Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 48
48 útlit umsjón: ingibjörg dögg kjartansdóttir ingibjorg@dv.is og Hanna óLaFsdóttir hanna@dv.is 17. september 2010 föstudagur Inga Bachman lærði gull- smíði í Massana listahá- skólanum í Barcelona. Skólinn er einn af virt- ustu listaháskólum í Suð- ur-Evrópu og innan gull- smíðadeildarinnar eru margir virtir kennarar og skartgripahönnuðir. Inga byrjaði á að fara í spænsku í háskólanum í Barcelona og fór í kvöld- skóla með til að læra und- irstöðuatriðin í gullsmíði. Þar fann hún að skartgripa- smíðin átti vel við hana og hún ákvað að leggja hana fyrir sig. „Mig langaði að vinna með málm og var lengi að hugsa um að fara í skúlptúr en þetta er nátt- úrulega mjög skylt, gull- smíði og skúlptúr,“ segir Inga. Eftir að hafa staðist inntökupróf við Massana- skólann tók við þriggja ára B.A.-nám og hún segir það hafa verið mjög gott að læra og búa í Barcelona og borgin hafi veitt sé mikinn innblástur. Eftir að Inga flutti heim fékk hún vinnu hjá gullsmið en var jafnframt að vinna að sinni eigin hönnun með- fram vinnunni. „Síðan datt ég niður á húsnæði og tók eiginlega mjög hvat- vísa ákvörðun um að opna búð,“ segir hún brosandi og bætir við: „Það hefur gengið vonum framar og er ég að ná til yngri markhóps en kannski þessir hefðbundnu gullsmiðir. Þetta er meira tískutengt hjá mér þótt að ég sé líka með klassíska gift- ingahringa og svo- leiðis“ Inga segir skart- gripi sína vera mjög fígúratíva og hún segist fá inn- blástur fyrir smíði sína frá sínu helsta umhverfi og skipt- ir verkum sínum í þrjú þemu. Það er borgarþema þar sem má finna múrsteina, fólk, bíla og hús, sjávarþema með þara, kuðung- um skeljum, fiskibeinum og fiskum og síðast en ekki síst sveitaþema með blómum, steinum og þess háttar. Hún vinnur mest með silfur og segir það bjóða upp á flesta möguleika. Hún stefnir á að setja á laggirnar netverslun og segir: „Ég ætla að sjá hvernig fólk tekur í það og ég væri þá til að fara selja vörurnar mínar líka er- lendis.“ hanna@dv.is inga bachman gullsmíðameistari og jet korine fatahönnuður eiga fleira sameigin- legt en mætti ætla við fyrstu sýn. Þær eru báðar ungar, skapandi og á uppleið. Og báðar tóku þær örlagaríka ákvörðun í miðri kreppu, þegar þær ákváðu að setja á fót eigið fyrirtæki og opna verslun. Því hafa þær ekki séð eftir enda hefur leiðin aðeins legið upp á við og fyrirtækin eru bæði farsæl, hvort á sínu sviði. stofnuðu verslun í miðri kreppu Vinsældir MAC hafa vaxið stöðugt frá því að það var stofnað árið 1985. Það að Dita von Teese, Pa- mela Anderson, Debbie Harry, Alexander McQueen, Fergie og fleiri stórstjörnur hafi hrósað merkinu í hástert hefur einn- ig gefið því byr undir báða vængi. Nú eru förðunar- bloggarar að tapa sér yfir Viva Glam I varalitnum. Hann er dökkrauður, mattur og hentar ólíkum húðtónum. Hann er fullkominn fyrir gamla Hollywood-lúkkið með svörtum eyel- iner og eins er hann ofboðslega fallegur fyrir hversdagslegri förðun, þó hann dragi auðvitað alltaf að sér athygli. Og eins og aðrir varalitir frá MAC tollir hann á vörunum tímunum saman. Hinn fullkomni rauði litur Fósturlandsins fegursta freyja, Björk Guðmundsdóttir, prýðir forsíðu AnOther nú í haust. Björk er kannski ekki eins áberandi í sviðsljósinu og hún hefur verið undanfarin ár en hún heldur alltaf í sinn einstaka stíl og karakter. Stílisti var Camilla Nickerson en Inez og Vindoodh voru á bak við myndavélina og gáfu þeir Björk þessa umsögn: „Hún er eina manneskjan sem við þekkjum sem er algjörlega tengd himni og jörð.