Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 24
24 ERLENT 17. september 2010 FÖSTUDAGUR Benedikt XVI. páfi kom til Bretlands á fimmtudaginn. Litið er á heim- sókn hans sem opinbera heim- sókn líkt og um þjóðhöfðingja væri að ræða þar sem Elísabet II. Breta- drottning bauð honum en ekki kirkjan. Hann telst vera þjóðarleið- togi hins sjálfstæða ríkis Vatíkans- ins. Heimsóknin hefur verið deilu- efni frá því tilkynnt var um hana og hafa heimamenn sýnt lítinn áhuga á þeim viðburðum sem páfi tekur þátt í en miðar hafa selst afar illa. Heim- sóknin mun standa yfir í fjóra daga. Páfinn segist vilja „rétta fram vinarhönd“ til bresku þjóðarinnar meðan á heimsókn hans stendur. Páfinn sagði mikilvægt að berjast gegn „herskárri veraldarhyggju“ og minntist þess þegar Bretland stóð í fararbroddi bandamanna sem brutu á bak aftur öfgakennt trúleysi nasista í síðari heimsstyrjöldinni. „Bretland og leiðtogar þess börð- ust gegn nasistastjórninni sem vildi eyða Guði úr samfélaginu,“ sagði páfi. Margir gagnrýna að trúarleiðtogi á borð við páfann komi í opinbera heimsókn til Bretlands en komið hefur fram að rúmir tveir milljarðar íslenskra króna úr vösum skattborg- ara fara í öryggisgæslu fyrir páfann. Yfir fimmtíu fræðimenn, lista- menn og rithöfundar skrifuðu und- ir bréf í dagblaðinu Guardian þar sem þeir mótmæla opinberri heim- sókn páfans. Á undirskriftalistanum eru til dæmis leikarinn Stephen Fry, líffræðingurinn og trúleysinginn Ri- chard Dawkins og rithöfundarnir Terry Pratchett og Philip Pullman. Þá hafa gamlar og nýjar fréttir af kynferðisofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar einnig skyggt á heim- sókn páfans. Fyrsta opinbera heimsóknin í 500 ár Páfinn heimsótti Elísabetu Breta- drottningu í Edinborg í Skotlandi á fimmtudaginn. Talið er að yfir hundrað þúsund manns hafi fylgst með þegar páfabíllinn svokallaði keyrði um götur borgarinnar. Heim- sókn páfa til Bretlands er sú fyrsta síðan Jóhannes Páll páfi II. kom árið 1982. En páfi hefur ekki komið í op- inbera heimsókn til Bretlands lengi. AFP-fréttastofan greindi frá því að þetta væri fyrsta opinbera heim- sókn páfa til Bretlands frá því að Hinrik VIII. klauf England frá kaþ- ólsku kirkjunni í Róm árið 1534. Í dag tilheyrir einn af hverjum tólf í Bretlandi kaþólsku kirkjunni. Heimsókn Benedikts páfa til Bretlands mun kosta skattborgara þar í landi samtals rúma 2,2 millj- arða króna. Þegar á heildina er litið á heimsóknin eftir að kosta á fimmta milljarð en páfagarður greiðir helming upphæðarinnar. Talsmenn breskra stjórnvalda segja að heim- sókn páfans sé flókin og vandasöm, meðal annars vegna öryggismála. Páfinn dvelur í Bretlandi í fjóra daga og ferðast til nokkurra borga. Páf- inn heldur útimessur í Glasgow og Birmingham frammi fyrir gríðarleg- um fólksfjölda. Þá heimsækir hann einnig skóla, elliheimili og sjúkra- hús á ólíkum stöðum. „Öfgakennt trúleysi“ Drottningin sagði að heimsókn páf- ans yrði vonandi til þess að styrkja böndin milli kaþólsku kirkjunnar og bresku biskupakirkjunnar. Hún hrósaði kaþólsku kirkjunni fyrir að hafa veitt fátæklingum og veiku fólki um allan heim frábæra aðstoð. „Í dag reynir Bretland að verða nútímalegt fjölmenningarsamfélag. Við það erfiða verkefni er óskandi að það haldi ávallt í heiðri þau hefð- bundnu gildi sem hin herskáa ver- aldarhyggja hefur ekki lengur áhuga á og þolir jafnvel ekki,“ sagði páfinn í ræðu sem hann hélt að drottning- unni viðstaddri. „Þegar við minnumst þess hversu illa öfgakennd trúleysis- stefna lék okkur á tuttugustu öldinni megum við aldrei gleyma hvern- ig útilokun Guðs, trúar