Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 17. september 2010 FRÉTTIR 15 NÝBÚAR LENDA FREKAR Í EINELTI Skóli Börn af erlendum uppruna eru helmingi líklegri til að lenda í einelti en börn af íslenskum uppruna. Myndin tengist fréttinni ekki beint. MYND AME „Mín skoðun er sú að fordómar í garð innflytjenda fari ekki vaxandi hér á landi,“ segir Toshiki Toma, prest- ur innflytjenda, sem segist hafa fundið fyrir meiri fordómum fyrir þremur til fjórum árum en í dag en á þeim tíma hafi fjöldi innflytj- enda aukist mikið á Íslandi. „Það þýðir samt ekki að hér séu ekki fordómar, en að mínu mati eru flestir Íslendingar jákvæðir í garð útlendinga.“ Toshiki segir að á ár- unum 2004–2008 hafi verið meira um fordóma. Þá hafi til dæmis staðalímyndin af Pólverjum verið sú að þeir ækju bíl undir áhrifum áfengis og algengasta staðalímynd Asíubúans tengd málamyndahjónaböndum. „Fyrir stuttu var umræð- an neikvæð í garð Litháa, þeir álitnir glæpamenn og eiturlyfjasmyglarar. Ég hef ekki fundið fyrir slíku upp á síðkastið eins mikið og áður.“ Toshiki segir erfitt að meta hvort kreppan hafi áhrif á fordóma. Annars vegar sé fjöldi útlendinga sem þurfi að leita sér aðstoðar vegna atvinnuleysis og fjárhags- erfiðleika en á móti komi að Íslendingar þurfi nú sjálfir að leggja land undir fót í leit að betri kjörum. „Að vera í þessum sporum, að þurfa að fara til annarra landa til að fá vinnu hefur örugglega breytt hugmyndum Ís- lendinga í garð útlendinga,“ segir Toshiki sem segir fá dæmi um að fólk sé hreinlega hrakið úr landi með of- beldi og hótunum vegna kynþáttar. „Fréttin af fólkinu frá Kúbu er eina dæmið sem ég þekki þar sem hægt er að segja að kynþáttafordómar hafi valdið því að ein- staklingar urðu að yfirgefa landið. Oft eru fordómar hluti ástæðunnar en sjaldan eina ástæðan.“ TOSHIKI TOMA segir fordóma í garð innflytjenda ekki vaxandi. Meiri fordómar fyrir kreppu „Ég get ekki sagt að það séu engir kyn- þáttafordómar hér. Fólk veit ekki alltaf hvernig það á að bregðast við þeim út- lendingum sem hingað koma. Hlutirnir geta líka breyst hratt. Ég veit ekki hvern- ig ástandið verður eftir fimm til tíu ár og sérstaklega á meðal unglinga,“ segir Sonia Wahome, 31 árs kona frá Kenía, en hún hefur búið á Íslandi í 11 ár. „Mér finnst eins og staðan hér núna sé eins og í Bandaríkjunum árabilið 1980–90. Útlendingar eru samþykktir en á sama tíma óttast okkur margir og kreppan hefur neikvæð áhrif á ímynd okkar. Það er undir foreldrunum komið að kenna unga fólkinu að fólk af öllum stærðum og gerðum getur búið saman í sátt og samlyndi.“ Sonia segist sjálf afar sjaldan hafa lent í fordómum. „Ég vann á hóteli í fjögur ár og lenti þrisvar sinnum í því að einhver sagði eitthvað dónalegt við mig. Í öll skiptin voru það drukknir menn og í eitt af þessum þremur skiptum var það Breti. Sjálf tala ég íslensku og hef aðlagast samfélaginu vel. Fyrst þegar ég kom töl- uðu allir íslensku við mig en í dag byrja flestir að tala við mig á ensku því það eru komnir svo margir útlendingar hingað og Íslendingar ganga út frá því að maður tali ekki málið.“ Foreldrar eiga að fræða SONJA WAHOME kemur frá Kenía en hefur búið á Íslandi í 11 ár. „Það er þekkt að vandamál milli fólks aukast á krepputímum. Reiðin verður meiri, en hér á landi beinist hún ekk- ert frekar að útlendingum frekar en til að mynda fötluðum. Það eru bara allir að berjast um að lifa af,“ seg- ir Amal Tamimi og heldur því fram að kynþáttafordómar hafi ekki aukist á Íslandi. „Það er ekki til sú mann- eskja sem er alveg fordómalaus en við þurfum ekki að gera meira úr hlutun- um en ástæða er til og þannig búa til alvörufordóma sem eru hættulegir. Íslendingar eru upp til hópa gott fólk og ég býst ekki við að fordómar verði að vandamáli hér. Við þurfum bara að passa upp á fræðsluna,“ segir Amal og bætir við að fordómar séu sprottnir af fáfræði. „Það eru ekki bara Íslendingar sem eru með fordóma heldur finnast líka fordómar á milli innflytjendahópa. Við óttumst það sem við þekkjum ekki og þess vegna verðum við að reyna að auka á fræðslu.“ Amal segir ósanngjarnt að ætlast til þess að útlendingar aðlagist siðum og venjum landsins ef heimamenn neita að koma til móts við þá. „Auð- vitað verða innflytjendur að aðlag- ast til að verða hluti af samfélaginu en aðlögunin verður að vera í báðar áttir. Það er ekki hægt að komast inn ef allir gluggar eru lokaðir. Þótt ég taki þátt í íslenskri menningu verð ég að fá að eiga mína eigin menningu sem er líka skemmtileg og spennandi fyrir Íslendinga að kynn- ast,“ segir Amal sem segir vinsæld- ir veitingastaða og tónlistar innflytj- enda gott dæmi um aðlögunina. Að sögn Amal verða múslimar helst fyrir barðinu á fordómum. „Í fjölmiðlum er aldrei talað um múslima nema í tengslum við hryðjuverk en við erum bara eins og annað fólk, eigum sama guð og för- um eftir sömu reglum. Það er ekkert í íslamstrú sem segir okkur að fara út og drepa menn. Hins vegar finna músli- mar ekki persónulega fyrir fordómum. Hér segjast allir lifa góðu lífi í sátt við aðra en umræðan í þeirra garð er nei- kvæð,“ segir Amal og bendir á að nei- kvæðni í garð byggingar moskvu bygg- ist á þessari hræðslu við íslamstrú. „Við megum ekki alhæfa. Það eru ekki allir múslimar vondir. Að sama skapi megum við ekki gera of mikið úr hlut- unum. Það koma alltaf upp erfiðleikar í hópum unglinga og það er hættulegt að tala um að fordómar hafi aukist þótt innflytjendur eigi hlut að máli. Fyrir stuttu var framið morð í Hafna- firði vegna stúlku. Bæði gerandi og fórnarlambið voru Íslendingar. Getum við sagt að allir Íslendingar séu morð- ingjar? Það finnst alls staðar öfgafólk og veikt fólk.“ Þurfum meiri fræðslu AMAL TAMIMI, framkvæmdastýra Jafnréttishúss, segir enga manneskju alveg fordómalausa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.