Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 43
Föstudagur 17. september 2010 úttekt 43 klæddir skósveinar fyrirtækisins til að fylgjast með framganginum. Fyrsta kvöldið var þeim öllum boðið í mat með sjálfan Jimi Hendrix sem yfir- kokk. Hann stóðst ekki mátið við að bæta smá örvandi lyfjum út í kræsing- arnar og varð úr heljarinnar „grúví“ hippapartí með öllum fínu körlun- um frá Warner. Kvikmyndin Rainbow Bridge komst hins vegar aldrei í al- menna dreifingu en var þó gefin út á mynddiski fyrir nokkrum árum. Morðhótanir móðgaðra sunnanmanna Ekki þarf að fjölyrða um magnað innlegg Jimi Hendrix á Woodstock- hátíðinni árið 1969. Dauðþreyttir hátíðargestir lágu í drullusvaði eft- ir heiftarlegt slagveður þá um helg- ina og voru vaktir upp eldsnemma á mánudagsmorgni með hreint hríf- andi upptroðslu sem náði hámarki með nýstárlegri og kröftugri með- ferð á bandaríska þjóðsöngnum. Á því augnabliki framdi Jimi magn- þrunginn hljómavef þar sem raf- gítarinn umbreyttist hreinlega í sprengjuvörpu á blóðugum vígvelli. Meistarinn hafði þá prófað að beita sama flutningi í suðursveitum Banda- ríkjanna og þá við mun dræmari und- irtektir þjóðhollra Ameríkana. Sum- ir þeirra gengu svo langt að senda morðhótanir með þeim skilaboðum að „ef niggarinn léki þjóðsönginn aftur, yrði hann einfaldlega drepinn“ og er þetta enn eitt innleggið í brota- kenndar kenningar um dánarorsök gítarmeistarans. Landlaus réttindabarátta Eins og vonlegt var þá vakti með- ferð Jimi Hendrix á bandaríska þjóð- söngnum gríðarlega athygli og þá ekki síst á meðal réttindabaráttu- manna blökkumanna sem sumir töldu sig finna þarna upprisinn nýj- an messías kynþáttarins. Athyglin var heldur betur vakin – til að mynda hjá róttæku blökkumannasamtökun- um The Black Panthers sem reyndu hvað eftir annað að fá Jimi Hendrix sem fjárhagslegan bakhjarl. Í því skyni var blásið til styrktartónleika samtakanna á meðal þeldökkra í Harlem-hverfinu í New York. Þegar uppgötvaðist að meðspilarar foringj- ans voru hvítir á hörund varð fjand- inn laus og gerð hróp að þeim undir fljúgandi bjórflöskum og lausamun- um utan úr sal. Í samhengi réttinda- baráttunnar lét Jimi einhvern tíma hafa eftir sér: „Það er ekki húðlitur flytjendanna sem skiptir máli, held- ur litbrigði tónlistarinnar.“ Vængstýfður snillingur Frásagnir af síðustu mánuðunum, vikunum, dögunum og klukkustund- unum í lífi Jimi Hendrix eru mjög mótsagnakenndar og sífellt spretta upp nýjar getgátur um dánarorsök. Á þessum tíma sást hvergi til botns í skuldafeni rokkútgerðarinnar og samfara því voru útgáfumálin komin í óleysanlegan hnút sem fokdýrir lög- fræðingar reyndu að greiða úr. Upp- haflegur umboðssamningur fannst hvergi og því var eina leiðin út úr patt- stöðunni að þræla sér enn frekar út með þéttbókuðu tónleikahaldi. Til að halda sér gangandi innbyrti Jimi enn meira af eiturlyfjum og því fór grátt og guggið útlitið að minna á draug- fölt lík, sem þó lék alltaf óaðfinnan- lega á gítarinn. Meðan á öllu þessu gekk var umboðsmaðurinn Michael Jeffrey seinþreyttur á að mata hann á alls kyns ólyfjan og gera hann þannig enn háðari sér. Jeffrey var ávallt sauð- þrár við að halda samstarfi The Ex- perience áfram, enda náðu yfirráð hans í samningum eingöngu til þeirr- ar sveitar að nafninu til. Mótleikur Jimis var að stofna aðrar hljómsveit- ir en sú þekktasta var The Band of Gypsies með ryþmaparinu Billy Cox á bassa og Buddy Miles á trommur. Þannig ríkti mikið taugastríð á báða bóga en margir telja að þessar þrætur hafi í raun vængstýft gítarmeistarann og átt sinn þátt í sviplegum endalok- um hans. Endastöð vegferðarinnar Þegar komið var fram á árið 1970 höfðu skuldirnar, þræturnar og þreytan smátt og smátt gert út af við Jimi Hendrix og leitt hann út í algert öngstræti. Á örlagastundu ákvað hann að stinga af frá öllu saman yfir í öryggið í Lundúnum. Þangað var komið 26. ágúst 1970 og síðan rak- leitt haldið í snarpa tónleikaferð um Þýskaland, England og Norðurlönd. Jimi kom aftur Lundúna 13. sept- ember. Þar hafði hann upp á þýsku vinkonunni Moniku Dannemann og flutti inn til hennar í kjallara Samar- kand-hótelsins