Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 50
50 LÍFSSTÍLL UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR indiana@dv.is 17. september 2010 FÖSTUDAGUR
Í nýrri bandarískri rannsókn fjöl-
skylduráðgjafans Arlene Istar Lev
kemur fram að börnum samkyn-
heigðra para gengur betur félags-
lega en börnum sem alin eru upp
af gagnkynhneigðum. Lev segir
ástæðuna vera þá að samkyn-
hneigðir foreldrar, hvort sem það
eru hommar eða lesbíur, séu undir
meiri pressu að standa sig vel. Hins
vegar, segir Lev, er erfiðara fyrir
börn samkynhneigðra foreldra að
koma sjálf út úr skápnum. „Sam-
kynhneigðir foreldrar eiga margir
hverjir erfiðara með að eiga sam-
kynhneigð eða „transgender“ börn
vegna kröfu samfélagsins um að
ala upp „eðlileg“
börn,“ segir
Lev, en rann-
sókn henn-
ar birtist í
tíma-
ritinu
Family
Proc-
ess.
Samkynhneigðir
betri foreldrar
1. Tólf elskhugar
Samkvæmt útreikningum stærð-
fræðinga er ekki heillavænlegt að
giftast æskuástinni. Samkvæmt þeirra
fræðum er ekki heldur gott að eiga of
marga fyrrverandi. Ef þú hefur átt yfir
30 elskhuga eru allar líkur á að hinn
eini sanni hafi komist undan. Best er
að hafa deitað tólf manns áður en við
setjumst í helgan stein ef sambandið á
að ganga.
2. Andlitið vinsælast
Samkvæmt vísindamönnum horfa
karlmenn frekar á andlit kvenna en
líkama þeirra. Vísindamenn fylgdust
með augum karlmanna er þeir horfðu
á myndir af nöktum konum. Langflestir
horfðu mest á andlitin.
3. Stærðin skiptir ekki máli
Engin tengsl eru á milli stærðar
getnaðarlims og þess hvort kona
mannsins fái fullnægingu við kynmök.
Vísindamenn, sem mældu lengd
getnaðarlims karlmanna og skráðu
niður hversu oft konur þeirra fengu
það, segja því engan mun á litlum og
stórum typpum.
4. Pillan ruglar okkur
Samkvæmt vísindamönnum ruglar
hormónapillan lyktarskyn kvenna og
leiðir þær að röngum mönnum. Spurn-
ing um að velja aðra getnaðarvörn þar
til leitinni að hinum eina rétta er lokið.
5. Kynin ýkja, hvort í sína
áttina
Á meðan karlmenn ýkja tölur um
fjölda bólfélaga vilja konur oft fegra
sannleikann með því að nefna lægri
tölu, samkvæmt rannsókn þar sem
notast var við lygamæli.
6. Mismunandi ástæður fyrir
kynlífi
Vísindamenn hafa fundið 237
mismunandi ástæður fyrir því af hverju
við stundum kynlíf. Sumir stunda kynlíf
af því að þeir eru ástfangnir, aðrir af
trúarlegum ástæðum, enn aðrir til að
geta gortað sig af því eða af því að
þeim leiðist eða til að geta sofnað.
SEX SANN-
LEIKSKORN
UM KYNLÍF
KONUR FYRIRGEFA
Því hefur lengi verið haldið fram
að karlmenn haldi fram hjá vegna
kynlífsins en konur vegna tilfinn-
inga. Ameríski kynlífsfræðing-
urinn Joe Kort, sem skrifar fyrir
Foxnews.com, hefur greint helstu
ástæður fyrir framhjáhaldi kvenna
en samkvæmt honum fer ótrúum
konum fjölgandi.
Kort segir fæsta karlkyns skjól-
stæðinga sína sem halda fram hjá
hafa löngun til að fara frá eigin-
konum sínum. Margir þeirra telji
hjónabandið gott og séu ánægðir
með ástarlífið með eiginkonunni.
„Þó er ekki þar með sagt að karl-
menn haldi aldrei fram hjá af því að
þeir eru óhamingjusamir í hjóna-
bandi sínu en hitt er algengara, að
þeir hugsa með klofinu í stað þess
að nota heilann,“ segir Kort.
