Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 33
að taka á. Það gengur ekki. Það er bæði slæmt og óheilbrigt að geta ekki slappað af.“ Stormur í huganum Tíðin í ráðherrastólnum breytti ekki aðeins lífi Rögnu heldur einn- ig sýn hennar á sjálfa sig. „Þessi tími styrkti sjálfsmyndina. Ég leit á mig sem manneskju sem væri best bak við tjöldin en þegar ég stóð í skotlínunni líkaði mér það ágæt- lega. Að vinna í mikilli spennu eru mínar ær og kýr.“ Um leið og hún steig úr stóln- um fór hún norður í land með föður sínum . Tilgangurinn var að reyna að ná ró í sálina. „Ég verð að vera hreinskilin. Ég gat ekki hreinsað neitt út. Fyrstu vik- una eftir að ég hætti kom reglu- lega upp stormur í hausnum á mér þegar ég var að hugsa um þetta. Ég áttaði mig á ýmsu. Núna er ég að gera þetta tímabil upp og ég þarf að ganga í gegnum það. Þess vegna er ég hikandi við að tala um þetta því ég gæti sagt eitthvað allt annað þegar lengra er liðið frá. En við erum náttúrulega bara að tala saman á þeim forsendum að núna er ég nýhætt.“ Á þessu tímabili skiptust á skin og skúrir. „Mér var hent út í djúpu laugina með múrstein um ökkl- ann en það sem eftir situr eru jákvæðar tilfinningar. Auðvitað komu upp atvik sem mér fannst hroða- legt að fást við en þegar þeim var lokið vissi ég að ég hafði lifað það af, komist í gegnum það. Eins og mótmælin við heimili mitt. Ég held að það sé eitt- hvað sem flestum þætti erfitt að fara í gegnum. Mér fannst það. Líka það að vera í starfi þar sem mér var hælt opinberlega og ég var gagnrýnd opinber- lega. Sem einstaklingur að fara út í þetta á þessum forsendum var ég að leggja æruna og orðsporið á borðið. Foreldrum mínum fannst ekkert gaman að heyra talað illa um stelpuna sína í útvarpinu.“ Hún hlær léttum og dillandi hlátri. Það er greinilega engin gremja þarna. Leið illa á tímabili Hún er þakklát fyrir þessa reynslu þó að hún hafi ekki alltaf verið tekin út með sældinni. „Auðvitað leið mér illa á tímabili. Öll neikvæð ummæli eru eitthvað sem ég tek nærri mér. Ég hef verið þannig frá blautu barnsbeini að ég tek slíkt mjög nærri mér. Ég held að fólk eigi al- mennt að hugsa um það þegar það segir eitt- hvað ljótt um náungann að orð geta sært. Þessi reynsla varð til þess að ég byggði utan um mig skráp og það var ágætt að geta byggt utan um mig smá virkisvegg. Á móti kom líka að ég fann ótrúlega mikinn velvilja gagnvart mér frá fólki og mikla hlýju. Það var frábært að fara út í búð og fá fallegar athuga- semdir. Það þótti mér mjög vænt um. Fólk sagði að ég hlyti alltaf að vera að heyra þetta en ég svar- aði þá réttilega: „Nei, ég er ekki alltaf að heyra þetta. Mér finnst gott að heyra þetta því það gef- ur mér styrk til að halda áfram.“ Neikvæðnin gat orðið svo yfirgengileg að ég kom heim og hugsaði: „Drottinn minn dýri, hvað er ég að gera í þessu starfi?““ Útilokar ekki forsetaframboð Þó að hún hafi tekið gagnrýnina nærri sér er hún alla jafna mjög sjálfsörugg kona. „Ég skal alveg viðurkenna það að ég er örugg innra með mér.“ Hún hikar örskamma stund áður en hún bæt- ir við: „Á mörgum sviðum. Ég held að enginn geti verið sjálfsöruggur á öllum sviðum. Þegar ég byrjaði sem ráðherra var ég óörugg í því hlut- verki og eins því að koma fram opinberlega.“ Sím- inn hringir. „Ég skilaði blackberry-inum og kann ekkert á þennan.“ Þar sem hún kann ekki að taka hringinguna af símanum fer Ragna með hann fram í bókasafnið og stingur honum undir sófa- pulluna. „Því oftar sem ég kom fram í fjölmiðlum því öruggari varð ég. Það sem háði mér mest var þessi feimni sem er mér svo eðlislæg. Ég er feimin að eðlisfari þótt ég hafi ákveðið það sem ungling- ur að það þýddi ekkert að láta svona, ég yrði að FÖSTUDAGUR 17. september 2010 VIÐTAL 33 „Ég var mjög einmana“ FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU Auðvitað komu upp atvik sem mér fannst hroða- legt að fást við en þegar þeim var lokið vissi ég að ég hafði lifað það af, komist í gegnum það. Eins og mót mælin við heimili mitt. TOGSTREITA NÚTÍMAMÓÐUR Rögnu líður best í mikilli spennu og þegar hún sekkur sér ofan í vinnu. Núna langar hana að verja meiri tíma með börnunum. MYND RÓBERT REYNISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.