var ég á gangi eftir Buenos Aires-götunni sem ég bjó við. Ég var á leiðinni heim úr matvörubúðinni með alls konar góss, enda stóð til að halda afmælisveislu kærustunnar þá um kvöldið. Buenos Aires-gatan var ekki sérlega löng. Kannski einn kíló- metri og ég gekk eftir henni hvern einasta dag. Þegar Mexíkó- arnir komu í afmælisveisl- una um kvöldið spurðu þeir hvort við hefðum frétt af því sem gerðist á götunni okk- ar fyrr um daginn. Auðvitað höfðu bláeygðu Íslending- arnir ekki frétt af því, en sag- an var ógnvænleg. Í nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimilinu okkar var starf- rækt lögmannsstofa. Þung- vopnaðir byssumenn rudd- ust um hábjartan dag inn á lögmannsstofuna í hverfinu okkar, bundu alla niður og tóku þá síðan af lífi. Enginn lifði ódæðið af, hvorki kúnnar lögmannsstofunar né mót- tökuritarinn. Ég las í blaðinu daginn eft-ir að lögmennirnir hefðu víst tekið að sér að verja son eiturlyfjabaróns. Þeir náðu ekki að fá hann sýknaðan og þá skyldu þeir deyja. Við vorum slegin óhug í nokkra daga á eftir, en hættum svo að hugsa um þetta. Það var of gaman í Mex- íkó til að pæla of mikið í þessu. Við vorum dugleg að fara á skemmti- stað þar sem skiptinemar hittust og drukku kæruleysislega frá sér allt vit. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að ég las það rétt fyrir brottför frá Guadalajara að kanadísk- ur skiptinemi hafði verið myrtur með köldu blóði fyrir utan þennan sama skemmtistað árinu áður. Hann var svo óheppinn að standa úti á bíla- plani þegar „dræv-bæ“-skotárás var gerð fyrir utan skemmtistaðinn. Eina helgina skelltum við okkur svo til strandbæjar-ins Cancun. Á leið þangað þurftum við að keyra eftir langri hraðbraut frá flugvellinum á Yucatan-skaga. Við veittum því at- hygli að þungvopnaðir hermenn með vélbyssur og á brimvörðum bílum sinntu vegaeftirliti við þessa hraðbraut. Frekar óvenjulegt fannst okkur, enda er Cancun djamm- staður fyrir bandaríska „gringóa“. Vopnaburðurinn var samt eins og við værum í Kabúl. Skýringin á veru hermannanna kom nokkrum vikum seinna þegar sex afhöfðuðum líkum var sturtað út við vegkantinn. Það voru Kúbverjar að þvælast fyrir eitur- lyfjahringnum. Þegar ég kom heim til Íslands fór ég smám saman að fatta af hverju risastór gaddavírs-girðing er staðalbúnaður á hverju heimili og af hverju löggurn- ar ganga um með vélbyssur. Undir yfirborðinu geisaði miskunnarlaust og blóðugt eiturlyfjastríð. Saklaus- ir vegfarendur voru myrtir úti um allt og girðingarnar veittu vörn gegn mannránum. Ég sem gat ekki einu sinni læst hurðinni á íbúðinni minni almennilega. DÓPSTRÍÐIÐ FYRIR FRAMAN NEFIÐ Á MÉR 28 UMRÆÐA 17. september 2010 FÖSTUDAGUR Lærdómar Atlanefndar TRÉSMIÐJA ILLUGI JÖKULSSON rithöfundur skrifar HELGARPISTILL VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar Illugi Jökulsson fagnar niðurstöðum Atlanefndarinnar um bætta stjórnsýslu en á mjög erfitt með að gera upp við sig hvort draga eigi ráðherra fyrir dóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.