þar sem dramatísk- ur lokakafli lífshlaupsins hófst. Um sama leyti kom umboðsmaðurinn Michael Jeffrey einnig til Lundúna og reyndi allt hvað hann gat til að hafa uppi á umbjóðanda sínum. Jimi náði að halda sig í felum í téðum kjallara en fékk þó smá snert af ofsóknar- brjálæði og hélt að ýmsir vafasam- ir aðilar væru komnir til að „sækja sig“. Að öðru leyti er þessum síð- ustu dögum ýmist eytt með Moniku Danne mann eða á djammi með Eric Burdon úr The Animals inni á djass- klúbbnum Ronnie Scott’s. Sagan segir að lungann úr þeim tíma hafi Jimi verið gjörsamlega út úr heimin- um sökum eiturlyfjaneyslu. Síðasti sólarhringurinn Að morgni fimmtudagsins 17. sept- ember 1970 röltu skötuhjúin Jimi og Monika um bakgarð Samarkand- hótelsins. Hún hafði í fórum sínum ljósmyndavél og smellti af nokkrum óuppstilltum myndum af meistaran- um í morgunskininu. Síðan leið dag- urinn og um kvöldið eldaði parið sér staðgóðan málsverð sem innbyrtur var með hraustlegum skömmtum af hvítvíni en síðan sátu þau og spjöll- uðu fram eftir kvöldi. Aðfaranótt 18. september hófst síðan hin örlagaríka atburðarás og eru til af henni ýmsar frásagnir auk þess sem mýmargar kenningar um dánarorsök hafa dúkkað upp. Helsti vitnisburðurinn er sjálf Monika Dannemann sem sífellt breytti fram- burði sínum og gerði rannsóknina því enn erfiðari. Algengasta frásögn- in mun vera á þá leið að skömmu eft- ir miðnætti lagðist parið til svefns og þegar klukkuna vantaði korter í tvö vaknaði Jimi skyndilega og bað Mon- iku um að keyra sig á ákveðinn stað í borginni. Þau halda af stað og hún nær í hann aftur rúmri klukkustund síðar. Eftir þann tíma spjallaði parið í nokkrar klukkustundir og tóku á sig náðir um sjöleytið og innbyrti Mon- ika í því skyni ráðlagðan skammt af svefntöflum. Þrátt fyrir það náði hún illa að festa svefn og ákvað í morguns- árið að skjótast út í sjoppu eftir síga- rettum. Þegar hún snýr til baka heyr- ast hóstandi andköfin í Jimi út um svefnherbergisgluggann. Á þeirri stundu hófst mikil örvænting við að reyna að vekja hann og urðu þær til- raunir árangurslausar þó svo að eðli- legur sláttur greindist á púlsi. Sjúkra- bíll kom á staðinn eftir 20 mínútur og vilja sumar raddir meina að þar hafi röng meðhöndlun og dómgreind- arleysi sjúkraflutningamanna vald- ið andlátinu. Því hefur verið haldið fram að illa hafi verið búið um höfuð Jimis og að líkaminn hafi snúið kolvit- laust á sjúkrabörunum. Vitnisburð- ur úr röðum sjúkraflutningamanna hermir að við komuna í kjallaraíbúð- ina hafi meistarinn legið meðvitund- arlaus með andlitið þakið í eigin ælu. Við þessar dapurlegu kringumstæð- ur uppgötvaði Monika Dannemann að frá henni voru horfnar heilar níu Vesperax-svefntöflur sem geta vald- ið bráðum koltvísýrings- og súrefnis- skorti séu þær innbyrtar með áfengi og því varð opinbera dánarorsökin úrskurðuð köfnun í eigin uppsölu. Böðullinn Michael Jeffrey Í seinni tíð hafa ýmsar vafasam- ar kenningar komið upp á yfirborð- ið varðandi sviplegan dauðdaga Jimi Hendrix. Sú nýjasta kom fram á þessu ári og er að finna í bókinni Rock Roadie eftir fyrrverandi rótar- ann James „Tappy“ Wright. Þar er því haldið fram að umboðsmaður- inn alræmdi Michael Jeffrey hafi sagt Wright alla sólarsöguna undir fjögur augu á fylleríi. Samkvæmt samning- um átti Jeffrey tilkall til tveggja millj- óna dollara í líftryggingarfé Jimi og fann sig því knúinn til að slátra sinni dýrmætu gullgæs í hreinu græðg- iskasti. Til að komast yfir auðæfin var tekin sú afdrifaríka ákvörðun að heimsækja gítar meistarann og neyða ofan í hann risavöxnum pilluskammti ásamt innihaldi úr nokkrum rauð- vínsglösum. Leiða má líkur að því að Jeffrey og samverkamenn hans hafi einfaldlega setið fyrir Jimi við Sa- markand-hótelið og síðan sætt lagi eftir að Monika skrapp út á eftir sígar- ettunum á hinum örlagaríka morgni föstudagsins 18. september 1970. Jimi Hendrix og ofbeldisfulli umboðsmaðurinn Hann stóðst ekki mátið við að bæta smá örvandi lyfjum út í kræsingarnar og varð úr heljarinnar „grúví“ hippapartí með öllum fínu körlunum frá Warner
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.