Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 22
22 neytendur umsjón: baldur guðmundsson baldur@dv.is 17. september 2010 föstudagur
Vissir þú að með 7,5 prósenta vöxtum
nífaldast spariféð þitt á 30 árum? Ferð til
fjár, ný bók eftir hagfræðinginn breka
Karlsson, er aðgengilegur leiðarvísir um
fjármál einstaklinga. Í bókinni er farið yfir
öll mikilvægustu hugtökin í heimi fjármála
og lesandanum er kennt að ná tökum á
fjármálum sínum.
„Fyrirtæki sem ekki hefur skipulag
á fjármálum á sér litla framtíð. Ef
stjórnendur þess hafa ekki markmið,
yfirsýn yfir fjármálin eða áætlun til að
fara eftir er líklegt að illa fari. Hvers
vegna skyldi það vera öðruvísi hjá
einstaklingum?“ Þetta er meðal þess
sem Breki Karlsson, hagfræðingur
og stofnandi Stofnunar um fjármála-
læsi, segir í nýrri bók sem komin er
út. Bókin heitir Ferð til fjár og er leið-
arvísir um fjármál fyrir ungt fólk.
gagnast flestum
Þótt bókin sé ætluð ungu fólki og í
raun hugsuð sem kennslubók fyr-
ir framhaldsskólanema má ætla að
flestir Íslendingar geti haft af henni
gagn, sérstaklega í ljósi rannsókn-
ar sem sýnir að aðeins þriðja hvert
heimili á Íslandi heldur heimilisbók-
hald.
Við lestur bókarinnar öðlast les-
andinn skilning á helstu hugtökum
sem viðkoma fjármálum og nauð-
synlegt er að kunna skil á þegar
heimilisbókhald er haldið. Bókin er
rituð á fremur einföldu máli en les-
andanum er skref fyrir skref kennt að
ná tökum á fjármálum heimilisins.
Í upphafi bókarinnar er lesandan-
um kennt að gera sér grein fyrir hvar
hann stendur og skilja hvers vegna
mikilvægt er að halda bókhald:
„Bókhald er útgangspunktur í allri
stefnumörkun. Markmið með heim-
ilisbókhaldi er tvíþætt: Að fá yfirsýn
yfir tekjur og fá yfirsýn yfir útgjöld,“
segir í samantekt fyrir fyrsta kafla en í
lok hvers kafla er hægt að spreyta sig
á verkefnum og prófum til að kanna
þekkingu sína.
Peningurinn nífaldast á
30 árum
Í bókinni er mönnum kennt að setja
sér markmið í fjármálum, finna
hvaða gildi eru mikilvægust hverjum
og einum og ekki síst hvernig hægt er
að ná markmiðum sínum með áætl-
anagerð og með því að taka skyn-
samlegar ákvarðanir í fjármálum:
„Láttu peningana vinna fyrir þig svo
þú getir lifað því lífi sem þig langar.
Ekki láta peninga stjórna þér. Hafðu
ávallt í huga að peningar eru ein-
gungis leið að takmarki en ekki tak-
markið sjálft.“
Í bókinni er líka fjallað um hvern-
ig bregðast skuli við fjárhagslegum
áföllum og hvernig best sé að búa sig
undir þau, fólki eru kennd helstu at-
riði sem vert er að hafa í huga þeg-
ar kemur að fjárfestingum. Þá er far-
ið vel yfir lífeyrissjóðakerfið og V-in
þrjú, vexti, verðbólgu og verðbæt-
ur. „Ef þú leggur þúsundkall inn á
bankabók með 7,5% vöxtum í 10 ár
þá tvöfaldast upphæðin. Eftir 20 ár
rúmlega fjórfaldast hún og eftir þrjá-
tíu ár næstum því nífaldast hún,“
segir í kaflanum um vexti en að sama
skapi er farið í saumana á því hversu
dýrt er að skulda peninga: „Í raun má
segja að með því að taka lán ertu að
skuldbinda þig og ákveða að hluti
framtíðartekna þinna renni til lán-
veitandans. Og ef þú stendur ekki
í skilum eiga lánveitendur jafnvel
kröfu á enn hærra hlutfalli framtíðar-
tekna þinna. Ef þú eyðir um efni fram
getur það þannig haft miklu víðtæk-
ari áhrif en margir gera sér grein fyrir
og getur jafnvel kollvarpað fjárhags-
legum áformum þínum og þar með
ýmsum öðrum framtíðaráformum
þínum.“
ræða kynlíf frekar en fjármál
Farið er vel ofan í það hvaða lán eru
góð og hver þeirra eru slæm. Um
smálán eða SMS-lán segir til dæm-
is: „Lán í allt að 15 daga. Kostnað-
ur við þau jafngildir allt að 600 pró-
senta vöxtum. Erfitt er að ímynda
baldur guðmundsson
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
Bókhald er út-gangspunktur í
allri stefnumörkun.
Svona nærðu tökum
á fjár álu þín m
Ferð til fjár B
ókin er sögð
leiðarvísir fy
rir ungt fólk
en ætti
að gagnast fl
estum.