Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR 17. september 2010 FÖSTUDAGUR FU RS TY NJ AN Söfnunarstell 13 teg. á lager - Pöntum inn í enn fleiri stell Hnífaparatöskur f/12m. 72 hlutir margar gerðir Hitaföt - margar gerðir Líttu á www.tk.is ÍTALSKUR KRISTALL K r i n g l u n n i - S í m i : 5 6 8 9 9 5 5 40 ára Vörur á verði fyrir þig Ótrúlegt glasaúrval á frábæru verði Verum vinir á - mikið úrval RÚMFÖT afsláttur Fallegar gjafir Nýtt kynferðisbrotamál er kom- ið upp innan þjóðkirkjunnar. Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri á biskupsstofu, staðfestir að fram hafi komið ásakanir frá þremur einstakl- ingum á hendur presti um kynferð- islega áreitni og kynferðisbrot. Fagr- áð um meðferð kynferðisbrota hefur haft málið til umfjöllunar. Viðkom- andi presti voru kynntar þær ásakan- ir sem hann var borinn. Brotin áttu sér stað fyrir 25 árum og eru því fyrnd að lögum. Viðkomandi prestur hefur ekki gegnt föstu embætti í kirkjunni um árabil. Hann mun sökum brot- anna ekki gegna störfum sem prest- ur né koma fram á vegum þjóðkirkj- unnar, safnaða hennar, stofnana eða kristilegra félaga sem starfa innan vébanda hennar. Fórnarlamb prestsins hafði þetta um málið að segja: „Ég er fyrst og fremst ánægður með hvað kirkjan brást hratt og vel við og leiddi mál- ið til lykta örugglega og ákveðið.“ Svo segir fórnarlamb prests sem var sak- aður um að hafa misnotað þrjá ein- staklinga. Svör Biskupsstofu Áður en Árni Svanur staðfesti þessar upplýsingar hafði blaðamaður árang- urslaust reynt að tala við fjölmiðla- fulltrúa biskupsstofu, Steinunni Arn- þrúði Björnsdóttur, sem neitaði að veita nokkrar upplýsingar um málið á þeim forsendum að starf fagráðsins væri trúnaðarmál. Hún kannaðist ekki við málið og sagðist ekki vilja taka þátt í svona slúðri. Ragnhildur Benedikts- dóttir sagði að málið hefði ekki legið á sínu borði og hún vissi ekkert um það. Vísaði hún á fyrrnefndan fjölmiðla- fulltrúa. Sagði svo: „Það eru ýmis mál sem maður tjáir sig ekki um.“ Hún staðfesti svo að enginn prest- ur hefði misst hempuna vegna kyn- ferðisbrota. Hún lofaði líka að ræða þetta við biskup og sendi síðan þetta svar: „Ég ræddi við biskup í gær og bar honum erindi þitt. Hann kvaðst ekki gefa kost á viðtali. Eins og þú veist eru opinberir starfsmenn bundnir trúnaði sem kveðið er á um t.d. í starfsmanna- lögum en þar segir m.a.: „Hverjum starfsmanni er skylt að gæta þag- mælsku um atriði er hann fær vitn- eskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanna eða eðli málsins. Þagnar- skyldan helst þótt látið sé af starfi.“ Ef efni máls fellur undir lög um persónu- vernd er trúnaðarskyldan enn ríkari. Af þessu leiðir að starfsmaður get- ur ekki tjáð sig um málefni einstakra manna nema viðkomandi veiti sér- staka heimild til þess.“ Sinnti verkefnum fyrir kirkjuna Gunnar Rúnar Matthíasson, formað- ur fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar, segir að brotamað- urinn hafi ekki verið í föstu starfi inn- an kirkjunnar í mörg ár. „Ég veit ekki hvað það er langt síðan hann starfaði fyrir kirkjuna en hann hefur þó tekið að sér ýmis verkefni fyrir kirkjuna eftir að hann lét af störfum.