og góðra gilda leiðir alltaf til einstrengings- legrar heimsmyndar mannsins og samfélagsins, sem er hugmyndinni um manneskjuna og örlög hans til minnkunar,“ sagði páfi. Umdeild ummæli um kynferðisglæpi Fréttamaður BBC spurði páfa um hin víðtæku kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar þar sem hann var staddur um borð í flugvélinni sem flutti hann frá Róm til Bret- lands. Páfinn sagði að fregnir af kynferðisglæpum kaþólskra presta hefðu komið sér í opna skjöldu og valdið sér miklum trega. Hann sagðist vilja bjóða fórnarlömbun- um upp á „efnislega, sálfræðilega og andlega“ aðstoð. „Það er erfitt að átta sig á því hvernig þessi villa prestanna var möguleg,“ sagði páfi við fréttamenn. Benedikt sagði í flugvélinni að þeir sem fremji barn- aníð væru haldnir „veiki“ og hefðu glatað frjálsum vilja sínum. Hann sagði að kirkjan hefði ekki verið nægilega á verði gagnvart kynferð- isbrotum presta og komið verði í veg fyrir að þau endurtaki sig. Þessi ummæli hafa valdið reiði víða um heim. Joelle Casteix, tals- maður samtaka fórnarlamba í Bandaríkjunum, sagði ummælin særandi. Það hafi komið í ljós að kirkjan hafi brugðist hratt við en málin hins vegar þögguð niður í stað þess að komið væri í veg fyrir brotin. Aðspurður um deilurnar í Bret- landi vegna heimsóknarinnar sagði páfi að Bretar hefðu lengi hatast við kaþólikka en hefðu einnig lengi ver- ið þekktir fyrir umburðarlyndi. „Heathrow eins og þriðji heimurinn“ Walter Kasper, kardínáli og náinn ráðgjafi Benedikts páfa, ferðað- ist ekki með honum til Bretlands. Hann veiktist skyndilega eftir að ummæli sem hann lét falla í þýsku blaðaviðtali komust í hámæli. Þar líkti hann því við að koma til lands í þriðja heiminum þegar lent er á Heathrow-flugvelli í London og vís- aði þar greinilega í fjölþjóðlegt and- rúmsloftið sem þar ríkir. Hann sagði einnig að breskir trúleysingjar væru herskáir og ósamvinnuþýðir. Vatík- anið lýsti því yfir að ekkert vafasamt væri við hin skyndilegu veikindi kardínálans, hann hefði einfaldlega veikst. Oliver Lahl, talsmaður Kasper, sagði að kardínálinn hefði engan ætlað að móðga, hefði aðeins viljað draga athygli að fjölmenningarsam- félaginu í Bretlandi. „Kasper ræddi einungis um þá staðreynd að á flug- vellinum er fólk hvaðanæva úr ver- öldinni og að maður gæti alveg eins verið staddur í Mumbai, Kinshasa, Islamabad eða Nairobi. Það var ekki neikvæð merking fólgin í ummæl- unum. Hann meinti að Bretland er ekki lengur ríki þar sem einn kyn- þáttur býr og ein trúarbrögð eru ið- kuð og að það sé gott fordæmi fyrir alla Evrópu.“ Fjölmenn útimessa Á fimmtudaginn hélt Benedikt páfi messu undir berum himni í Glas- HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Þegar við minn-umst þess hversu illa öfgakennd trúleysisstefna lék okkur á tuttugustu öldinni megum við aldrei gleyma hvernig útilokun Guðs, trúar og góðra gilda leiðir alltaf til einstrengingslegrar heimsmyndar manns- ins og samfélagsins. UMDEILD HEIMSÓKN PÁFA TIL BRETLANDS Þúsundir í messu Benedikt XVI. hélt útimessu í Glasgow í Skotlandi og þangað mættu sjötíu þúsund manns. Söguleg heimsókn Benedikts sex- tánda páfa til Bretlandseyja hefur valdið háværum deilum. Ferðalagið er skilgreint sem opinber heimsókn þjóðarleiðtoga og því þurfa breskir skattgreiðendur að borga fyrir um- stangið sem fylgir heimsókninni. Páfinn skaut á fimmtudaginn föstum skotum að „öfgakenndri veraldar- hyggju og trúleysi“. Hann segist ekki hafa vitað af kynferðisofbeldinu sem var framið svo áratugum skipti innan vébanda kaþólsku kirkjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.