Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR 17. september 2010 FÖSTUDAGUR
„Á meðal krakka í tíunda bekk segj-
ast 8 prósent hafa orðið fyrir einelti.
Talan fer upp í 16 prósent á með-
al krakka sem eiga báða foreldra af
erlendum uppruna og 12 prósent á
meðal krakka sem eiga annað for-
eldri af erlendum uppruna,“ seg-
ir Þóroddur Bjarnason, prófessor í
félagsfræði við Háskólann á Akur-
eyri. Þóroddur vitnar í rannsóknina
Heilsa og lífskjör skólanema (HBSC)
sem skólinn framkvæmdi fyrir Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunina en Þór-
oddur stýrði íslenskum hluta hennar.
Niðurstöðurnar sýna að börn af er-
lendum uppruna eru tvöfalt líklegri
til að verða fyrir einelti.
Erlend börn þunglynd
„Það athyglisverðasta að mínu mati
er að hópurinn sem á annað foreldri
af erlendum uppruna lendir þarna á
milli og virðist bera hálfa ábyrgðina
en sá hópur er stór. Börn af erlend-
um uppruna mælast líka þunglynd-
ari, með lakari sjálfsmynd og í verri
tengslum við skólafélagana en skóla-
félagar þeirra af íslenskum uppruna.
Þessi börn upplifa meiri breyting-
ar í kjölfar hrunsins en krakkar al-
mennt og lífsánægja þeirra minnkar
á meðan lífsánægja íslensku krakk-
anna eykst,“ segir hann og bætir við
að menn hafi búist við að lífsánægja
barna myndi minnka með verri
efnahagsstöðu. „Sú varð ekki raunin
nema í hópum þeirra barna sem eiga
atvinnulausa foreldra eða foreldra af
erlendum uppruna. Hins vegar líður
börnum af erlendum uppruna bet-
ur í skólanum í dag en áður. Strax og
kreppan skall á var gert mikið átak
í skólum og vel tekið á móti krökk-
um af erlendum uppruna og krökk-
um sem búa við erfiðleika heima við.
Skólakerfið brást því mjög skarpt við
en vandinn virðist liggja í unglinga-
samfélaginu.“
Þóroddur segir rannsóknina hafa
tekið tillit til upprunalands en ekki
sé hægt að sjá tengsl milli eineltis
og ákveðins lands. „Við vildum vita
hvort þeir sem eru lengra að komn-
ir, eins og frá Asíu eða Afríku, yrðu
frekar fyrir einelti en það virðist
ekki vera. Það skiptir ekki máli hvort
krakkarnir koma frá Indlandi eða
Norðurlöndunum. Það sem tromp-
ar allt er tungumálið. Krakkar sem
tala erlent tungumál standa höllum
fæti.“
Ekki jafnvingjarnlegir
Rannsóknin er hluti af rannsóknum
WHO sem framkvæmd er í 47 lönd-
um á fjögurra ára fresti. Þóroddur
segir að í alþjóðlegum samanburði
sé einelti tiltölulega fátítt á Íslandi
og að ekki hafi mælst auking í einelti
í garð krakka af erlendum uppruna
frá árinu 2006. „Erlendum krökkum
finnst bekkjarfélagarnir ekki jafnvin-
gjarnlegir og áður en þeir tala ekki
um einelti. Í samanburði við önn-
ur lönd sjáum við að einelti er ekki
mjög algengt hér en þótt það sé fátítt
þá þýðir það ekki að það sé síður al-
varlegt. Ef þú ert sá eini í skólanum
sem er lagður í einelti geta afleiðing-
arnar verið verri en þegar margir eru
fórnarlömb.“
NÝBÚAR LENDA FREKAR Í EINELTI
Mál kúbversku feðganna sem flúðu land vegna líflátshótana hefur vakið umræðu um
rasisma og fordóma í landinu. Doktor Hallfríður Þórarinsdóttir hjá MIRRA segir ís-
lenska þjóð lengi hafa verið afar einsleita og að menningarpólitísk stefna yfirvalda
hafi snúist um að upphefja einsleitnina. Litháinn Vytautas Lipskas og Amal Tamimi,
framkvæmdastýra Jafnréttishúss, eru sammála um að fjölmiðlar haldi uppi neikvæðri
ímynd um ákveðna hópa innflytjenda.
