Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 55
föstudagur 17. september 2010 sport 55 á vellinum Þéttir 1. ronaldo – Brasilía Þennan þekkja auðvitað allir. Einn albesti framherji sem sést hefur spila knattspyrnu. Brassinn magnaði er orðinn vel þéttur og hefur verið það undanfarin ár. Það skiptir samt engu máli. Hann er einn af þeim bestu í sögunni og skorar alltaf mörk. Ekki líta allir fótboltamenn út fyrir að vera meitlaðir úr steini. Margir góðir leikmenn hafa leyft sér að borða vel en samt gert góða hluti á ferlinum. 2. William foulke – England Foulke var orðinn tæp 150 kíló áður en ferlinum lauk og kannski engin furða að hann hafi átt skilið að vera nefndur „Hlunkurinn“. Foulkes spilaði með Sheffield United og Chelsea undir lok nítj- ándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu. Hann vann deildina með Sheffield og lék þrisvar sinnum til úrslita um enska bikarinn. 3. Micky Quinn – England Micky Quinn var alltaf sama hvað væri sung- ið um hann. Hann var kallaður „súmó“ og sjálfur kallaði hann sig feitasta knattspyrnu- mann heims. Það aftraði honum þó ekki frá því að skora eins og óður maður með Cov- entry og var því sungið um hann: „Hann er feitur, hann er kringlóttur, hann er hverrar krónu virði, Micky Quinn!“ 7. Neil ruddock – England Rakvélin Neil Ruddock var alltaf grjótharð- ur á vellinum en utan vallar leyfði hann sér flest. Ruddock var settur á sölulista und- ir lok ferilsins hjá Swindon fyrir að vera of þungur en hann var hættur að passa í stuttbuxurnar. Sagði hann að númerin væru ekki eins og þau voru og stærð sex- tán væri bara fyrir Kylie Minogue. 4. Jan Molby – danmörk Miðjumaðurinn gildni sló í gegn á Anfi- eld með Liverpool þrátt fyrir vaxtarlag sitt. Molby var fastamaður á miðjunni hjá þeim rauðklæddu á gullaldartíma liðsins og er svo sannarlega ein af goðsögnum félagsins í dag. 5. ferenc Puskas – ungverjaland Ungverska goðsögnin upplýsti á sínum tíma að Real Madr- id hefði keypt hann þrátt fyr- ir að hann hefði bent forsvars- mönnum liðsins á að hann væri 20 kílóum of þungur. Þrátt fyr- ir aukakílóin sló Puskas í gegn og skoraði eins og óður maður. Puskas var mikið partíljón og myndi hlæja að matardiskum knattspyrnumanna í dag. 6. Neville southall – England Hinn vel þétti Walesmaður var svo sannarlega aldrei einn af þeim grennstu í bransanum. Hann var duglegur að bæta á sig undir lokin og þegar ferlinum var að ljúka hjá Bradford var hann farinn að láta vel á sjá. Þrátt fyrir alla brandarana sem menn sögðu hafa ekki margir markverð- ir verið betri og stöðugri en Southall í úrvalsdeildinni. 8. andy reid – England Hinn tæknilega sterki Andy Reid er svolítið eins og Scott Ramsey ensku úrvalsdeildarinnar. Því er alltaf haldið fram að hann sé í besta formi lífs síns þrátt fyrir að vera eilítið kringlóttur. Stuðn- ingsmenn Tottenham muna ekki eftir Reid sem góðum leikmanni en þessi þétti Íri hefur verið að gera góða hluti með Sunderland. 9. thomas Brolin – svíþjóð Stuðningsmönnum Leeds fannst þeir vera sviknir þegar Tomas Brol- in var kynntur sem ný stjarna liðsins. Þessi eitt sinn tággranni markaskor- ari frá Svíþjóð var orðinn vel þétt- ur þegar hann mætti á Elland Road. Brolin sló aldrei í gegn hjá Leeds og ekki heldur hjá Crystal Palace þegar hann kom þangað árið 1998. 10. John Hartson – Wales Þyngdin á Hartson fór upp og niður eins og jójó á skrautleg- um ferli hans. Þessi kraftmikli framherji var magnaður þeg- ar hann lék með West Ham en átti þó alltaf í vandræðum með að halda kílóunum í réttum skorðum. Hartson sagði við fyrrverandi landsliðsþjálfara sinn, Bobby Gould, að skipta sér ekki af því sem kæmi hon- um ekki við þegar hann fór að spyrja hann út í þyngdina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.