Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR 17. september 2010 FÖSTUDAGUR „Ég er ekki glæpamaður og á ekki að vera fyrir rétti,“ segir Ragnheið- ur Esther Briem, einn níumenning- anna sem ákærðir hafa verið fyrir árás gegn Alþingi. Ragnheiður, eða Heiða eins og hún er kölluð, er ólétt og komin 31 viku á leið. Hún er sett 18. nóvember en aðalmeðferð máls- ins fer fram í héraðsdómi 29. nóvem- ber og svo 1. desember. Ragnar Að- alsteinsson, lögmaður Heiðu, hefur farið fram á að málið verði tekið fyr- ir fyrr eða þá að því verði seinkað þar sem Heiða gæti mögulega verið komin upp á fæðingardeild eða með kornabarn á þessum tíma. Heiða segist ekki bjartsýn á að málinu verði frestað og finnst sem dómaranum, Pétri Guðgeirssyni, standi á sama um aðstæður hennar. Spurð hvort henni finnist hún fá réttláta málsmeðferð svarar hún: „Nei, alls ekki. Fyrir utan að þetta mál er náttúrulega algjört bull frá upphafi til enda er þetta mjög ómannúðlegt allt saman. Það er ekk- ert tillit tekið til ástands míns og aug- ljóst að dómaranum er skítsama um að ég sé að fara að eiga barn um svip- að leyti. Hann virtist verða frekar pirraður á þessari beiðni okkar um frestun ef eitthvað er.“ Ætlaði að lesa upp yfirlýsingu Heiða er ákærð fyrir húsbrot og árás gegn Alþingi en hún fór inn í Alþing- ishúsið ásamt öðrum mótmælend- um í þeim tilgangi að lesa upp yfirlýs- ingu um vanhæfni ríkisstjórnarinnar og Alþingis á þingpöllunum, eins og fordæmi eru fyrir, en Heiða segist þó aldrei hafa komist svo langt. „Ég stóð í stiganum ásamt vinkonu minni og komst hvorki aftur á bak né áfram í öllu öngþveitinu. Síðan kom lögregl- an á svæðið og sagði öllum að fara út og þá yrðu engir eftirmálar. „Þegar ég var á leiðinni út var kippt í mig og ég var sett inn í lögreglubíl þar sem ég var beðin um nafn og kennitölu. Síðan vissi ég ekkert þar til mér var birt ákæra í lok 2009. Vinkona mín sem fór með mér inn og stóð við hliðina á mér í öllum látunum fékk enga ákæru og lögreglan hefur ekki haft nein afskipti af henni. Mér finnst skrýtið hvernig þeir virðast hafa valið fólk af handahófi til að ákæra.“ Venjuleg kona Heiða starfar á hjúkrunarheimili og segist vera venjuleg kona sem býr Hlíðunum með 15 ára dóttur sinni. Hún var fyrir þetta atvik með hreina sakaskrá og því segist hún vonast til að fá skilorðsbundinn fangelsisdóm ef allt fer á versta veg. „Ég veit þó ekki hvernig það fer. Það virðist vera mik- ill vilji hjá hinu opinbera til að þetta mál verði öðrum víti til varnaðar. Það er allt gert til að við lítum út fyrir að vera hinn mesti óþjóðalýður og bein- línis hættulegt fólk, til dæmis með því að láta lögreglu vera við réttar- höldin og við innganginn.“ Hún seg- ir það augljóst hvaða afstöðu dóm- arinn taki í þessu máli. Og með því að hafa lögreglu í dómshúsinu þeg- ar þingað hefur verið hafi hann nán- ast fyrir fram lýst sekt hinna kærðu. Á þeim forsendum hafi Ragnar Að- alsteinsson gert kröfu um að dóm- arinn Pétur Guðgeirsson viki í þessu máli. Því var neitað en það var Pétur sjálfur sem úrskurðaði í málinu gegn sjálfum sér og ekki í heyranda hljóði. Þeim úrskurði var áfrýjað til Hæsta- réttar þar sem hann var staðfestur. Kvíðir framtíðinni Heiða var virk í mótmælum eftir hrunið en segist aldrei hafa tekið þátt í neinum ofbeldis- eða skemmd- araðgerðum. Hún var við nám í kvikmyndagerð í New York þegar kreppan skall á og segist hafa fylgst agndofa með ástandinu í gegnum fréttir. Hún gat ekki lengur fram- fleytt sér á námslánunum úti en náði þó að klára með hjálp frá fjölskyldu sinni. „Auk þess þekki ég fullt af fólki sem hefur misst vinnu og húsnæði í kjölfar kreppunnar og það var með- al annars ástæða þess að ég fór að mótmæla á Austurvelli. Ofbeldi er svo langt fá því sem ég trúi á og ekk- ert okkar ákærðu fór inn með það í huga,“ segir Heiða. „Við ætluðum bara að lesa upp þessa yfirlýsingu á þingpöllunum eins og áður hefur verið gert og aldrei hefur verið ákært fyrir, það var allt og sumt.“ Heiða segir níumenningana vera ólíkan hóp fólks úr öllum áttum, þetta hafi á engan hátt verið tengt skipulagðri starfsemi. Hún hafi ekki þekkt neitt þeirra fyrir. „Við erum ekki glæpamennirnir í þessu máli og það erum ekki við sem eigum að vera fyrir rétti.“ Eins og áður hefur komið fram er Heiða ólétt að sínu öðru barni en fyrir á hún fimmtán ára stelpu. Hún segist kvíða mikið komandi mánuð- um. „Ég gæti þess vegna átt barnið bara í beinni í réttarsalnum. Þetta er mjög stressandi og það er mik- il streita sem fylgir þessu, sem er bæði slæmt fyrir mig og barnið. Það er auðvitað mjög leiðinlegt að geta ekki notið meðgöngunnar en erfiðast finnst mér að eiga ekki eftir að geta notið fyrstu daganna með nýfæddu barni mínu heldur þurfa að standa í þessu.“ Hún segir að þetta hafi mjög neikvæð áhrif á andlega líðan sína en hún reyni að vera bjartsýn fyrir sig og barnið. Ef Heiða verður dæmd sek á hún yfir höfði sér að minnsta kosta eins árs fangelsisvist. Hún gæti því þurft að sitja í fangelsi með ung- barn. „Ég bara get ekki hugsað þá hugsun til enda og vona auðvitað að það komi aldrei að því en maður veit samt aldrei hvernig þetta fer.“ Ragnheiður Esther Briem bíður eftir aðalmeðferð héraðsdóms í máli sínu. Hún er einn af níumenningun- um sem voru ákærðir fyrir árás gegn Alþingi. Á sama tíma bíður hún eftir að annað barn sitt komi í heiminn en áætlaður fæðingardagur þess er á sama tíma og málið verður tekið fyrir. Hún segist upplifa þetta mál eins og leikrit þar sem endirinn hafi þegar verið skrifaður. Níumenningarnir svokölluðu séu blórabögglar, valdir af handahófi til að vera öðrum víti til varnaðar. GÆTI ÁTT BARNIÐ Í DÓMSSALNUM HANNA ÓLAFSDÓTTIR blaðamaður skrifar: hanna@dv.is Það er ekkert tillit tekið til ástands míns og aug- ljóst að dómaranum er skítsama um að ég sé að fara að eiga barn um svipað leyti. Ósátt Heiðasegirmáliðvera bull.MYND RÓBERT REYNISSON Héraðsdómur RagnarAðalsteinsson,lögmaðurníumenninganna,ásamtSnorraPáli Jónssyni,einumhinnaákærðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.