“ Hann getur ekki gefið upp nafn mannsins: „Mér hefur verið sagt að það heyri ekki undir mig að stað- festa nafn hans. Samkvæmt persónu- verndarlögum er mér það óheimilt fyrst brotið er fyrnt. Sjálfur myndi ég kjósa það frekar, því á meðan mað- urinn er nafnlaus liggja fleiri undir grun. Auðvitað á maður ekki í skjóli persónuverndar eða fyrningarlaga að geta leitað úr einu skjóli í annað. En það er erfitt að eiga við þetta fyrst lögin eru svona. Hann hefur lögvarð- an rétt hvort sem mér líkar það betur eða verr. Að sama skapi er ekki hægt að taka þetta mál fyrir í dómskerfinu. Vegna fyrningarlaga er ég með bundn- ar hendur í þessu máli. Mér fellur það ekki vel. Mér finnst vont að geta ekki gert meira. Persónulega myndi ég vilja sjá fyrningarlögin afnumin með öllu.“ Brotið á unglingum Fagráðið heyrði fyrst af þessum ásök- unum þegar prestur leitaði til þeirra í umboði eins þolandans. Hafði hann vitneskju um fórnarlömbin þrjú þó að þau tengdust ekki innbyrðis. „Hvernig hann fékk vitneskju um öll málin veit ég ekki. Við ræddum við þolendurna hvern í sínu lagi.“ Þeir einstaklingar sem voru beitt- ir kynferðislegu ofbeldi voru fulltíða þegar brotið var á þeim. Áreitnin var aftur á móti á hendur yngri einstakl- ingum, 15 eða 16 ára. Gunnar Rún- ar vill ekki gefa það upp hvort brotin voru einstök eða ítrekuð. „Brot er brot og sársaukinn er alltaf til staðar. Þetta var kynferðisleg áreitni og kynferðis- brot. Það segir allt sem segja þarf.“ Hann vill ekki gefa það upp hvort brotið var á konum eða körlum. „Ég vil ekki gera greinarmun þar á. Það virðist vera viðurkenndara að stúlkur verði fyrir áreitni.“ Samkvæmt heimildum DV var þó um pilta að ræða. Maðurinn játaði brot sín Eftir að málið barst fagráðinu var rætt við alla þolendurna og í kjölfarið var brotamanninum gerð grein fyrir þess- um ásökunum. „Niðurstaðan varð sú að hann mun ekki starfa framar inn- an kirkjunnar. Þar sem málið er fyrnt samkvæmt lögum getum við ekki beitt okkur af fullri hörku með lögin að vopni. Við gerðum það sem við gát- um, töluðum við viðkomandi og þá reyndi á trúfestu hans varðandi við- brögðin.“ Maðurinn játaði brot sín og lýsti því yfir að hann myndi ekki ganga erinda kirkjunnar framar. Gunnar Rúnar veit ekki til þess að fórnarlömbin séu fleiri en getur þó ekki þvertekið fyrir það. „Ég vil fá öll mál fram og reyna að koma þeim í farveg eins og hægt er innan þess grimma ramma sem fyrningarlög- in eru. Ég vil heyra frá þeim sem búa yfir slíkri reynslu, hitta þá og komast að því hver þeirra ósk er og reyna að virða hana.“ Biskupsstofa staðfesti að þrír fulltíða einstaklingar hefðu sakað sama manninn um kynferðisbrot. Hann hefur ekki verið í föstu starfi innan kirkjunnar undanfarin ár en sinnt verkefnum fyrir hana. Þar sem brotin eru fyrnd getur formaður fagráðs ekki gefið upp nafn prestsins sem um ræðir. INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Ég ræddi við biskup í gær og bar honum erindi þitt. Hann kvaðst ekki gefa kost á viðtali. Hvetur fórnarlömb til að stíga fram Gunnar Rúnar, formaður fagráðs, hvetur fórnarlömb til að stíga fram. ÞRÍR PILTAR ÁSAKA PREST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.