Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR 17. september 2010 FÖSTUDAGUR MARGDÆMD ARATÚNSHJÓN Atvinnubílstjórinn Sigurður Stefáns- son og kona hans Margrét Lilja Guð- mundsdóttir, sem búsett eru í Ara- túni í Garðabæ og sökuð hafa verið um gróft ofbeldi gegn nágrönnum sínum, voru árin 1978 og 1987 dæmd fyrir líkamsárásir. Þá herma heimild- ir DV að kæra liggi inni hjá ríkissak- sóknara vegna meintrar líkamsárás- ar Sigurðar og sonar hans, Stefáns Ágústs Sigurðssonar, á öryggisvörð í Fjarðarkaupum vorið 2009. Hjón- in eru með nokkurn feril ákærumála á bakinu og við lestur dómsskjala og af samtölum við málsaðila sést að margt er líkt með fyrri málum og Aratúnsmálinu svokallaða. Hjónin virðast oft og tíðum kæra fórnarlömb sín fyrir líkamsárásir. Fyrr í sumar voru Sigurður, Mar- grét og börn þeirra sökuð um að hafa ráðist á Brynju Arnardóttur Scheving, mann hennar Karl Jóhann Guðsteinsson og ungabarn þeirra við heimili þeirra í Aratúni. DV hef- ur undir höndum áverkavottorð sem staðfesta það að Brynja, Karl og tveggja ára dóttir þeirra hafi not- ið aðhlynningar á bráðamóttöku eft- ir líkamsárásir og að í annarri þeirra hafi piparúða verið beitt. Brynja og Karl flúðu í kjölfarið heimili sitt í Ar- atúni og héldu til hjá vinafólki. Mik- ið var fjallað um málið í fjölmiðl- um og birtist meðal annars viðtal við Brynju í DV þar sem hún lýsti því yfir að hún þyrði ekki heim með börnin sín. Þá var fjallað um sættir á milli fjölskyldnanna en lítið varð úr þeim. Brynja, Karl og börnin þeirra þrjú hafa haldið til hjá vinafólki frá því í lok júlí og eru þau þar enn þá þar sem þau þora ekki heim til sín. Þau sjá ekki fram á úrlausn sinna mála í bráð. Brynja segir í samtali við DV að síðustu fregnir frá lögregl- unni hafi verið þær að nú sé mál- ið hjá lögfræðideildinni og að þar verði ákveðið hvort gefnar verða út ákærur. Fleiri fjölskyldur hafa þurft að flýja af heimilum sínum af ótta við Sigurð og Margréti. Sigurður vildi ekkert tjá sig um Aratúnsmálið þeg- ar DV náði tali af honum. „Það þyrfti að finna einhverja hjálp handa þessu fólki. Þau eru búin að vaða uppi allt of lengi í samfélaginu öllum til ama,“ segir Karl. „Sprautuðu yfir hana vatni“ Sigurður og Margrét voru árið 1987 dæmd fyrir líkamsárás þar sem sannað taldist að þau hefðu fært konu á þrítugsaldri ofan í baðkar og sprautað yfir hana vatni eins og það er orðað í dómnum. Í niðurstöðum dómsins sem DV hefur undir hönd- um þótti sannað að við þessa með- ferð hafi konan hlotið kúlu á hægri augabrún og marbletti á útlimi. Auk þessarar árásar kærði konan þau hjón fyrir að hafa hellt lími yfir bif- reið hennar. Sigurður og Margrét voru dæmd í 15 daga skilorðsbund- ið fangelsi en þurftu ekki að greiða fórnarlambinu skaðabætur þar sem varhugavert þótti að telja sannað að tognun á hálsvöðvum, sem konan sagðist hafa hlotið við árásina, ætti rót sína að rekja til meðferðar hjón- anna á henni. Í því samhengi var vís- að til þess að hún hefði lent í bílslysi árið 1980, sjö árum fyr- ir árásina, og þá hlotið meiðsl á hálsi. Í blaðagrein Tím- ans um málið sem birt- ist 8. apríl 1987 kom fram að þá þegar hefðu tvær fjölskyldur flúið áreiti hjónanna og að tvær aðrar fjölskyldur væru á förum vegna „ómældra vandræða“ þau tvö og hálft ár sem þau voru búsett þar. Í greinninni var lík- amsárás Sigurðar og Margrétar lýst svona: „Tildrög málsins voru þau að hjónin sátu fyrir konunni, kipptu henni inn í íbúð sína og fóru með inn í baðherbergi þar sem þau köstuðu henni ofan í baðker, spraut- uðu köldu vatni á hana, börðu og mis- þyrmdu kynferðis- lega. Konan hróp- aði á hjálp og tróðu hjónin þá handklæði upp í hana. Jafnframt tóku þau húslykla konunnar af henni og hótuðu henni að þau myndu koma einhverja nótt- ina og jafna betur um hana.