“ Í blaðinu er einnig einkavið- tal við Helmut Lang auk þess sem hausttískan er túlkuð af fremstu stíl- istum og ljósmyndurum heims. Þá er einnig sérþáttur tileinkaður skáld- inu Jean Genet með Patti Smith, David Bowie og fleirum. Björk á forsíðu AnOther Jeffrey Campell í Einveru Nú var Einvera að taka upp nýtt skómerki, Jeffrey Campell. Merkið er amerískt og hefur verið mjög vinsælt vestanhafs, sérstaklega á meðal tískudrósa og stílista. „Það er núna að koma inn á skandin- avískan markað í fyrsta sinn og er tryllt! Enda hefur síminn ekki stoppað síðan við tókum skóna inn,“ segir Katrín Alda Rafnsdóttir, eigandi Einveru. Merkið er tíu ára gamalt, kemur frá L.A. og er oftast kallað JC af aðdáendum. Gefur Jeffrey Campell sig út fyrir að ná vintage-fíling í bland við trendí smáatriði. Skórnir eru street-style en takmarkið er að gera skó að fylgihlutum sem hægt að nota til að skapa sér sinn eigin stíl. Jet Korine fata- hönnuður er með vinnustofu og verslun á Skóla- vörðustíg þar sem hún selur sína eig- in hönnun. Jet er fædd í litlum sveita- bæ í Hollandi og fór sautján ára til Amsterdam að læra fatahönnun í Fas- hion and Design Institute þar í borg. „Mig langaði að flytja til Amsterdam og sótti um í þess- um skóla af því að margir vinir mínir voru þar. Ég komst inn þegar ég átti eitt ár eftir af mennta- skóla og var næstu þrjú árin þar í B.A- námi. Partur af náminu var að fara í verknám til ein- hvers hönnuðar. Ég hafði kynnst Lindu Björgu Árnadóttur fatahönnuði þegar hún var að kenna við skólann og fékk að fara til Íslands til að vinna fyrir hana í SVO-fatalínunni sem hún var að gera á þeim tíma. Þá kynntist ég Íslandi og Íslendingum og fann mig strax í senunni hérna.“ Eftir að Jet lauk námi fór hún að vinna hjá Oilily sem er stórt hollenskt fatamerki sem framleiðir og selur föt um allan heim. Hún segir það hafa verið áhugaverða reynslu að vinna hjá svo stóru fyrirtæki en hún hafi alltaf stefnt á að hanna sín eigin föt. Jet flutti alfarið til Íslands eftir að hafa flakkað á milli Íslands og Hollands í nokkurn tíma. „Ég fattaði síð- an allt í einu að ég væri flutt hingað, það gerð- ist eignlega bara óvart.“ segir hún og hlær. Jet opnaði litla versl- un á Skólavörðustíg í sumar þar sem hún er líka með vinnustofu. „Mér finnst mikilvægt að geta verið alveg sjálf- bær með hönnun mína, ef allt hrynur til dæmis á Indlandi þá hefur það ekki áhrif á mitt fyrirtæki. Kreppan hefur kennt mér að hugsa út í svona hluti.“ Allt sem Jet hannar er get úr lífrænum grunnefnum og hún notar hluti sem eru til í náttúrunni til að lita flíkurnar, til dæmis leir, blóm, og tré. Hún notar síðan sólarljós til að lýsa efnin og ryð til að gera prentmynstur. Jet segist núna vera að vinna í vetr- arlínunni sem verður byggð á inn- blæstri frá þjóðbúningum í Evrópu sem hún hyggst kalla Heritage og verður spennandi að sjá. hanna@dv.is Inga í Hringa tók hvatvísa ákvörðun Jet leggur áherslu á sjálfbærni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.