Þóroddur Bjarnason „Það athyglis-
verðasta að mínu mati er að hópurinn
sem á annað foreldri af erlendum
uppruna lendir þarna á milli og virðist
bera hálfa ábyrgðina en sá hópur er stór.“
INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: indiana@dv.is
Strax og kreppan skall á var gert
mikið átak í skólum og
vel tekið á móti krökkum
af erlendum uppruna
og krökkum sem búa við
erfiðleika heima við.
n Kynþáttafordómar eru órökstuddir
dómar um einstaklinga og hópa
grundvallaðir á staðalmyndum sem
byggðar eru á uppruna eða útlitsein-
kennum viðkomandi. Fordómafull
manneskja hneigist til að sjá aðeins
það sem samræmist hugmyndum
hennar og treystir fordóma hennar og
staðalmyndir.
n Flest höfum við fordóma en
þegar fordómar og vald fara saman
er voðinn vís. Stjórnmálaflokkar sem
eru fjandsamlegir útlendingum og
fólki af erlendum uppruna hafa alltaf
notað innflutning fólks sem útskýringu
á fjölda samfélagsmeina. Helförin,
þjóðarmorðið í heimsstyrjöldinni
síðari, er hræðileg áminning um hvað
getur gerst ef umræðu um lýðræði og
mannúð er ekki haldið lifandi.
n Til kynþáttafordóma teljast
kenningar, heimsmynd, hreyfingar,
samfélagsgerð og athafnir sem byggja
á þeirri trú að mannkyni megi skipta í
mismunandi kynþætti eða þjóðfélags-
hópa. Forvígismenn kynþáttahyggju
telja ákveðna hópa fólks öðrum æðri
vegna þess að þeir tilheyri ákveðnum
„kynþætti“.
n Kynþáttahatarar flokka fólk í „kyn-
þætti“ eftir uppruna og útlitseinkenn-
um –húðlit, lögun augna eða háralit
þótt sýnt sé að líffræðilega erum við
aðeins einn kynþáttur: mannkynið.
HEIMILD: WWW.HUMANRIGHTS.IS
HVAÐ ERU KYNÞÁTTAFORDÓMAR?
„Eins hræðilegt og mál kúbversku
feðganna er, þá verða skólar og aðr-
ir að nýta sér svona uppákomur til að
fjalla um þessi mál og vekja upp um-
ræðu um rasisma og hvernig hann
brýst út,“ segir dr. Hallfríður Þórar-
insdóttir, mannfræðingur og for-
stöðumaður MIRRA – Miðstöðvar
innflytjendarannsókna Reykjavíkur-
Akademíunnar.
Hallfríður segir íslensku þjóðina
hafa verið einsleita mjög lengi en að
nú sé samfélagið að breytast.
„Hér hafa aldrei verið neinir
minnihlutahópar að neinu ráði svo
við höfum afskaplega litla reynslu af
því að búa með fólki sem gerir hlut-
ina ekki nákvæmlega eins og við
sjálf. Það er varla hægt að lá Íslend-
ingum reynsluleysið en það sem er
öllu alvarlegra að mínu mati er þessi
menningarpólitíska stefna íslenskra
yfirvalda sem var við lýði fram á síð-
ustu ár og snerist um að upphefja
einsleitnina. Lengi vorum við alin
upp við ágæti þess að Íslendingar
væru af „hreinum stofni“ og hefðu
lítið eða ekkert blandast öðrum og
þannig ætti það að vera,“ segir Hall-
fríður og bætir við að það sama birtist
í viðhorfum til tungumálsins. „Hug-
myndirnar um hreinan kynstofn og
hreinan málstofn eru af sama hug-
myndafræðilega meiðinum. Menn
gefa sér að það sé eitthvað til sem
heitir hreinn kynstofn eða hreinn
málstofn, sem er að mínu mati goð-
sögn og ekki til. Í þessum anda halda
sumir að íslenskri þjóð stafi hætta af
því að blandast öðrum þjóðum, það
sé á einhvern hátt mengandi og líkt
því að tungumálið mengist ef útlensk
orð koma þar inn. Þetta er auðvitað
eins og hver önnur firra.“
Hallfríður bendir á að allir séu
jafnir fyrir lögum hér á landi. „Hér
eru allir jafnir, sama hvaða trúar-
brögð þeir stunda, menningu þeir til-
heyra eða frá hvaða landi. Mismun-
un er bönnuð en hitt er svo annað
mál hvernig við komum fram hvert
við annað. Ég held að það hjálpi að
margir Íslendingar hafi búið erlendis
í lengri eða skemmri tíma og komið
heim aftur eftir að hafa kynnst ann-
arri menningu auk þess sem upp-
lýsingaflæðið er mun meira í dag en
áður og menntunarstigið hærra. Mið-
að við sögu okkar og reynsluleysi og
þessa menningarpólitísku áherslu yf-
irvalda er í raun athyglisvert og aðdá-
unarvert að það skuli ekki vera meiri
fordómar. Yfir 80% allra innflytjenda
á Íslandi eru frá Evrópu og skýrir það
ef til vill líka út hvers vegna tiltölulega
lítið hefur borið á rasisma hér á landi.