“ Þá segir í umfjöllun blaðs- ins að Sigurður hafi í kjölfar árásar- innar hringt í lögreglu og þar sakað konuna um að hafa ráðist inn í íbúð þeirra. Þess má geta að í Aratúnsmál- inu sem var til umfjöllunar í sumar kom fram að Sigurður og Margrét höfðu samband við lögregluna og sökuðu Brynju og Karl um árás á sig. Samkvæmt öruggum heimildum DV eru vitni að því þegar Sigurður hélt óblóðugur inn á heimili sitt í kjölfar árásarinnar en kom seinna út með skurði á höndum. Blaðakona ofsótt Bergljót Davíðsdóttir var blaðakona á Tímanum árið 1987 en hún kann- ast vel við málið, enda bjó hún í fjór- býlishúsi á Seilugranda með þeim Sigurði og Margréti. Á þessum tíma var Indriði G. Þorsteinsson ritstjóri á Tímanum en sama dag og fréttin birtist segir hún að Sig- urður hafi mætt upp á ritstjórnarskrifstofu og haldið því fram að allt það sem fram kæmi í greininni væri helber lygi. „Og Indriði sagði: „Heyrðu, þú þarft sko ekki að segja mér sem rit- stjóra á þessu blaði hvað ég eigi að skrifa í mitt blað og hverju ég treysti og hverju ég treysti ekki!“ Og bara vísaði honum á dyr.“ Bergljót segir þetta vera lýsandi fyrir Sigurð og konu hans, þau hafi í sífellu vænt fólk um lyg- ar og sakað það um eitt- hvað sem það hafði ekki gert þegar hún bjó á Seilu- granda. Sem dæmi hafi þau einu sinni sakað dótt- ur hennar um að hafa ris- pað bíl þeirra með lykli. Í ljós kom að það fékkst eng- an veginn staðist og í kjöl- farið segir hún að ofsóknir þeirra á hendur henni hafi hafist. „Var okkur lifandi að drepa“ „Það voru árásir, þau réðust á mann, þau lömdu mann og þau voru kær- andi mann hingað og þangað fyr- ir alls konar sakir.“ Bergljót segir að þetta tímabil í lífi hennar hafi verið eitt það erfiðasta sem hún hafi upp- lifað. Hún tekur fram að hún og sam- býlismaður hennar hafi flúið íbúð sína vegna áreitis af völdum þeirra hjóna og í leiðinni skotið skjólshúsi yfir konuna sem þau höfðu ráð- ist á. „Við flúðum öll í burtu. Ég fæ hroll þegar ég hugsa um það. Það var skelfilegur tími að búa þarna.“ Hún segir að á yfirborðinu hafi virst sem Sigurður og Margrét væru með allt sitt á tæru en á bak við það hafi leynst annar veruleiki. Bergljót segir fjölmiðlaumfjöllun um hátterni hjónanna og framkomu við nágranna sína í Aratúni ekki hafa komið sér óvart. Saga Brynju og fjöl- skyldu hafi vakið upp gamlar og vondar minningar. „Einu sinni var ég að ganga inn á stigaganginn þar sem ég sá að þau voru að þrífa. Ég hrós- aði þeim fyrir myndarskapinn og það endaði með því að ég fékk skúr- ingafötuna yfir hausinn á mér. Þetta voru stanslausar ofsóknir.“ Bergljót segist ekki skilja langlundargeðið í Brynju og fjölskyldu: „Að geta búið þarna svona lengi við hliðina á þeim – því að þetta fólk var okkur lifandi að drepa.“ Fleiri sem flúðu Ástþór Óskarsson, sem einnig var íbúi á Seilugranda á þessum tíma, segist einnig hafa flúið íbúð sína vegna ofsókna og ofbeldis Sigurðar og konu hans. Ástþór segir Sigurð einn daginn hafa setið fyrir honum þegar hann var að koma úr vinnunni og kýlt hann í andlitið. Hann segist á þessum tíma hafa farið á lögreglu- stöðina til þess að vitna um það of- beldi sem hann og fjölskylda hans hefði orðið fyrir en það hefði hann fyrst og fremst gert til þess að þetta fólk fengi einhverja hjálp: „Lögregl- Fjölmargir stíga nú fram í DV og segja sögu sína af samskiptum við hjónin í Ara- túni 34 sem í sumar komust í fréttirnar vegna ofsókna gegn nágrönnum sínum. Áverkavottorð sýnir að nágrannakona þeirra fékk piparúða í augun. Þau hafa bæði verið dæmd tvisvar fyrir líkams- árásir. Eiginmaðurinn vildi ekkert ræða málið við DV en krefst afsökunarbeiðni frá blaðinu og hótar málsókn. JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Maður var bara skíthræddur og kveið því að fara í og úr vinnu. Þetta var bara martröð. Hrottalegri árás lýst ÍTímanumárið1987birtistumfjöllunumhrotta-legaárásþeirrahjónaáþrítugakonu.Þauvorusíðardæmdfyrirárásina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.