Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 54
54 sport umsjón: tómas þór þórðarson tomas@dv.is 17. september 2010 föstudagur Það kom mörgum á óvart þegar stað- fest var 30. júní í fyrra að Manchest- er United væri búið að kaupa hinn 24 ára gamla Ekvadora, Antonio Val- encia, frá Wigan. Kaupverðið sló líka marga, fimmtán milljónir punda fyr- ir leikmann sem hafði aldrei leik- ið með stærra liði en Wigan. Sir Alex Ferguson sá þó eitthvað í honum og fékk hann ekki lítið hlutskipti. Val- encia var að koma á hægri kantinn í staðinn fyrir hinn kynngi magnaða Cristiano Ronaldo sem yfirgaf félag- ið. Tvær gamlar United-hetjur sögðu eftir tímabilið í fyrra að Valencia hefði meira en sannað gildi sitt en þessi hljóðláti og hægláti Ekvadori er í miklum metum á Old Trafford. Hann verður því miður ekki meira með á árinu vegna hryllilegs ökklabrots sem hann varð fyrir í meistaradeild- inni gegn Rangers í vikunni. Þegar Valencia var borinn af velli stóð allur völlurinn og klappaði fyrir honum. „Þetta var ekki bara almenn virðing við leikmann sem meiðist. Ég sá það í augunum á fólkinu að því var brugð- ið því það kann að meta þennan góða dreng,“ segir Frank Stapleton, fyrrver- andi leikmaður Manchester United. Úr fátækt í ríkidæmi Antonio Valencia er fæddur 4. ág- úst árið 1985 í Lago Agrio í  Ekvador. Hann ólst upp í hverfisliðinu Caribe Junior en var fenginn til eins stærsta liðs landsins, El Nacional aðeins sex- tán ára gamall. Hann lék 83 leiki og skoraði 20 mörk á tveimur tímabilum með El Nacional og var þaðan keypt- ur til spænska liðsins Villareal. Þar fór ferillinn aldrei á flug og á hann aðeins að baki tvo leiki með Villareal. Hann var lánaður tímabilið 2005–2006 til Recreativo en það var þegar hann var lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Wigan tímabilið á eftir sem hlutirn- ir fóru að gerast. Eftir frábært fyrsta tímabil með Wigan var hann fenginn aftur í láni árið eftir og svo á endan- um keyptur. Alls lék hann 47 leiki með Wigan og skoraði sex mörk. Hann var síðan keyptur til Manchester United í fyrra og sagði Valencia í viðtali við breskt tímarit um jólin í fyrra: „Ég hef alveg haft það ágætt síðan ég gerðist atvinnumað- ur. En núna fæ ég margra manna árslaun í hverjum mánuði. Þetta er eitthvað sem ég þekki ekki og mér hefur alltaf verið kennt að deila með mér. Ég sendi mikið af peningum heim til fjölskyldunnar minnar og styrki þar líka framgang knattspyrnunnar. Ég vildi óska þess að fleiri strák- ar frá Ekvador og almennt fleiri strákar sem ólust upp við það sama og ég fengju að upplifa það sem ég er að ganga í gegnum núna.“ Hljóðlátt ljúfmenni „Ég þekkti ekki mikið til hans áður en hann kom en hann var fljótur að vinna sér inn virðingu leik- manna,“ sagði John O’Shea, leikmað- ur Manchester United, við Sky Sports í fyrra. „Hann leggur gríðarlega hart að sér á æfingum og gefur ekki neitt eftir. Það sést líka bara á því hvern- ig hann spilar. Hann er kraftmikill og æðir upp vænginn og ber ekki virð- ingu fyrir neinum. Hann á heldur ekkert að gera það, hann spilar með Manchester United,“ sagði O’Shea. „Hann er afar hljóðlátur, kannski bara miðað við mig, ég veit það ekki. En hann er alltaf til í gott grín þótt hann sé almennt frekar inn í sig. Ant- onio er bara algjört ljúfmenni sem allir kunna vel við og ég hef tekið eft- ir því hjá starfsfólkinu. Bæði fólk- ið sem vinnur á æfingasvæðinu og á Old Trafford heilsar honum og talar bara við hann eins og hann hafi ver- ið hjá okkur í mörg ár,“ sagði O’Shea sem sagði hann ekkert líkan Cristiano Ronaldo. „Við hlæjum stundum að því að hann var keyptur fyrir Ronaldo eða hvernig sem það nú átti að vera. Þeir eru frekar ólíkar týpur. Ronaldo er toppstrákur en vissulega ber aðeins meira á honum. Það verður seint sagt um Ronaldo að hann sé hljóðlátur.“ Hefur sannað sig Valencia leit aldrei til baka eftir að hann klæddist United-búningnum. Fyrir jól á síðasta tímabili var hann búinn að skora sjö mörk, eða einu marki meira en á öllum sínum ferli með Wigan. Hann lét þó markaskorun vera eftir jól en stóð sig þó með prýði og var í byrjunarliði Manchester Un- ited sem vann deildarbikarinn í úrslitaleik gegn Aston Villa á Wembley. „Auðvitað spurði maður sig hvernig Antonio Valencia frá Wig- an ætti að leysa af sjálfan Cristi- ano Ronaldo. Hann hefur samt meira en sannað gildi sitt,“ sagði United-leikmaðurinn fyrrverandi Lou Macari á MUTV-sjónvarps- töðinni eftir síðasta tímabil. „Hann er enginn Ronaldo, það er enginn Ron- aldo nema Ronaldo sjálfur. Valenc- ia er bara gamaldags vængmaður, ekkert ólíkur Steve Coppel (fyrrver- andi þjálfari Reading). Hann fær bara boltann, sparkar honum á undan sér og kemur svo boltanum fyrir markið. Hann er kraftmikill, áræðinn, dugleg- ur, eldfljótur, með góðar fyrirgjafir og skorar mörk. Vilja ekki allir þjálfarar hafa þannig leikmann í sínu liði? Ég fel það ekkert að ég setti spurninga- merki við upphæðina sem hann var keyptur á. Ég hef séð lið kaupa miklu slakari leikmenn á sama verði og jafn- vel hærra,“ sagði Macari. antonio Valencia, vængmaður Manchester United, varð fyrir þeim hryllingi í vikunni að ökklabrotna og verður frá allt tíma- bilið. Mörgum brá þegar Valencia var keyptur frá Wigan í fyrra en hann sannaði sig með hraða, ákveðni og miklum dugnaði. Valencia ólst upp í sárri fátækt í Ekvador en hefur nú pálmann í höndunum og fær fjölskylda hans að njóta góðs af því. sem sannaði sig Hljóðláta ljúfmennið tómas þór þórðarson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Áræðinn Valencia skoraði fyrsta mark united á tíma- bilinu í samfélagsskildinum gegn Chelsea. Hann leikur því miður ekki meira með í ár. mynd reuters Hryllingur Ökklinn á Valencia snéri á hlið þegar hann brotnaði. mynd reuters Á fullri ferð Valencia er mjög fljótur og halda fáir bakverðir í við hann. stóð sig best Valencia var langbestur af þeim sem voru keyptir til united síðasta sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.