Ef þessi hlutföll væru önnur, segjum
yfir 50% frá löndum utan Evrópu, er
ekki eins víst að ástandið væri eins
friðsamlegt og það hefur verið.“
„Ég held að kynþáttafordómar séu ekki mikið vandamál hér á landi.
Auðvitað eru einhverjir Íslendingar sem líkar ekki vel við útlend-
inga en þannig er það alls staðar í heiminum,“ segir Vytautas Lipsk-
as, ungur Lithái sem kom til Íslands fyrir fimm
árum. Vytautas starfaði sem smiður en missti
vinnuna þegar kreppan skall á en hann og eigin-
kona hans kynntust á Íslandi en hún er einnig frá
Litháen. Þau eiga saman eina níu mánaða dótt-
ur. „Flestum Íslendingum er alveg sama hvaðan
þú kemur en kreppan hefur sín áhrif. Í dag eru
fleiri sem vilja að útlendingar fari heim svo þeir
taki ekki vinnuna. Ég hef búið í Noregi og dvalið í
Frakklandi og Þýskalandi og finnst ástandið mun
betra hér en þar. Þjóðverjar til dæmis hika ekki við að hreyta ein-
hverju framan í þig en geta sjálfir ekki talað ensku. Í stórum lönd-
um neitar fólk oft að læra annað tungumál en hér tala næstum allir
ensku.“
Vytautas segir íslenska fjölmiðla hafa haldið neikvæðri ímynd
um Litháa á lofti. „Hér var mikið skrifað um að við værum að smygla
dópi en samkvæmt tölfræðinni smygla Íslendingar mestu dópi hing-
að sjálfir. Fjölmiðlar hafa bara alltaf hátt um þau mál sem snúa að
útlendingum,“ segir hann og bætir við að fordóma sé helst að finna
meðal ungs fólks. „Unglingar setja hlutina kannski ekki í rétt sam-
hengi og kenna útlendingum um allt sem hér hefur gerst. En ég held
að flestir telji þá útlendinga sem hér hafa búið, borgað skatta og tek-
ið þátt í samfélaginu velkomna hingað og ég er viss um að ástandið
eigi eftir að batna enn frekar þegar efnahagurinn lagast.“
Sjálfum hefur Vytautas ekki enn tekist að læra íslensku. „Kon-
an mín kann íslensku og á því í engum vandræðum með að eignast
íslenska vini og ég held að það hugsi enginn um hana sem útlend-
ing. Ég finn að fólk vill að ég læri tungumálið og ég get engum nema
sjálfum mér um kennt að hafa ekki lært það.“
Hreinn kynstofn ekki tilNeikvæð ímynd af
Litháum í fjölmiðlum
VYTAUTAS LIPSKAS segir íslenska fjölmiðla halda á lofti
neikvæðri ímynd um Litháa.
Mannfræðingurinn HALLFRÍÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR segir íslensk yfirvöld hafa upphafið einsleitnina
sem hér hafi ríkt í áranna rás og að sömu viðhorfin birtist nú til tungumálsins.