Kort segir enn fremur að það
séu meiri líkur á að hjónaband-
ið þoli framhjáhald ef karlmaður-
inn haldi fram hjá heldur en kon-
an. „Um framhjáhald í vestrænum
samfélögum gildir tvöfalt siðferðis-
mat – strákar eru og verða strákar
og menningin kennir okkur að fyr-
irgefa þeim. Færri sambönd kom-
ast yfir framhjáhald konunnar en
kannski er það líka vegna þess að
hún hefur oft þegar sagt skilið við
makann í huganum ef hún er far-
in að halda fram hjá honum.“ Kort
segir sumar konur halda fram hjá
vegna kynlífsins en oftast séu þær
að leita eftir ást og rómantík eða til
að sannfæra sjálfa sig um að hjóna-
bandi þeirra sé lokið.
Hann segir framhjáhald kvenna
algengara í dag en áður og sérstak-
lega á meðal þeirra kvenna sem
séu vel menntaðar og fjárhagslega
sjálfstæðar. Internetið hafi einnig
ýtt undir framhjáhald beggja kynja.
Í dag sé auðvelt að komast í sam-
band við ókunnugt fólk sem hafi
áhuga á skyndikynnum, hafa uppi
á fyrrverandi kærustum og ræða
við vinnufélagana eftir vinnutíma.
frekar framhjáhald
Hættumerki
að mati Korts:
n Hún sýnir ferðum makans minni
áhuga.
n Hún klæðir sig upp fyrir vinnuna
en hefur lítinn áhuga á því að
punta sig upp fyrir makann.
n Hún hefur minni áhuga á
ástarleikjum með makanum.
* Vinnutími hennar verður
óreglulegur og hún eyðir meiri
tíma í vinnunni.
n Hún virðist óvenjuglöð, nema
þegar hún er í kringum maka
sinn.
n Hún hefur minni þolinmæði fyrir
vinum og fjölskyldu maka.
n Í sambandinu eru óleyst mál.
n Hjónabandið snýst fyrst og
fremst um börnin. Þið hafið ekki
sinnt hjónabandinu og eigið
sjaldan tíma tvö ein.
Í rannsókn Baylor-læknaháskól-
ans í Houston kom í ljós að lítil kyn-
lífslöngun kvenna jókst þegar þær
fengu lyfleysu. Aðstandandi rann-
sóknarinnar, prófessorinn Andrea
Bradford, segir niðurstöðuna sanna
tengingu líkama og hugar þegar
kemur að kynlífslöngun og kynörv-
un kvenna. Í rannsókninni var kon-
um á aldrinum 35 til 55 ára, sem
áttu við vandamál vegna lítillar kyn-
lífslöngunar að etja, gefið Viagra
og Cialis, lyf sem þykja hafa gjör-
bylt meðferð á risvanda og öðrum
kynlífstengdum vandamálum karl-
manna. Konurnar voru einnig beðn-
ar um að stunda kynlíf að minnsta
kosti þrisvar í mánuði og halda dag-
bók um hvert skipti en flestar kvenn-
anna voru giftar.
Lyfin höfðu engin mælanleg áhrif
á konurnar en þegar vísindamenn-
irnir fóru aftur yfir gögnin kom í ljós
að 35% þeirra sem höfðu verið í við-
miðunarhópnum og fengið sykurt-
öflu í stað Viagra og Cialis sýndu
önnur viðbrögð. „Allar tölur fóru
upp á við. Sama hvort við skoðuðum
meiri örvun, meiri raka í leggöngum
og fjölda fullnæginga,“ segir Bradford
en rannsókn hennar birtist í tímarit-
inu Journal of Sexual Medicine.
Aline Zolbrod, kynlífsfræðing-
ur í Boston, segir niðurstöðuna ná-
kvæmlega þá sem kynlífsfræðingar
óski sér. „Þessar konur fóru í rétta
gírinn. Í stað þess að ákveða að tafl-
an myndi ekki hafa nein áhrif létu
þær á það reyna. Með því að hugsa
meira um kynlíf og stunda það oftar
fóru þær að upplifa meiri fullnægju
í kynlífinu.“
Hugarfarið skiptir mestu þegar kemur að kynlífslöngun og fullnægingu kvenna.
Sykurtafla læknar kynkulda
Fullnægð? Yfir 35%
kvennanna sem fengu
lyfleysu upplifðu kynlíf á
jákvæðari hátt en áður.